Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Kaupsýslan kynnir bakarí í Stykkishólmi Upplýsingar í síma 571 1800 Til sölu fasteign og fyrirtæki í einum vinsælasta ferðamannabæ landsins • Verslunarhúsnæði 170,1 m2 við Nesveg • Bakaríð Nesbrauð ehf. í góðum rekstri • Mikil aukning í sölu, allt árið um kring • Seljendur skoða skipti á fast eign á höfuðborgar- svæðinu Monika Hjálmtýsdóttir Löggiltur fasteignasali gsm: 823 2800 Snæfellsbær Grunnskóli Snæfellsbæjar er heildstæður 270 nemenda grunnskóli með þrjár starfsstöðvar, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti, með það að markmiði að gera hvern einstakling tilbúinn til þátttöku í frekara námi og lýðræðissamfélagi. Skólinn leggur mikla áherslu á kennslu í átthagafræði, allar starfsstöðvar flagga Grænfána, eru þátttakendur í Olweusarverkefninu gegn einelti og starfsfólk hefur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár með það að markmiði að byggja skólastarfið á þeirri vinnu frá hausti 2015. Hlutverk skólastjóra er að vera í forystu við að skapa umgjörð sem eflir áhuga nemenda og árangur. Hann leiðir stjórnendateymi skólans og skapar hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur, kennara og aðra starfsmenn með það að markmiði að gera skólann sífellt betri. Hann er opinn fyrir samstarfi við bæði leik- og tónlistarskóla auk samstarfs við aðra grunnskóla á svæðinu. Umsækjandi þarf að hafa leiðtogahæfi- leika, víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Skólastjóri er talsmaður skólans í samskiptum við opinbera stjórnsýslu á sviði menntamála, gagnvart fræðsluyfirvöldum og í öllum samskipt- um skólans út á við. Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi sem getur leitt kraftmikið og gott skólastarf, verið reiðubúinn til að leita lausna og á gott með sam- skipti við nemendur, kennara og foreldra. Menntunar- og hæfniskröfur. Kennarapróf er skilyrði.• Kennslu- og/eða stjórnunarreynsla í grunnskóla.• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða • kennslufræða æskileg. Reynsla af fjármálastjórnun.• Hæfni í mannlegum samskiptum.• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Skipulagshæfileikar.• Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilskrá sem inni- heldur vísun í umsagnaraðila. Auk þess skal umsókn fylgja greinargerð um ástæður fyrir umsókn og sýn umsækjanda á skólastarf í Snæfellsbæ til framtíðar auk lýsingar á þeim verkefnum sem umsækjandi hefur leyst og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna skólastjórastarfinu. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 5. maí 2015 og skal um- sóknum skilað til bæjarstjóra, Kristins Jónassonar, Ráðhúsi Snæfells- bæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í síma 894-7575 og í tölvupóstfanginu kristinn@snb.is, Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar í síma 894-9903 og í tölvupóstfanginu maggi@gsnb.is og Örvar Marteinsson, formaður fræðslunefndar í síma 863-5026 og í tölvupóstfanginu orvarmarteins@simnet.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Í samræmi við jafn- réttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna. Staða skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar er laus til umsóknar SK ES SU H O R N 2 01 5 Landnámssetur Íslands í Borgar- nesi er á lokametrunum til að verða fyrst fyrirtækja á Vesturlandi til að innleiða Vakann, sem er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vakinn er samvinnuverkefni Ferða- málastofu, Samtaka Ferðaþjónust- unnar, Nýsköpunarmiðstöðvar og Ferðamálasamtaka Íslands. Mark- miðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtæki sem hafa hlotið gæðaút- tekt Vakans vinna jafnframt að því að styrkja samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum nú á lokametrum inn- leiðingarferlisins og væntum þess að fá lokaúttekt innan tíðar,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdótt- ir, Sirrý, framkvæmdastjóri Land- námsseturs Íslands í samtali við Skessuhorn. „Þetta er búið að taka okkur dágóðan tíma að vinna um- sóknarferlið. Ekki að það hafi verið svo mikið sem við þurftum að bæta, en ferlið felur í sér marga gátlista og námskeið fyrir allt starfsfólk. Þá var það öryggisáætlunin sem tafði okkur, helst vegna þess að það þyrmdi yfir okkur og okkur féllust hendur. Við kunnum ekkert að gera öryggis- og rýmingaráætlun,“ seg- ir Sirrý og hlær. „Eftir að við tók- um ákvörðun um að klára umsókn- arferlið þá hefur þetta gengið vel. Enda mikla og góða hjálp að fá frá Vakanum. Og við höfum haft gott að þessu ferli, það er fyrirtækjum hollt að fara í gegnum verkferla og öll skúmaskotin sem vilja gleym- ast. Í þessu gæðakerfi er lögð mik- il áhersla á öryggismál og hafa all- ir stafsmenn okkar farið í sérstaka þjálfun. Æfðar hafa verið viðbragðs- áætlanir og verkaskipting ef að við- skiptavinur slasast eða stendur í honum. Þá þarf að vera skýrt hvaða hlutverk er hvers, ekki geta allir rokið til og sinnt þeim sem þarfn- ast aðhlynningar. Það þarf líka að sinna hinum viðskiptavinunum og hringja eftir aðstoð og þess háttar. Ég vonast til að þetta ferli og þessi vottun skili því að við bætum þjón- ustuna okkar og að hún verði fag- mannlegri. Að gestir upplifi um- hyggju og öryggi og starfsfólk vel- líðan.