Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Fyrir fimm árum, vorið 2010, flutti Sigrún Guttormsdóttir Þormar ásamt Gunnari Rögnvaldssyni eigin- manni sínum til Íslands eftir 30 ára búsetu í Svíþjóð og Danmörku. Þau settust að í Skorradal. Sigrún hóf brátt störf við Snorrastofu í Reyk- holti. Þar vinnur hún í dag og sinn- ir reikningshaldi og gestamóttöku. Einn dag nú í apríl settumst við niður með Sigrúnu í bókastofunni. „Það var hárrétt ákvörðun hjá okkur að flytja heim til Íslands. Okkur hefur einnig verið tekið ákaflega vel hérna í Borg- arfirðinum. Fyrir mér er það að starfa í Reykholti miklu meira en bara starf- ið. Það er bæði lífsstíll og köllun. Hér getur maður gefið svo mikið af sér en ég fæ líka mikið til baka. Það er yndis- legt að starfa hér,“ segir Sigrún. Á rætur í Borgarfirði Sjálf á Sigrún ættir að rekja í Borg- arfjörðinn þótt hún sé fædd og upp- alin í Reykjavík og Danmörku. „Jór- unn Jónsdóttir frá Breiðabólsstað var langamma mín. Hún var fræg á sinni tíð, bæði fyrir dugnað en líka kannski fyrir það að hafa á sinni tíð eignast fimm börn með fimm mönnum. Sig- urjón Jónsson sem bjó á Kópareykj- um var hálfbróðir afa míns. Móður- afi minn Kjartan Ólafsson skáld og brunavörður fæddist í Húsafelli. Þeir voru báðir synir Jórunnar. Kjartan afi bjó í Reykjavík en kom alltaf í Borgar- fjörð á hverju einasta sumri og heim- sótti þá bróður sinn á Kópareykjum. Ólafur Hannesson langafi minn var frá Kalmanstungu en bjó mestan sinn aldur á Akranesi. Hann er meðal ann- ars þekktur fyrir að hafa lifað af ótrú- legar hrakningar. Ólafur var við veið- ar á báti á Arnarvatnsheiði vorið 1887 þegar bátnum hvolfdi. Félagi hans drukknaði en langafi minn komst við illan leik á land og upp á hest sem fór með hann meðvitundarlausan margra klukkutíma leið niður í Kal- manstungu. Kristleifur Þorsteinsson segir þá sögu í einni af sínum bókum (Úr byggðum Borgarfjarðar. Bindi II, bls 293. Aths. blm.). Það eru ýmsar frásagnir af þessum forfeðrum mín- um hér í Borgarfirði. Ég hef á vissan hátt verið að kynnast þeim eftir að við fluttum hingað,“ segir Sigrún. Til náms og dvalar í Danmörku Reykjavík er fæðingarstaður Sigrúnar og þar ólst hún upp að mestu. „Val- dís móðir mín var ung þegar hún átti mig. Við mæðgur bjuggum hjá Kjart- ani afa mínum og Ingibjörgu ömmu og þar ólst ég upp til níu ára aldurs. Þá giftist mamma og við fluttum til Danmerkur. Það var 1969. Móð- ir mín starfaði sem tækniteiknari og Arnfinnur Bertelsson stjúpfaðir minn var verkfræðingur. Mamma vann á teiknistofu í bænum og þau kynntust þegar hann vann við Búrfellsvirkjun, en hann hafði numið verkfræði í Sviss og búið þar í nokkur ár að námi loknu. Eftir Búrfell fékk Arnfinnur vinnu við sitt fag hjá Pihl & Sön í Kaupmanna- höfn. Í Danmörku bjuggum við í þrjú ár og ég lærði dönskuna. Síðan flutt- um við heim og settumst að í Reykja- vík. Þegar ég var í menntaskóla kynntist ég Gunnari manni mínum. Við ákváðum að fara erlendis í fram- haldsnám. Við fluttum til Svíþjóðar. Ekkert varð þó úr náminu, unnum bæði og eignuðumst svo Valdísi dótt- ur okkar, en kunnum aldrei sérstak- lega vel við okkur í Svíþjóð. Við flutt- um til baka til Íslands eftir tvö ár og vorum á Akureyri í tvö ár. Gunnar er lærður múrari en lauk sínu stúdents- prófi þar. Hugur okkar beggja stóð til þess að sækja okkur menntun erlend- is. Haustið 1985 innrituðumst við svo bæði í hagfræðideildina í háskólan- um í Árósum í Danmörku. Gunnar Freyr sonur okkar fæddist svo í árs- lok 1986.