Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 6

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 6
Jamboree 1933 Gunnar Möller Leifur Guðmundsson fararstjóri. Hann Jón Oddgeir liefir beðið mig að skýra lesendum „Úti“ frá alheims-skáta- mótinu, sem lialdið var í Ungverjalandi í sumar, og skal jeg reyna að sýna ein- hvern lit á því, þó að nokkuð sje nú um liðið. Jón bað mig líka um að vera stuttorður, því að rúmið í „Úti“ er tak- markað. En að skýra í stuttu máli frá jafn stórfenglegu móti og þessu, þar sem hvert augnablik færði með sjer nýja viðburði og hver dagur var æfintýri út af fyrir sig, — er enginn hægðarleikur. Að minsta kosti er liætt við, að í slíkri frásögn verði mörgu slept, sem vert hefði verið að segja frá, en ýmislegt tekið með sem síður skyldi. Hjer verður aðeins hægt að stikla á örfáum atriðum. Ætti að skrifa ítarlega ferðasögu, myndi „Úti“ þurfa að stækka talsvert, jafnvel þó að ekkert annað birtist þar. Allieimsmótið í Gödöllö var hið fjórða í röðinni og tóku þátt í því um 25000 skátar frá 42 londum úr öllum álfum heims, — þar af 22 frá íslandi. Mótið var haldið á óheppilegum tíma og við erfiðar aðstæður, — því að heimskrepp- an liggur ennþá með miklum þunga á þjóðunum og alþýða manna hefir litil peningaráð. Af þessum ástæðum varð þátttakan í þetta skifti talsvert minni en í mótinu næst á undan og miklum mun minni en orðið hefði undir venju legum kringumstæðum. En nóg var þar margt um manninn engu að síður! Fyrirkomulag- mótsins. Utan við þorpið Gödöllö er trjágarður, sem Elisabeth-Park nefnist, og stafar frá þeim thna er Ungverjaland var konungs- ríki í sambandi við Austurríki. Yar þar þá sumar-aðsetur konungsins. Garðurinn er víðáttumikill og fagur mjög, með háum, limaríkum laufskógi og sljettum grasvöllum og rjóðrum á mlli. Þarna reistu skátarnir tjaldbúðr sínar — þarna stóð alheims-ríki skátanna í liálfan mánuð, frá 1. —15. ágúst. Ríkinu var skift niður í hjeruð, — eða bandaríki, sem livort um sig hafði sína stjórn, íslenskir skátar og „frændi“ við tjaldbúðirnar.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.