Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Í síðustu viku var undirritaður samningur milli stjórnar körfu- knattleiksdeildar Snæfells og Inga Þórs Steinþórssonar um að hann haldi áfram þjálfun karla- og kvennaliðsins. Eitt ár var eftir af samningi Inga Þórs við Snæfell. „Bæði ég og stjórnin eru með samn- ingnum að undirstrika vilja beggja aðila um áframhaldandi samstarf. Það er mjög mikilvægt þegar far- ið verður að vinna að leikmanna- málum sem er að byrja þessa dag- ana,“ sagði Ingi Þór í samtali við Skessuhorn. Samningurinn er op- inn að því leyti að ekki er tímasetn- ing í honum enda er hann í raun staðfesting á eldri samningi. Ingi er nú á sínu sjötta tímabili hjá Snæfelli og ljóst að hann verður að minnsta kosti eitt ár í viðbót. „Ég kann mjög vel við mig hérna í Hólminum og ætli ég verði ekki hérna eins lengi og ég vil,“ bætti Ingi Þór við í gam- ansömum tón. Einhverjar mannabreytingar Ingi Þór segir að afrakstur þessa vetrar virðist ekki vera langt frá því sem að var stefnt. Það hafi þó ver- ið vonbrigði að karlaliðið náði ekki í úrslitakeppnina eins og að var stefnt. „Þetta var bara svo gríðar- lega jafnt í sætunum frá þrjú til níu. Haukarnir voru til dæmist í níunda sæti þegar þrjár umferðir voru eft- ir en enduðu svo í því þriðja. Karla- liðið hjá okkur var að spila vel í mörgum leikjum en vantaði stöð- ugleikann,“ segir Ingi Þór. Þeg- ar samningurinn við Inga Þór var endurnýjaður stóð baráttan sem hæst í úrslitakeppni kvenna í Dom- inosdeildinni og útlit fyrir æðisleg- an lokasprett í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. Áfangi náð- ist svo á fimmtudaginn þegar kon- urnar í Snæfelli tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni ásamt Keflavík. Fer fyrsta viðureign liðanna fram í Stykkishólmi í kvöld. Aðspurður segir Ingi Þór að bú- ast megi við einhverjum breyting- um á meistaraflokkum Snæfells fyr- ir næsta vetur. Ljóst sé að Pálmi Freyr hætti hjá körlunum og Krist- en McCarty hjá konunum, auk þess sem tvær í kvennaliðinu séu að fara í nám. „Það eru kynslóðaskipti að eiga sér stað hjá körlunum og ung- ir menn munu stíga fram á svið- ið næsta vetur. Við verðum eitt- hvað að styrkja hópinn. Hjá konun- um verða líka einhverjar breytingar en ég er bjartsýnn á að við verðum með sterk lið á báðum vígstöðv- um næsta vetur. Það þýðir ekkert að vera með væl þótt einhver skörð þurfi að fylla. Ég þekki ekkert ann- að en takast á við verkefnin með áhuga og gleði rétt eins og mór- allinn er hérna í Hólminum,“ segir Ingi Þór. þá Íslandsbanki og Knattspyrnufélag ÍA skrifuðu nýverið undir nýj- an styrktarsamning. Íslandsbanki hefur verið einn stærsti styrktar- aðili félagsins síðastliðin sex ár. Áhersla samningsins er á barna- og unglingastarf KFÍA. Magnús D. Brandsson útibússtjóri sagði eft- ir undirritun samningsins að bank- inn væri mjög ánægður með sam- starfið við KFÍA undanfarin ár. Ís- landsbanki hefur lagt áherslu að vera þátttakandi í samfélaginu á Akranesi og því ánægjulegt að gera samning við stærsta íþróttafélagið á Akranesi. Jafnframt þessum samn- ingi þá hefur bankinn styrkt ýmis íþrótta- og menningarmál í bæjar- félaginu. Magnús Guðmundsson formað- ur KFÍA sagði að stuðningur Ís- landsbanka við knattspyrnustarfið á Akranesi skipti miklu máli en alls eru iðkendur á vegum félagsins um 500 talsins. Fyrstu knattspyrnuleik- ir sumarsins eru á næsta leiti og þá þurfa Skagamenn að ná fram þeirri sigurgleði sem hefur einkennt knattspyrnuna á Akranesi um ára- bil. „Að hafa öflugt fyrirtæki eins og Íslandsbanka í forgrunni stuðn- ingsaðila félagsins er ómetanlegt,“ sagði Magnús. -fréttatilkynning Fulltrúar SamVest og frjálsíþrótta- deildar FH undirrituðu síðastliðinn laugardag samstarfssamning um að- stöðu og þjálfun. „Með þessu sam- komulagi semjum við um að halda samæfingar SamVest hjá frjáls- íþróttadeild FH á þeirra æfinga- tíma og í þessari frábæru aðstöðu í Kaplakrika, en við höfum kom- ið með íþróttahópa í höfuðborgina um það bil þrisvar sinnum á vetri,“ sagði Björg Ágústsdóttir formað- ur framkvæmdaráðs SamVest eft- ir undirritunina. „Frjálsíþrótta- deild FH sér okkur jafnframt fyr- ir gestaþjálfurum á þessum æfing- um