“ Dýrmæt reynsla í dönsku atvinnulífi Áður en þau Sigrún og Gunnar luku hagfræðináminu voru þau komin á fullt í eigin rekstur. „Við framleidd- um eigin póstvörulista með tískuföt- um, hönnuðum og létum framleiða samkvæmt okkar óskum. Ég fór til Ís- lands eitt haust og lét mynda tískuföt á íslenskum módelum úti í íslenskri náttúru. Árið eftir hélt ég til Höfða- borgar í Suður-Afríku og lét mynda fötin okkar þar. Þetta var allt sam- an ævintýri líkast, fyrirtækið okk- ar stækkaði hratt og við vorum með fjölda manns í vinnu.“ Þau hjónin störfuðu við þetta næstu árin. Að standa í sjálfstæðum atvinnu- rekstri var mikill skóli. Í árslok 1998 var komið nóg. Sigrún átti alltaf að- eins eitt próf eftir í háskólanum til að ná gráðu sem hagfræðingur. Hún ákvað að ljúka því. „Í framhaldinu af þessu kynntumst við Birni Jónassyni sem rekur bókaútgáfuna Guðrúnu. Það fyrirtæki gefur út Hávamál á ýmsum tungumálum, Eddukvæði og fleira. Ég hef alltaf verið mikil sölu- manneskja í mér, seldi mjög mikið af bókum frá Guðrúnu og geri reyndar ennþá núna 20 árum síðar í verslun Snorrastofu. Þetta starfaði ég við um skeið á meðan ég leitaði að vinnu.“ Sigrún segir að þarna hafi hún vilj- að hvíla sig á að vera sjálfstæður at- vinnurekandi. „Mig langaði til að prófa að vera launamanneskja eins og hitt fólkið. Ég hafði ekki verið það síðan rétt eftir stúdentspróf,“ segir Sigrún og hlær. Hún nældi í starf hjá stofnun í Árósum sem er hliðstæða við Iðntæknistofnun hér á landi. „Ég starfaði með dönskum verkfræðingi sem hafði mikla þekkingu og reynslu. Saman þróuðum við tengslanet fyrir iðnrekendur sem vildu hasla sér völl við framleiðslu í löndum á borð við Kína. Yfirmenn allra helstu útflutn- ingsfyrirtækja Danmerkur tóku þátt í þessu. Þarna gátu þeir komið saman og þegið góð ráð hver hjá öðrum. Við héldum utan um þetta og ég kynntist mörgu fólki. Það var dýrmæt reynsla að starfa svona við að koma á sam- böndum innan atvinnulífsins í Dan- mörku.“ Hjálpaði Íslendingum í Danaveldi Það spurðist brátt út meðal Íslend- inga í Danmörku að Sigrún byggi yfir mikilli þekkingu á dönsku samfélagi. Hún kynni á kerfið og gæti „reddað“ málunum. „Formaður Íslendingafélagsins í Árósum hafði heyrt af því að ég væri góð í að finna lausnir á ýmsum praktískum vandamálum fyrir fólk. Að ég kynni vel á innviði danska þjóðfélagsins. Hann leitaði til mín og spurði hvort ég gæti ekki tekið að mér að aðstoða fólk sem leitaði á náðir félagsins um ýmsa hjálp. Upp úr þessu fór ég að aðstoða Íslend- inga í Danmörku og þá sérstaklega fólk sem var að flytja þangað eða ný- lega sest að þar í landi. Fljótt varð til sú hugmynd að koma á fót rekstri sem byði hreinlega slíka þjónustu til Íslendinga í Danmörku. Við hjón- in gerðum þetta og kynntum þjón- ustuna hjá sendiráði Íslands í Dan- mörku, í háskólunum hér heima, hjá Útflutningsráði og fleirum. Ég fór í fjölmiðlaviðtöl um þetta á Íslandi. Milli þúsund og sextán hundruð Ís- lendingar fluttu árlega til Danmerk- ur og eftirspurnin var til staðar. Þessi þjónusta var fyrir einstaklinga og blómstraði á árunum 2003 og 2007. Síðan stofnuðum við annað fyrir- tæki sem sá um að hjálpa íslenskum fyrirtækjum í Danmörku. Unnum fjölda markaðsrannsókna og aðstoð- uðum fyrirtæki í að koma sér inn á danska markaðinn. Árið 2005 varð eiginlega allt vitlaust í þeim geira. Þá var það sem seinna var kallað „útrásin“ að fara af stað. Við vorum að drukkna í verkefnum. Árið 2007 vorum við farin að vinna nánast all- an sólarhringinn. Það var stöðug- ur straumur, ekki síst af Íslending- um sem vildu kaupa sér hús í Dan- mörku. Ég sá um allt fyrir viðskipta- vininn, fór meira að segja og skoð- aði húsin fyrir fólk og fann það sem þau voru að leita að hvar sem var í Danmörku. Ég sá um alla pappírs- vinnu, allt frá innskráningu í landið upp í skóla fyrir börnin, sótti jafnvel um vinnu fyrir fólk, útvegaði í sum- um tilfellum fjármögnun til hús- næðiskaupa, sá um afsöl, þinglýs- ingar og fleira. Svo þegar landarnir mættu út þá fengu þeir bara lyklana, „værsgo.