Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Reykhólahreppur óskar íbúum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Snæfellsbær sendir íbúum Snæfellsbæjar og íbúum Vesturlands ósk um gleðilegt sumar -gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar Stykkishólmur Bæjarstjórn Grundararðar óskar íbúum Grundararðar og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Bæjarstjórn Grundararðarbæjar hefur samþykkt á fundi 14. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin á við lóðina Ártún 1, þar sem byggingarreitur er settur inn með nýtingarhlutafall 0,3. Lóðin stækkar um 5 m til austurs. Gerð nýrrar jarðvegsmanar. Hámarkshæð mænis er 8 m frá götukóta en hámarkshæð tanka má vera hærri. Sjá nánari upplýsingar á tillögu að breytingu. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundararðar, www.grundarordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 22. apríl 2015 til 4. júní 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundararðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarörður, í síðasta lagi 4. júní 2015. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarrði. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði. SK ES SU H O R N 2 01 5 Brekkubæjarskóli á Akranesi er meðal tólf skóla í úrslitum í Skóla- hreysti sem fara fram í kvöld, mið- vikudaginn 22. apríl í Laugardals- höll. Frítt er inn á keppnina í boði Landsbankans sem er bakhjarl Skólahreysti. RÚV sýnir beint frá keppninni klukkan 20.00. Auk Brekkubæjarskóla keppa keppa eftirtaldir skólar til úrslita: Breið- holtsskóli og Réttarholtsskóli frá Reykjavík, Dalvíkurskóli, Fella- skóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn í Hvera- gerði, Heiðarskóli og Holtaskóli úr Reykjanesbæ, Lindaskóli úr Kópavogi, Síðuskóli á Akureyri og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Fyrir Brekkubæjarskóla keppa þau Anton Elí Ingason og Írena Rut Elmarsdóttir í hraðaþraut, Birta Margrét Björgvinsdóttir tek- ur armbeygjur og hreystigreip og Svavar Örn Sigurðsson tekur upp- hífingar og dýfur. Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll á miðvikudag. Frítt er inn í Laugardalshöll og eru allir velkomnir. Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bank- inn einnig fyrir Instagram-mynda- keppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða verðlaunaðar. mm Brekkubæjarskóli keppir í úrslitum Skólahreysti Nýverið gaf Magnús Þórarinn Öfjörð Byggðasafni Borgarfjarðar gamalt altari frá Hjörsey á Mýr- um. Magnús fékk altarið frá móð- ur sinni Sigríði Jónsdóttur. Alt- arisdúkur sem Sigríður saumaði 1950 þegar hún var nemandi á Varmalandi fylgdi gjöfinni. Altar- ið er málað viðarmynstri í brún- um lit og í því eru tvær hillur. Það ber þess örlítil merki að hafa lent í bruna. Gripnum fylgdi sú saga að hann væri ekki úr síðustu kirkju heldur enn eldri kirkju. Líklegt má telja að altarið sé því að minnsta kosti 150 ára gamalt. Kirkjan í Hjörsey tilheyrði Hítar- nesþingum en kirkjur þar voru þá þrjár, á Kolbeinsstöðum, Ökrum og í Hjörsey. Kirkjan í Hjörsey var aflögð1896. eha Byggðasafni Borgarfjarðar barst altari frá Hjörsey Magnús og kona hans Þórunn Ragnheiður við altarið sem hann færði Byggðasafni að gjöf. Ljósm: Guðrún Jónsdóttir Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.