í Kaplakrika. Íþróttamenn Sam- Vest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Enn fremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu en þeir hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar. Samningurinn er gagn- kvæmur og býður FH-ingum því að sama skapi upp á heimsóknir til okkar,“ sagði Björg enn fremur. Að sögn Bjargar hafa iðkend- ur hjá SamVest margir hverjir ekki einu sinni haft þjálfara heima fyrir og því sé gríðarlega dýrmætt að geta viðhaldið áhuga þeirra og ástundun í gegnum SamVest, en það er sem kunnugt er heiti á samstarfsverkefni í frjálsíþróttum milli sjö héraðs- og ungmennasambanda á Vestur- landi og Vestfjörðum, það er UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF. „Samstarf SamVest við frjálsíþróttadeild FH er gott dæmi um hvernig hægt er að vinna sam- an á vettvangi íþróttanna, þrátt fyrir að menn stilli sér síðan upp í keppni við önnur tækifæri. Frá því SamVest tók til starfa fyrir tæpum þrem- ur árum höfum við líka notið lið- sinnis þjálfara frá öllum félögum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir hafa að- stoðað sem gestaþjálfarar á samæf- ingum á okkar starfssvæði eða fyr- ir sunnan. Markmið okkar á vett- vangi frjálsíþróttanna eru nefnilega þau sömu; að efla íþróttina í heild, iðkendum til framfara og gleði. Við erum mjög þakklát fyrir stuðning- inn og áhugann á okkar starfi, sem við vonumst til að njóta áfram,“ segir Björg Ágústsdóttir. þá Skagamenn unnu Fjölni stórt, 5:1, í átta liða úr- slitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni síðast- liðið fimmtudagskvöld. Þeir mættu síðan fyrstu deildarliði KA í undanúrslitum á gervigrasvelli félagsins fyrir norðan á sunnu- daginn. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 1:1 og því gripið til víta- spyrnukeppni. Þar reyndust KA menn sterkari og leika því til úr- slita gegn Breiðabliki á sumar- daginn fyrsta. Leikið var við erf- iðar aðstæður á Akureyri, sterkan vind, sem gerði leikmönnum erfitt fyrir. Það var Jón Vilhelm Ákason sem náði forystunni fyrir Skaga- liðið með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 27. mínútu leiks- ins en þar við sat í hálfleik. Í seinni hálfleiknum tókst KA-mönnum að jafna eftir sjálfmark hjá Skagalið- inu en þá var tæpur stundarfjórð- ungur eftir af leiknum. Skagalið- ið sótti stíft að marki heimamanna síðustu mínútur leiksins en það dugði ekki. Þátttöku Skagamanna er því lokið í Lengjubikarnum en liðið náði samt sem áður fínum ár- angri í keppninni þetta árið. Það vann sjö af níu leikjum sínum í mótinu og endaði með markatöl- una 24:15. Nú er skammt í fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Þá strax er stórleikur á Akranesvelli þegar Skagamenn mæta Íslandsmeistur- um Stjörnunnar sunnudaginn 3. maí. þá Meistaraflokkskonur kvenna í Snæ- felli báru á fimmtudagskvöldið sig- urorð af Grindavíkurstúlkum í fjórðu viðureign liðanna í undan- úrslitum Íslandsmótsins. Í þessari fjórðu og síðustu viðureign sigr- uðu Snæfellskonur af öryggi 71:56. Etja þær því kappi við Keflvíkinga í úrslitakeppninni. Snæfell á titil að verja og á möguleika á að sigra tvö- falt, deild og bikar. Snæfell fær heimaleik í fyrstu viðureign liðanna og fer hún fram í kvöld, miðvikudaginn 22. apríl klukkan 19:15. Annar leikurinn verður í TM höllinni föstudaginn 24. apríl klukkan 19:15. Þriðji leik- urinn verður í Hólminum mánu- daginn 27. apríl kl. 19:15 og fjórði leikurinn, ef þarf, í TM höllinni 30. apríl klukkan 19:15. Ef enn verður jafnt með liðunum eftir fjóra leiki fer oddaviðureign fram í Stykkis- hólmi sunnudaginn 3. maí klukk- an 16. mm/ Ljósm. eb. Snæfellkonur í úrslit ásamt Keflavík Hópur barna og unglinga úr SamVest var viðstaddur þegar Björg Ágústsdóttir og Súsanna Helgadóttir varaformaður frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu sam- komulagið síðastliðinn laugardag. SamVest og FH semja um samstarf Ingi Þór Steinþórsson þjálfari kvenna- og karlaliðs Snæfells í körfubolta. Ingi Þór og stjórnin staðfestu áframhaldandi samstarf Íslandsbanki styður knattspyrnuna á Akranesi Skagamenn töpuðu í undanúrslitum Lengjubikarsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.