“ Áslaug Þorvaldsóttir rekstrar- stjóri Landnámsseturs segir að í Vakanum sé einnig lögð mik- il áhersla á umhverfismál og nú vinni Landnámssetrið að því að fá sérstaka gáma svo að hægt verði að flokka allt sorp til fullnustu. Nú vanti að flokka lífræna sorpið en annað flokki þau nú þegar. „Þeg- ar við erum komin með gámana þá fer allt sorp sem fellur til frá okkar stað í endurvinnslu. Lífræna sorpið sendum við í moltugerð og þar með verðum við umhverfisvænni,“ segir Áslaug að endingu. eha Innleiða senn gæðavottunarkerfið Vakann Áslaug og Sirrý á Landnámssetrinu eru á lokametrum með að innleiða Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Um síðustu mánaðamót rann út frestur til að sækja um leigu á jörðunum Hesti og Mávahlíð sem eru í eigu Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Skólinn hefur rekið fjárbú sitt að Hesti og skal jörðin leigj- ast út með fjárstofni. Alls sóttu 12 aðilar um, eins og greint hef- ur verið frá í Skessuhorni. „Ég skipaði þriggja manna valnefnd sem nú hefur farið yfir umsókn- irnar. Hún valdi fjóra aðila út til nánara samtals. Tveir þeirra eru fallnir út þannig að eftir stendur að velja milli þeirra tveggja sem eftir eru. Það eru hvorutveggja fólk sem hefur mikla þekkingu og reynslu af búrekstri. Síðan verður boðið að ganga til samninga. Það er brýnt að þetta mál gangi hratt fyrir sig. Vorverkin í fjárbúskapn- um eru handan við hornið. Við stefnum á að það liggi fyrir í lok mánaðarins hver verði leigutaki,“ sagði Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskólans í samtali við Skessuhorn í gær, þriðjudag. Skýrist brátt með nýt- ingu fleiri húsa Frestur til að sækja um rekstur á félags- og veitingaaðstöðunni í gömlu hestaréttinni á Hvanneyri (Kollubar) rann síðan út 10. apríl. Í auglýsingu þar um var einnig til- greint að til greina tæki að útvíkka starfsemina og láta hana ná til fleiri af gömlu byggingunum á Hvann- eyri, það er Skólastjórahússins, Gamla skólans og Gamla bútækni- hússins. „Samningur sem var 2005 um reksturinn á húsnæði Kollubars rann út. Það var ákveðið að setja þetta í opið útboð. Ég fann fyrir miklum áhuga í samfélaginu hér á Hvanneyri til að móta nýja framtíð- arsýn fyrir þessar byggingar og þá jafnvel í stærra samhengi en verið hefur. Það eru svo mikil verðmæti fólgin í nýsköpunarvilja fólksins á staðnum og sjálfsagt að virkja þau. Fimm aðilar sendu inn umsókn- ir og lögðu fram hugmyndir sín- ar. Flestar komu frá heimafólki og allar frá fólki í sveitarfélaginu. Þær endurspegla allar mikinn áhuga og fela í sér hugmyndir um nýsköpun í menningarstarfsemi og ferðaþjón- ustu. Ég hef haft umsóknirnar til umsagnar til nokkurra ráðgefandi aðila. Væntanlega göngum við til samninga og niðurstaða liggur fyrir í lok mánaðar. Ég hef góða von um að sá kraftur sem er í fólkinu okk- ar geti leitt til þess að gamla torf- an svokallaða hér á Hvanneyri fái hlutverk til framtíðar,“ segir Björn Þorsteinsson. mþh Gamla skólastjórahúsið og kirkjan á Hvanneyri. Hlutir fara að skýrast í leigumálum Landbúnaðarháskólans SS Listamiðstöð Akraness Art center Níu manna hópur listafólks af Akranesi hefur stofnað listamiðstöð í gömlu stjórnstöðinni sem tilheyrði Sementsverksmiðjunni. Húsnæðið hefur fengið nafnið; Samsteypan – Listamiðstöð Akraness og sinnir hópurinn ólíkri listsköpun. Ætlunin er að skapa vettvang fyrir hópinn til að sýna og miðla af þekkingu sinni. Bakgrunnur hópsins er ólíkur en allir hafa lokið einhverri list- og eða verkmenntun. Von hópsins er að í framtíðinni geti verkefnið m.a. verið skapandi vettvangur fyrir einstaklinga jafnt sem ölskyldur. Opnar vinnustofur, samsýningar og samvinna við innlenda sem og erlenda listamenn er einnig eitthvað sem hópurinn sér fyrir sér og vonandi kemur þessi skemmtilega nýsköpun til með að auka óru menningar og lista í bæjarfélaginu. Formleg opnun Samsteypunnar verður á sumardaginn fyrsta frá kl. 13:00 – 15:00 og allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. UNNUR, GYÐA, DRÍFA, BRYNDÍS, MAJA STÍNA, HALLVARÐUR, ÞÓREY, GERÐA OG INGA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.