Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Laugardaginn 18. apríl fór fram athöfn á sal Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi þar sem af- hentar voru viðurkenningar fyr- ir góðan árangur í stærðfræði- keppni fyrir unglingastig grunn- skóla á Vesturlandi. Tíu efstu úr hverjum árgangi var boðið að mæta og taka við viðurkenning- arskjölum. Auk þess fengu þrír efstu úr hverjum árgangi pen- ingaverðlaun; 20.000 krónur fyr- ir fyrsta sæti, 15.000 fyrir annað sæti og 10.000 fyrir þriðja sæti. Sjálf keppnin fór fram föstudaginn 13. mars og var haldin í sautjánda skipti. Keppnisgögn voru búin til í Borgarholtsskóla og notuð við tvo aðra skóla að auki, þ.e. FVA og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þátttakendur voru 101 en mun fleiri, eða 159, höfðu skráð sig til keppni. Óveður hamlaði hins veg- ar þátttöku stórs hluta. Þátttak- endur nú komu úr Auðarskóla í Dölum, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi, Grunn- skólanum í Borgarnesi, Grunn- skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns- reykjum, Heiðarskóla í Hvalfjarð- arsveit og Klébergsskóla á Kjalar- nesi. Kostnaður við keppnina var greiddur af Norðuráli og Máln- ingu hf. Hér að neðan er listi yfir nem- endur í tíu efstu sætum úr hverj- um árgangi. Þeir sem voru í sætum 2 til 3 og 4 til 10 eru taldir upp í stafrófsröð. Í 8. bekk var meðaltal- ið 25,53 stig, af 100 mögulegum, miðgildið 25 og besta lausnin var upp á 70 stig. Í 9. bekk var með- altalið 29,27 stig, miðgildið 25 og besta lausnin var upp á 62 stig. Í 10. bekk var meðaltalið 36,23 stig, miðgildið 31 og besta lausnin var upp á 78 stig. 8. bekkur 1. Arnar Reyr Kristinsson, Brekkubæjarskóla 2. Bára Sara Guðfinnsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi 3. Andri Snær Axelsson, Brekku- bæjarskóla 4.-10. Arna Hrönn Ámundadótt- ir, Grunnskólanum í Borgarnesi 4.-10. Björgvin Þór Þórarinsson, Brekkubæjarskóla 4.-10. Davíð Örn Harðarson, Brekkubæjarskóla 4.-10. Katrín María Óskarsdóttir, Grundaskóla 4.-10. Marín Birta Pétursdóttir, Grundaskóla 4.-10. Sjöfn Sólveig Sigurbjörns- dóttir, Grundaskóla 4.-10. Steindór Gauti Guð- mundsson, Grundaskóla. 9. bekkur 1. Bjartur Finnbogason, Grunda- skóla 2.-3. Aron Máni Nindel Haralds- son, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum 2.-3. Eydís Lilja Kristínardóttir, Auðarskóla 4.-10. Andri Freyr Eggertsson, Grundaskóla 4.-10. Aron Bjarki Kristjánsson, Grundaskóla 4.-10. Atli Teitur Brynjarsson, Grundaskóla 4.-10. Guðbjörg Birta Sigurðar- dóttir, Brekkubæjarskóla 4.-10. Gunnar Jóhannesson, Brekkubæjarskóla 4.-10. Kristmann Dagur Einars- son, Grundaskóla 4.-10. Tinna Von Gísladóttir Waage, Brekkubæjarskóla. 10. bekkur 1. Halla Margrét Jónsdóttir, Brekkubæjarskóla 2. Logi Örn Axel Ingvarsson, Heiðarskóla 3. Steinþór Logi Arnarsson, Auð- arskóla 4.-10. Edgar Gylfi Skaale Hjalta- son, Brekkubæjarskóla 4.-10. Eiður Andri Guðlaugsson, Grundaskóla 4.-10. Eiríkur Hilmar Eiríksson, Brekkubæjarskóla 4.-10. Guðmundur Kári Þor- grímsson, Auðarskóla 4.-10. Inga Dóra Sigurbjörns- dóttir, Laugargerðisskóla 4.-10. Kári Haraldsson, Klé- bergsskóla 4.-10. Svavar Örn Sigurðsson, Brekkubæjarskóla. mm Aðalfundur Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands var hald- inn síðastliðinn föstudag. Í lok fundar voru úrslit kynnt í stjórnar- kjöri. Formaður fyrir næsta skólaár var kjörinn Sævar Berg Sigurðsson. Með honum í stjórn verða Finnur Ari Ásgeirsson, Jón Hjörvar Val- garðsson, Linda María Rögnvalds- dóttir, Magðalena Lára Sigurðar- dóttir og einn úr hópi nýnema sem kjörinn verður í ágúst. Að loknum aðalfundi bauð nemendafélagið upp á pylsuveislu. mm/ Ljósm. Linda; FVA á Facebook. „Sjávaúrútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð. Samkvæmt ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar er miðað við að heildarveiði á grásleppu á vertíð- inni fari ekki umfram 6.200 tonn. Búið er að veiða rúman þriðjung af því heildarmagni,“ sagði í til- kynningu frá ráðuneytinu síðastlið- inn föstudag. Veiði á hvern dag er nokkru meiri en á vertíðinni 2014 og þá hefur veiðileyfum fjölgað um 30%. Ekkert bendir því nú til ann- ars en áætluðu heildarmagni verði náð innan 32 daga markanna. Í frétt ráðuneytisins 1. apríl síðast- liðinn var þess getið að ákvörð- un um fjölgun veiðidaga í 32 yrði endurskoðuð þegar ætla mætti að betri yfirsýn fengist yfir fjölda leyfa og aflabrögð. Í ljósi framan- greindra upplýsinga um veiðarn- ar hefur ráðuneytið því ákveðið að veiðidögum verði hvorki fjölgað né fækkað, þeir verðið 32 á yfirstand- andi vertíð. mm Ný stjórn kjörin í Nemendafélagi FVA Nýja stjórnin í Nemendafélagi FVA. Þorsteinn Bjarki Pétursson grætur ekki yfir að hverfa úr formannsstóli NFFA, heldur er hann hér að skera lauk með pylsunum fyrir aðalfundargesti. Hann stefnir á útskrift um næstu jól. Grásleppu landað á Akranesi í síðustu viku. Ljósm. mþh. Ráðuneytið staðfestir að grásleppuveiðidagar verða 32 Fengu viðurkenningu og verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði Þau voru mætt til að taka við viðurkenningum og verðlaunum. Ljósm. JH.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.