Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 12

Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Símatæknin hefur breyst gríðarlega síðustu árin, ekki síst farsímarn- ir sem stöðugt taka breytingum og eru fyrir nokkru orðnar tölvur. Ára- tugir eru síðan sjálfvirkir símar voru teknir í notkun í bæjum og sveitum á Íslandi. Nú er fólk jafnvel hætt að hafa heimilissíma, lætur farsímana duga. Þannig er tæknin sífellt að taka breytingum. Þeim fer fækkandi símastúlkunum sem unnu á sím- stöðvunum í landinu fyrir tíma sjálf- virka símans. Stúlkunum sem gáfu samband út í sveit eða í símaklefa á stöðinni og tilkynntu eftir ákveðinn tíma er leið á samtalið, eitt viðtals- bil, og stundum urðu svo viðtalsbil- in fleiri sem símnotandinn greiddi fyrir að loknu símtalinu. Margrét Vigfúsdóttir sem lét af starfi stöðv- arstjóra hjá Íslandspósti í Ólafsvík um síðustu mánaðamót náði í end- ann á þessu tímabili. Hún var búin að starfa hjá Pósti og síma og síðan Íslandspósti í rúmlega 34 ár og ósk- aði sjálf eftir að láta af störfum, enda langt liðið á starfsævina. Margrét var sveitastelpa í Staðarsveitinni og uppvöxturinn og ýmislegt fleira bar á góma þegar blaðamaður Skessu- horns hitti hana að máli í Ólafsvík á dögunum. Ómissandi í sauðburðinum Margrét er frá bænum Hlíðar- holti í Staðarsveit, næstelst fjög- urra barna þeirra Vigfúsar Þráins Bjarnasonar og Kristjönu Elísa- betar Sigurðardóttur. „Ég fædd- ist reyndar í Böðvarsholti þar sem foreldrar mínir bjuggu áður en þau byggðu í Hlíðarholti. Í minning- unni var alltaf gott veður þegar ég var lítil og við mikið að leika okkur úti. Það var tvíbýli, þar sem Gunn- ar bróðir pabba bjó í Böðvarsholti og þar voru frændsystkini mín, svo þetta voru 8-9 börn alls. Ég vann öll almenn sveitastörf þegar ég var að alast upp og fékk að vinna að öllu sem gera þurfti. Ég var mikið í fjárhúsunum með pabba og hafði mikinn áhuga á sauðfjárbúskapn- um, sem bræður mínir höfðu alls ekki. Ég þekkti allar kindurnar með nafni meðan þær voru innan við tvö hundruð. Ég þótti víst alveg ómiss- andi í fjárhúsunum á sauðburðin- um og lærði mikið af foreldrum mínum. Mamma var líka mjög lag- in við lambærnar og að hjálpa þeim að bera, enda langaði hana að læra til ljósmóður þegar hún var ung, en aðstæður voru ekki þannig að það gengi upp. Það var allt fært til bókar og oft var ég eins og ritari þar sem ég sat á garðabandinu og skráði niður helstu upplýsingar um hverja lambá.“ Tíu ára í barnaskóla Það var ekki verið að setja börn- in kornung til náms í Staðarsveit- inni. Margrét var orðin tíu ára þeg- ar hún byrjaði í barnaskóla. „Ég var í skóla á Ölkeldu í þrjá vet- ur. Þórður Gíslason og Margrét kona hans stóðu fyrir skólanum. Að loknu barnaskólaprófinu var ég svo í gagnfræðanámi hjá séra Þorgrími V. Sigurðssyni á Staðar- stað og konu hans Áslaugu. Þor- grímur rak skóla meðfram prests- starfinu og yfirleitt voru átta til tíu nemendur í heimavist á Staðarstað fyrir utan unglingana úr sveitinni sem voru í skóla hjá honum. Ás- laug sá um heimilið og búskapinn að talsverðu leyti og það var ótrú- legt hvað hún sinnti öllu vel og var líka góð við okkur krakkana. Það var einnig símstöð á Staðarstað og henni þurfti að sinna á viðtals- tímum fyrri hluta og seinni hluta dags þannig að æði annasamt var á prestssetrinu. Í skólanum á Stað- arstað hjá Þorgrími voru unglingar sem flosnað höfðu upp úr skólum annars staðar og sumir frá brotn- um heimilum. Hjá þeim Þorgrími og Áslaugu lærðu nemendur ekki aðeins á bókina heldur líka á vinn- una og lífið með því að hjálpa til við heimilis- og bústörfin. Þor- grímur kenndi unglingum bæði fyrir landspróf og gagnfræðapróf. Hann var prófdómari við skólann í Reykholti og þegar kom að vor- prófum fórum við með honum í Reykholt og vorum prófuð þar. Ég tók gagnfræðanám á þremur vetr- um og útskrifaðist með gagnfræða- próf vorið 1965.