Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 15

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 15
Æfið teikningu úti— náttúran er þolinmóð- ur kennari Eítir Guðmund Einarsson frá Miðdal Allur fjöldi þeirra, sem ferðast og hafa lært að meta kosti liins frjálsa útilífs munu hafa fundið hjá sjer löng- un til að teikna eða mála, því aðdáun í orði og hugsun hefir ekki altaf full- nægjandi möguleika til að lýsa því sem fyrir augu ber. Náttúrlega grípa þá margir til þess, sem hendi er næst og þeir halda að sje auðveldast — mynda- vjelarinnar — en ljósmyndataka er ekki svo auðveld sem margur hyggur. Það kemur í ljós, þegar byrjandinn skoðar verk sín, og finnur fátt af því til staðar, sem hann vildi einmitt liafa sýnt, t. d. vatnsborðið er skáhalt, hús eða kletta- borgir ætla að hrynja yfir mann, eða þá það sem algengast er: Það sem var dýrðlegt í litmynd mattglersins verður einskisvirði á Ijósmyndinni. Öll eiga þessi mistök sameignlega orsök: Byrjandinn getur ekki gert greinarmun á línum, formum og litum. Jeg vil gefa öllum þeim, sem ratað hafa í slíkar ógöngur það ráð að reyna að teikna, náttúrlega eins hinum, sem finna köllun hjá sjer til að leita að við- fangsefnum sem veita varanlega gleði. Látið ekki ímyndaða örðugleika fæla yldkm' frá því að reyna, eða þótt aðrir segi, að þið hafið fengið listamanns- flugu í liöfuðið. Þótt myndirnar sjeu óásjálegar i byrjun og ólíkar því, „sem átti að verða“, þá munið þið brátt sjá mun á því, hvað athyglisgáfan skerpist. Þið komið auga á ýmislegt í náttúr- unni, sem áður var hulinn heimur. Eitt skáld vort hefir óskað þess að hann væri svo ríkur, að hann gæti gef- ið öllum íslendingum tannbursta. Sum- ir brostu að þessu og fanst út af litlu lagt (en athuguðu ekki, að skáldið meinti hreinlæti, lika í hugsun). Jeg vil nú láta upp aðra „smáósk“: Að jeg væri svo ríkur að geta gefið öllum ungl- ingum teiknibók og blýant, en sliks mun langt að bíða. Jeg verð því að láta nægja að gefa litilsháttar leiðbeiningar, þeim sem vilja eitthvað leggja á sig fyrir sín- ar fjarlægu hugmyndir, jafnvel þótti við sökum fátæktar þurfum að teikna á umbúðapappír. Hver sem getur veitt sjer teikni- kenslu, þó ekki sje nema um byrjunar- atriðin, ætti að gera það, en liinum ætla jeg að gefa nokkur heilræði. Fyrst um sinn verður þú að láta þjer nægja með lítið, ekki að hugsa um að teikna myndir, lieldur litla kafla úr um- hverfi því, sem þú dáist að, t. d. ein- kennilega klettadranga, blóm, runna eða gamla kofa. Hugsa ekki um of mikið, svo alt fari ekki úr böndunum. Þú munt gleðjast meir yfir örugglega teikn- aðri mynd af burknabrúsk heldur en

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.