Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 13

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 13
i r t \ kom með stórt opið sár á fætinum rétt við öklann. Hann hafði höggvið framan af öðrum fætinum með öxi; spilling hafði hlaupið í sárið, svo að allt hold var eytt af því sem eftir var af fætinum. I þrjú ár hafði hann staulast áfram á stúfnum. — Dag- lega komu meir en 100 menn til að fá læknishjálp. Lækna-kristniboðsstarfið í Kamerun. LANGT inni í norðurhluta Kam- erun, sem er við rætur Dogba-fjall- anna, er Dogba-kristniboðsstöð vor. Til norðurs eru miklar sléttur, þar býr Fulanis-þjóðflokkurinn; það er fjölmennur þjóðflokkur, eru nú flest- ir þeirra Múhameðstrúar. Til suðurs eru hæðir, sem bókstaflega talað eru þaktar innfæddum heiðingjum. Þetta fólk hefur byggt þorp sitt í hinum klettóttu brekkum til þess að forð- ast hirðingjaþjóðir þær, er voru van- ar að koma ríðandi á hestum sínum og ræna konum þeirra og börnum og gera að þrælum sínum. Það er fyrir þetta fólk þarna uppi í kletta- hæðunum, sem R. Bergström og Kr. Johannessen starfa ásamt konum sín- um. Það sem veitir kristniboðunum inngöngu til þessara heiðnu þjóð- flokka, er læknakristniboðs-starfið. Þúsundir þessara klettabúa, þjást af margs konar sjúkdómum. Þangað til kristniboðsstöð vor var sett á stofn, var engin læknishjálp fáanleg á margra mílna svæði. Kristniboðar vorir hafa með hinum mjög svo tak- mörkuðu efnum, sem þeir hafa yfir að ráða, komið upp bráðabirgða lækningastofu, þar sem 20—35 manns fær læknishjálp daglega. Ein sú hörmulegasta sjón, sem á þessum stað gefur að líta, er hinn mikli fjöldi barna, er þjáist af ægi- legum sárum, sem aðeins „meðul hvíta mannsins“ geta læknað. Vér, sem heima eigum í menningarlönd- unum, og búum óhultir, ættum að skilja, að vér erum í skuld við hina, sem verr eru staddir, og miðla þeim af gnægðum vorum með því að styðja læknakristniboðs-starfið. Bls. 11

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.