“ Kynntist ung eigin- manninum Margrét var heimavið sumarið eft- ir gagnfræðaprófið en fór svo að vinna í Ólafsvík um hausið. „Á þeim tíma var hér Kaupfélagið Dags- brún sem rak sláturhús. Á þessum árum var búið á öllum bæjum í ná- grannasveitunum og þörf var á að þjónusta bændurna vel. Ég vann í sláturhúsinu í septembermán- uði og fram í október. Þegar slát- urtíðin var að baki fór ég að vinna í versluninni Skemmunni þar sem núna er hótelið. Þar vann ég fram að áramótum og á þessum tíma kynntist ég manninum mínum. Ég var þá enn bara sextán ára en hann tvítugur. Hann heitir Jón Eggerts- son, er innfæddur Ólsari, og hef- ur alla tíð verið vörubílstjóri. Eftir áramótin fór ég svo suður og fékk vinnu í versluninni Víði í Starmýri. Ég fór síðan aftur heim um vorið en haustið eftir dreif ég mig í Hús- mæðraskólann á Varmalandi því ég vildi verða almennileg húsmóðir. Það var mjög gaman á Varmalandi, þennan níu mánaða tíma sem við vorum nánast innilokaðar þar. Við höldum enn sambandi stelpurnar sem vorum í Varmalandi þennan vetur og hittumst reglulega.“ Bú og börn Það fór að styttast í sveitadvölinni hjá fyrrum heimasætunni í Hlíð- arholti í Staðarsveit. Margrét var heima sumarið eftir námsdvölina á Varmalandi en í desembermánuði þetta ár 1967 hófu þau Jón Eggerts- son búskap í Ólafsvík. Þeim fæddist síðan fyrsta barnið í júlí sumarið eft- ir, Kristjana Elísabet sem búsett er á Sauðárkróki og er skrifstofustjóri hjá KS. Vilborg fæddist 1972 og er aðal- bókari hjá Azazo og búsett í Hafnar- firði. Yngstur er Jón Þór blikksmið- ur búsettur á Akureyri og starfar hjá Kælismiðjunni Frost. „Krakkarn- ir hafa komið sér mjög vel áfram í lífinu og við erum ákaflega lánsöm með það. Svo eigum við níu barna- börn og átta þeirra eru á lífi. Þetta er fjársjóður sem maður fær aldrei fullþakkað fyrir,“ segir Margrét. Í þrjá vetur kenndi hún handavinnu við Grunnskólann í Ólafsvík. Þá var Margrét líka bréfberi um tíma og ráðskona hjá vegavinnuflokki á Snæfellsnesi sumarið 1982. „Það var mjög skemmtilegt og þægilegt að ég gat haft krakkana með mér því Jón var líka í vegavinnunni,“ segir Mar- grét. Það var síðan að lokinni mat- seldinni hjá vegavinnuflokknum sem hún fór að vinna á símstöðinni í Ólafsvík í nóvembermánuði 1982. Margrét varð síðan stöðvarstjóri 1. janúar 1994. Veðbókarvottorðin komu í símskeytum Þegar Margét byrjaði á símstöðinni var síma- og póstþjónustan í land- inu sama fyrirtækið, Póstur & sími. Breytingin varð mikil þegar þjónust- unni var skipt og hún færð í tvö fyr- irtæki, Símann og Íslandspóst. Síma- þjónustan hefur síðan tekið gríðar- legum breytingum síðustu árin eins og þekkt er. Margrét segir að fólk geti varla ímyndað sér í dag hvernig vinnan var á símstöðvunum og póst- húsunum fyrir tíma tölvubyltingar- innar og allt varð rafrænt. „Þau voru stundum æði mörg og löng skeyti yfir daginn og það komu tarnir eins og til dæmis á fermingardögunum. Þetta var gríðarlega vandasöm vinna eins og til dæmis þegar við þurft- um að vélrita veðbókarvottorð fyr- ir fyrirtækin í Ólafsvík sem komu frá sýsluskrifstofunni í Stykkishólmi. Þá þurfti að vanda sig að allar töl- ur og öll orð kæmu rétt inn. Þetta voru kannski upp í 300 orða skeyti sem við þurftum að vélrita þegar veðbókarvottorðin voru á ferðinni,“ segir Margrét. Örtröð þegar áfengis- sendingarnar komu Hún segir að það hafi líka verið mik- il vinna í kringum böggla- og pakka- sendingar. „Á þessum árum var ekki komin áfengisverslun hér í Ólafs- vík. Yfir vertíðina að vetrinum voru oft æðimargar áfengissendingar sem komu til okkar. Sendingarnar komu með sérleyfisbílum Helga Péturs- sonar og oft kom mikið áfengi með bílunum um hádegisbil á fimmtu- dögum og föstudögum þegar vetr- arvertíð stóð sem hæst. Mér er sér- staklega minnisstæður einn föstu- dagur þegar var kolsvitlaust veður og ófærð. Það var náttúrlega landlega og fyrir dyrum ball í félagsheimlinu um helgina. Rútunni seinkaði mjög og margir að bíða eftir að hún kæmi. Afgreiðslan var sneisafull af fólki og þegar loka átti pósthúsinu klukkan fimm var það ekki hægt. Fólk neit- aði að fara út fyrr en rútan kæmi og það gæti leyst út kröfuna. Sem betur fer þurfti ekki að bíða lengi og þá var aldeilis handagangur í öskjunni.