“ Þetta var hálf óraunveru- legt. Stundum var eins og að fólk kæmi til mín og keypti sér nýtt líf. Ég var til að mynda orðin sérfræð- ingur í að koma íslenskum læknum í gegnum skrifræðismylluna í Dan- mörku. Þessum viðskiptum lauk með skjótum hætti. Í október 2008 horfðum við úti í Danmörku á Geir Haarde biðja Guð að blessa Ísland og þá hugsaði ég: OK, nú er bara fyrirtækið okkar farið. Eins gott að fara að gera eitthvað annað.“ Þetta stóðst. Eftir þetta voru flestir Íslendingar sem fluttu til Danmerkur blankir eins og kirkjurottur. Það voru engir viðskiptavinir lengur. Miklir erfiðleikar Íslend- inga eftir hrun Sigrún minnist þessa tíma þegar kreppan hvolfdist yfir Ísland. Fólk hélt áfram að leita til hennar. „Bæði fyrir mig og starfsfólk sendiráðsins í Kaupmannahöfn var ömurlegt að horfa upp á marga Íslendinga sem komu til Danmerkur eftir hrun. Fólk hélt að það væri að bjarga sér frá erf- iðleikum á Íslandi með því að koma í nýtt land. Margir æddu af stað án þess að hafa nokkuð í hendi, hvorki húsnæði né vinnu. Þetta átti bara að reddast en svo gerðist það ekki. Fjöl- margir lentu í rosalegum vandræðum og leituðu til sendiráðsins til að fá að- stoð við að komast til baka heim til Íslands. Ég reyndi líka að greiða götu margra og án þess að taka neitt fyrir það. Ég hafði reyndar alltaf gert slíkt með rekstrinum því sumt fólk hafði einfaldlega ekki efni á að greiða fyr- ir aðstoð.“ Í öllu uppnáminu eftir hrunið minnist Sigrún sérstaklega eins dæm- is sem hún segist ávallt verða stolt af. „Gjaldeyrishöftin voru sett á og krón- an íslenska hvarf af gjaldeyrismörkuð- um. Margir Íslendingar erlendis fóru illa út úr þessu. Einn hópur var ein- stæðar mæður sem voru að fá með- lagsgreiðslur frá Íslandi. Gengi ís- lensku krónunnar hrundi. Allt í einu stóðu þær frammi fyrri því að hafa áður fengið þúsund danskar krónur á mánuði í að fá þrjú hundruð krónur. Yfirstjórn Evrópusambandsins hafði tekið upp á sitt einsdæmi að ákveða gengi íslensku krónunnar. Danmörk er jú í ESB og skráði samkvæmt ESB genginu. Íslensku mæðurnar voru örvinglaðar og höfðu samband bæði við mig og sendiráðið. Ég skrif- aði bréf til Velferðarráðuneytis Dan- Sigrún Þormar verkefnastjóri í Snorrastofu í Reykholti: „Það var hárrétt ákvörðun að flytja heim eftir þrjátíu ára búsetu í Danmörku“ Sigrún og Gunnar á Laugarvatni sumarið 2010, nýkomin til baka til Íslands þar sem hugmyndin fæddist að þau skyldu búa úti á landi heim komin eftir áratugi erlendis. Sigrún heldur fyrirlestur fyrir gesti í Snorrastofu. Sigrún Þormar í Skorradal. Myndin var tekin síðasta sumar. Sigrúnu hafði alltaf langað til að eiga íslenskan upphlut og í fyrra lét hún drauminn rætast. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Gunnar Freyr sonur Sigrúnar og Gunnars er nýfluttur til Íslands þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Danmörku. Hann starfar sem endurskoðandi hjá Icelandic Group í Reykjavík. Gunnar Freyr býr þar ásamt Katarzyna Maria Dygul unnustu sinni frá Póllandi sem vinnur á ferðaskrifstofu. Hann er mikið fyrir útivist í náttúru Íslands og er hér í sjóstangveiði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.