Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 7

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 7
Þorp byggt á hinum klettóttu hæðum í Kamerun. Kristniboðs-lækningastofa í Liberia. í húsagerðarlist, að samtíð vor sækir til þeirra verka sínar beztu fyrir- myndir. Þessar fornþjóðir áttu heim- spekinga, sagnritara og skáld og bók- menntir, sem aldrei hefur verið farið fram úr; þó bjargaði menning þeirra og þekking þeim ekki né gerði þá færa um að umflýja eyðilegginguna. Vér getum eigi heldur verndað þjóð- menningu vora nema vér gefum gaum að því sem Guðs er. „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum.“ Allt breytist þegar vér höldum oss að Guði. Hann upplýsir hjartað, tek- ur burt skýluna, sem aðskilur him- ininn og jörðina, og veitir hinum trúaða ljós. „Gata réttlátra er sem bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi.“ Orðskv. 4, 18. Mesta þörf mannkynsins er Guð, eins og hann er opinberaður í Jesú Kristi. Hans ljós mun lýsa oss alla leiðina inn í hið komandi Guðs ríki. Kristur og Kristur einn getur bjarg- að heiminum frá því að relca upp á sker eilífrar tortímingar. Kristur get- ur frelsað einstaklinginn, Kristur er von heimsins. Bjargað frá því að deyja af eitrun. ARON hefur starfað mjög trúlega meðal Utende-þjóðflokksins. Það er mjög deilugjarn og ófyrirleitinn þjóð- flokkur, er heldur afarfast við siði og venjur forfeðra sinna. En þeir hafa ekki getað annað en borið mikla virðingu fyrir hinni þróttmiklu lund Arons, þrátt fyrir að nokkurir hafa reynt að ráða hann af dögum með eitri. Þeir neyddu unglingspilt einn, er heima átti í húsi Arons, til að láta eitur í mat kennarans. Þegar Aron fann, að eitrið tók að verka á sig, bjóst hann við að starf sitt væri á enda, en í barnslegri trú, bað hann Guð að efna nú loforðið, sem hann hefði lesið um í guðspjallinu, — loforðið, sem Drottinn hafði gef- ið lærisveinum sínum, er hann var að því kominn að skilja við þá: „Ef þér drekkið eitthvað banvænt, skal það ekki vinna yður mein.“ Meðan hann var enn að biðja, dofnuðu smám saman áhrif eitursins, og til mikillar undrunar þorpsbúum, batnaði honum; varð hann alheillog fær umað halda áfram starfi sínu meðal þeirra. Bls. 5

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.