Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Freisting vikunnar Brátt rennur sumarið formlega upp á dagatalinu og ekki seinna vænna en að undirbúa sig og hafa ísinn kláran í frystinum. Hægt væri að kaupa rjómaís úti í næstu verslun en hér er leið til að nýta afgangs banana og búa til holl- an og bragðgóðan rjómaís. Hægt er að kaupa vel þroskaða banan- ana á niðursettu verði í mörg- um verslunum. Þá er gott að af- hýða og brytja bananana, smella í frysti og geyma til síðari tíma notkunar. Ísinn: 1-2 dl rjómi 4-8 þroskaðir frosnir bananar 1-2 tsk vanillukorn Aðferðin Hlutfall uppskriftar fer eftir stærð og gerð heimilisblandarans. Ef blandarinn ræður ekki við klaka er ráðlegt að taka frosnu ban- anana út rúmum hálftíma áður en hafist er handa. Það hjálpar blandaranum að vinna á banön- unum. Ef gera á mikið magn þá er gott að skipta uppskriftinni og blanda í tveimur eða þremur um- ferðum og hræra öllu svo saman í lokin. Blandið þar til er silki- mjúkt og setjið í boxi inn í frysti. Ef blandan er ekki mjög fros- in þarf að hræra upp í ísnum að minnsta kosti tvisvar til að brjóta upp ískristallana. Berið fram í fal- legu glasi með uppáhalds íssós- unni ykkar og jarðarberjum. Það má líka bæta við þeyttum rjóma og skreyta eftir smekk. Bananaís Nafn: Hulda Birgisdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Gift Jóni Jakobssyni sem starfar hjá Borgarverki. Við eigum þrjú börn; Jakob Orra fornleifafræð- ing, Lilju Rún nema í HR og Svövu Kristínu nema í grunn- skóla Borgarness. Starfsheiti/fyrirtæki: Iðju- þjálfi, forstöðumaður búsetu- þjónustu Borgarbyggðar. Áhugamál: Ég prjóna mikið og sauma smá bútasaum. Á sumr- in erum við fjölskyldan mikið í Breiðafirðinum en þar á fjöl- skylda Jóns eyjajörð. Dagurinn: Miðvikudagurinn 15. apríl 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði um kl. 7, fór í sturtu og borðaði morg- unmat. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér AB-mjólk með múslí. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fór á bílnum í vinn- una rétt fyrir klukkan 8. Fyrstu verk í vinnunni: Fá mér tesopa og spjalla við næturvakt- ina um hvernig nóttin gekk fyr- ir sig. Settist svo við tölvuna og vann í vaktaplani sumarsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan 10 til 13 var starfs- mannafundur og er það eini dagurinn sem allir starfsmenn borða saman í hádeginu. Hvað varstu að gera klukk- an 14? Fór að hitta yfirmann minn Hjördísi Hjartardóttur félagsmálastjóra í Ráðhúsinu. Ég þurfti að ræða eitt og annað við hana, m.a. var ég að athuga hvort að einhver hefði leitað eftir vinnu hjá henni því að það vantar starfsmann í búsetuþjón- ustuna í sumar og jafnvel áfram í vetur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Einn íbúanna sem er í þjónustu hjá búsetuþjónustunni kom til að spjalla. Eftir það náði ég að- eins að vinna meira í vaktapl- ani sumarsins. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór heim var að hitta kvöldvaktina og kveðja dagvaktina. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Þegar ég kom heim var mitt fyrsta verk að mála gólfið í þvottahúsinu. Síðan fór ég út í búð að versla í matinn. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég eldaði lærissneiðar, borðaði og gekk frá í eldhúsinu. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var hálfgert letikvöld. Ég horfði á fréttir, straujaði þvott og svo sat ég og prjónaði. Hvenær fórstu að sofa? Ég var komin inn í rúm upp úr kl. tíu og las smá áður en ég sofnaði. Hvað stendur uppúr eft- ir daginn? Frekar góður dag- ur, skemmtilegur og gagnlegur starfsmannafundur. Dag ur í lífi... Iðjuþjálfa Í hrygningarstoppinu sóttu bátar frá Ólafsvík og Rifi í steinbít í opið hólf norður undir Bjarg en þar var frekar dræm veiði. Þá fóru þeir á Kristni SH með 48 bala og lögðu vestur af Patreksfirði en þar voru Vestfirðingarnir að mokveiða. Gerðu þeir góða ferð þangað því þeir komu að landi þann 16. apríl með 29,7 tonn sem var á 46 bala því tveir balar töpuðust. Fengu þeir því 646 kíló á bala. Er þetta mesti afli sem þeir á Kristni hafa fengið í einni veiðiferð og voru þeir að bæta sitt eigið aflamet í þriðja skiptið á þessari vertíð, en fyrra metið var 25.900 kíló sem einnig var á 48 bala en það met sló Þorsteinn Bárðar- son skipstjóri þegar hann var með bátinn. Skipstjóri í þessum róðri var Bárður Guðmundsson. þa Þeir á Kristni SH slógu eigið aflamet Borgfirskir briddsunnendur spiluðu síðustu lotu Opna Borgarfjarðar- mótisins í Logalandi á mánudags- kvöldið. Eftir tvær lotur voru það Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus sem leiddu mótið. Skemmst er frá því að segja að lokakvöld- ið héldu þeim engin bönd og upp- skáru þeir 66% skor. Þetta var hæsta kvöldskorið og tryggðu þeir efsta sætið tryggilega með því. Skagamennirnir Einar og Sigur- geir fundu loksins „fjölina“ sína og skoruðu næstmest, rúmlega 59%. Hvalstrendingarnir Hallgrímur og Guðmundur voru þeir einu sem sýndu toppparinu einhverja alvöru keppni og náðu þeir 3. sæti kvölds- ins og öðru sætinu í mótinu öllu. En bikarinn góði verður geymdur á Hvanneyri næsta árið eftir ársveru í Hvalfjarðarsveitinni. Næst á dagskrá hjá borgfirsk- um briddsspilurum er keppni við Krummaklúbbinn á Hótel Hamri næstkomandi laugardag. Keppni hefst klukkan 11:00 og stendur fram að kvöldmat. Ennþá er laust fyrir nokkur pör eða sveitir og veit- ir Ingimundur Jónsson nánari upp- lýsingar í síma 861-5171. Loka- kvöld Briddsfélags Borgarfjarð- ar verður svo mánudaginn fyrsta í sumri í Logalandi. Eftir það tekur við sauðburður og aðrar vorannir. ij Sveinbjörn og Lárus varðveita bikarinn næsta árið Svipmynd frá öðru keppniskvöldi. Þarna eigast við Einar og Ingimundur og Guð- mundur og Elín. Sigurvegarar Opna Borgarfjarðarmót- sins eru þeir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson. Laugardagin 18. apríl var haldið svo- kallað „Benchrest“ riffilmót í inniað- stöðu Skotfélags Vesturlands í Borg- arnesi. Keppt var með 22 cal rifflum á 25 metrum. Skotið var 25 skotum á 30 mínútum. Nota mátti tvífót eða stuðning undir forskepti og allir sjón- aukar leyfðir. Hægt var að fá max 250 stig. Þátttakendur voru 13. Úrslit voru þessi: 1. Guðmundur Símonarson með 248 stig. 2. Ómar Jónsson með 245 stig. 3. Jón Sigurðsson með 244 stig. Þess má geta að Jón Sigurðsson og Kristján Vagn Pálsson voru jafn- ir að stigum eftir keppnina og fóru þeir í bráðabana en varla mátti á milli sjá. Verðlaun gáfu Hlað, Vesturröst, Byssusmiðja Agnars og Ísnes. ebm Benchrest mót hjá Skotvest Verðlaunahafar: Ómar, Guðmundur og Jón. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga stóð fyrir góðgerð- arviku dagana 13. - 17. apríl. Þá stóðu nemendur fyrir allskyns fjáröflunum þar sem þeir létu ágóðan renna til góðgerðarmála. Til dæmis tók starfsbrautin að sér garðatiltekt, einhver lét krúnu- raka sig og safnaði áheitum með því, annar lét aflita á sér auga- brúnirnar og þar fram eftir göt- unum. Einnig stóð nemenda- félagið fyrir komu Unicef í skól- ann þar sem haldinn var fyrirlest- ur um starfsemi félagsins. Með- fylgjandi mynd var tekin við það tilefni. tfk Nemendafélag FSN hélt góðgerðarviku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.