“ Sér eftir gamla tímanum Margrét segist hafa upplifað mikl- ar breytingar í starfinu en flestar til góðs. „Ég sé þó eftir gamla tíman- um því hann var svo skemmtileg- ur. Það voru svo margir sérstak- ir karakterar sem komu á símstöð- ina. Mér finnst fólkið ekki jafn lit- ríkt og skemmtilegt og það var. Núna er eins og margir séu steypt- ir í sama mótið. En þetta hefur ver- ið skemmtilegt. Ég er búin að vera í sambandi við þvílíkt marga og hef eignast marga góða kunningja og vini í gegnum starfið. Samstarfs- fólkið hefur verið frábært og ég hef líka verið í góðum tengslum við yfirmennina í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Það er ekkert nema gott um allt þetta fólk að segja og gagn- kvæmt traust ríkti,“ segir Margrét. Spurð um ástæðu þess að hún ákvað að hætta núna á þessum tíma seg- ir hún. „Ég hef alltaf hugsað hlut- ina þannig að ég vil ekki verða elli- dauð í starfi. Það er betra að hætta í tíma áður en manni er ýtt út. Mér fannst þetta vera góður tími að hætta núna.“ Virk í félagsmálum Margrét hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. „Ég gekk í Kvenfé- lag Ólafsvíkur fyrir 45 árum og hef tvisvar sinnum verið formaður í fé- laginu. Kvenfélagið er mjög góður félagskapur. Þá var ég í bæjarstjórn Ólafsvíkur á árunum 1987-1994. Ég hef alltaf haft áhuga á velferð kirkj- unnar og var í sóknarnefnd á árunum 1995-2009, þar af gjaldkeri í þrettán ár. Á þeim tíma var kirkjan endur- bætt bæði að innan og utan. Einnig var allt umhverfi kirkjugarðsins lag- fært. Þessa áráttu mína í félagsmál- um fékk ég frá foreldrum mínum en þau voru bæði mjög virk í málefnum sinnar sveitar. Ekki síst kirkjunnar á Búðum sem var þeirra hugðarefni síðustu árin. Ég er félagi í Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju, hef verið það frá 1987 og það er mjög skemmtilegur félagskapur. Við í kórnum erum með mjög góðan stjórnanda, hana Vero- niku Osterhammer á Brimilsvöllum. Undir hennar stjórn höfum við far- ið í söngferðalög til Færeyja og Bæj- aralands í Þýskalandi, sem er hennar heimabyggð. Við erum að fara aft- ur þangað í september næstkomandi og höldum þar tvenna tónleika. Allt þetta félagsvafstur gefur lífinu gildi og einnig það að maður er að gefa af sér til samfélagsins.“ Nóg að láta sig hlakka til Spurð hvað taki svo við segir Mar- grét að áhugsmálin séu mörg og það verði nóg að gera. „Núna von- ast ég til að geta sinnt fjölskyld- unni ennþá betur. Börnin búa ann- ars staðar og nú gefst meiri tími til ferðalaga þar sem ég er ekki bundin í vinnu lengur. Svo eru það barna- börnin sem ég get sinnt ennþá bet- ur núna. Svo hygg ég gott til glóð- arinnar að taka þátt í mjög öflugu starfi félags eldri borgar hérna. Ég hef líka mikinn áhuga fyrir allskon- ar hannyrðum, svo sem prjónaskap og bútasaum. Frá 2003 höfum við ferðast mjög mikið að sumrinu með hjólhýsi sem við eigum. Við höfum ferðast í góðum hópi vina og núna höfum við tækifæri til að hafa þessi ferðalög lengri. Okkur finnst þetta æðislegur ferðamáti og gaman að vera á ferð með góðu og skemmti- legu fólki. Þannig að það er nóg til að láta sig hlakka til,“ sagði Margrét Vigfúsdóttir að endingu. þá Upplifað miklar breytingar á símstöðinni í yfir þrjátíu ár Margrét Vigfúsdóttir hefur látið af starfi stöðvarstjóra Símans í Ólafsvík Margét Vigfúsdóttir á heimili sínu í Ólafsvík. Margrét ásamt Bjarni Ólafssyni stöðvarstjóra þegar hún tók við starf- inu í lok árs 1982. Fjölskyldan þegar sonurinn Jón Þór og tengdadóttirin Þóra Guðrún giftu sig. Aftari röð: Arnar Þór, Vilborg, Kristjana Elísabet og Guðmundur Anton. Fremri röð Jón, Jón Þór, Þóra Guðrún og Margrét.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.