Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 11

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 11
alveg uppréttir eins og menn í hinu nýja ljósi, og vitum, hvaða veg við eigum að fara.“ Önnur eins ummæli eins og þessi, er koma frá einlægu og barnslegu hjarta umbreytts manns, og sem eiga við um landsmenn hans svo mörg- um hundruðum skiptir, er ómótmæl- anleg sönnun fyrir krafti fagnaðar- erindisins og gildi kristniboðsstarfsins. Fyrir aðeins þremur árum síðan, töldu embættismenn stjórnarinnar vonlaust um að hægt yrði að hjálpa þessu fólki á St. Matthías, þar eð það hafði aldrei komizt í neitt sam- band við nokkurt kristniboðsfélag og var álitið líklegt til að deyja út sök- um lasta, sóðaskapar og sjúkdóma. En einmitt þessar manneskjur fagna nú yfir þeirri hjálp, sem þær hafa með- tekið af frelsara, sem frelsar frá synd. Fagnaðarerindið hefur áhrif, ekki aðeins á hið andlega líf mannanna, heldur og hið líkamlega. Framfarirn- ar, sem þetta þekkingarsnauða og lágtstandandi fólk hefur tekið, eru alveg undraverðar. Því nær hver manneskja af hinum 2000 íbúum þessara eyja, allt frá barninu, sem nýfarið er að ganga, og til gamal- mennisins, tuggði betelhnetur, en þær gera tennurnar svartar og valda bólgu og ígerð í tannholdinu. Nú þroskast betelhneturnar á pálmatrjánum, án þess að nokkur snerti við þeim til að tyggja þær, og fólkið gerir allt sem það getur til að fá aftur hinn eðlilega lit á tennurnar og til þess að tannholdið verði heilbrigt. Næst- um því hver manneskja hafði hinn viðbjóðslega húðsjúkdóm, er kallast tinea. En með brennisteinsböðum, sem kristniboðar vorir létu fólkið fá, og sem það notaði sér mjög dyggi- lega, fer þessi sjúkdómur hraðminnk- andi öllum til mikils fagnaðar. Vondir og óvistlegir verustaðir, sem eru með öllu óhæfir mannabústaðir, eru rifnir niður og í stað þeirra koma hús, sem sniðin eru eftir kröfum [heil- brigðis og hreinlætis, og sem haldið er við af fólki, sem hefur lært að meta betri og hreinni lifnaðarhætti heldur en það áður hafði. Viðhafnardansar fólksins, ásamt hinu meðfylgjandi óskírlífi, eru nri horfnir úr sögunni, og réttar líkams- æfingar og leikfimi, ásamt nytsamri handavinnu og saklausum skemmt- unum er til mikils gagns iyrir fólkið, Nemendur í leikfimitíma í kristni- boðsskólanum í Natupi á Nýju- Guínea. Bls. 9

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.