Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Hópur kvenna úr Borgarfirði hefur
undandarin tvö ár staðið vaktina í
Ljómalind sveitamarkaði, staðsett-
um á Sólbakka í jaðri iðnaðarhverf-
isins í Borgarnesi. Breytingar eru í
vændum þar sem sveitamarkaður-
inn verður fluttur í nýjan miðbæ
Borgarness að Brúartorgi 4. Nýja
verslunin verður opnuð föstudag-
inn 1. maí og eru helstu breytingar
aukinn opnunartími. Áfram munu
konurnar sem halda úti markaðin-
um skiptast á að leggja fram vinnu-
framlag og taka vörur í umboðssölu
frá framleiðendum á Vesturlandi.
Frá kanínu
til ullarsokka
„Sérstaðan okkar er að við erum
eingöngu með vörur framleiddar á
Vesturlandi eða af Vestlendingum.
Einnig að við erum samvinnufélag
og skiptumst á með sjálfboðafram-
lagi að halda markaðinum opnum,“
segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir
formaður Ljómalindar sveitamark-
aðs. „Við færum okkur nær nýju
miðju Borgarness og vonum að
með því muni heimamenn leggja
leið sína oftar til okkar svo að við
getum haldið áfram þessu starfi.
Það er til mikils unnið ef við getum
hampað Vesturlandi og framleið-
endum hér, því ekki geta allir far-
ið í stórframleiðslu en hafa margt
frambærilegt að bjóða.“ Alls eru tíu
konur sem mynda kjarnahóp Ljó-
malindar og sjá um að manna versl-
unina en um 30 söluaðilar eru með
í umboðssölu mjög fjölbreytt úr-
val handverks og matvöru. „Sum-
ar okkar eru með handverk og mat-
vöru, til dæmis prjóna ég mikið úr
loðkanínuull og rækta líka matvörur
á borð við kartöflur og kryddjurt-
ir,“ segir Sigrún Elíasdóttir ritari
hópsins. Anna Dröfn bætir við að
Sigrún geri gott betur en að prjóna
úr kanínuull, hún haldi kanínurnar
sjálf, klippi og spinni kanínuullina
áður en að hún hefji prjónaskapinn.
„Þetta er því mjög mikill rekjan-
leiki í sumum vöruflokkum,“ segir
Sigrún og hlær.
Heimamenn mikilvæg-
ustu viðskiptavinirnir
Allar vinna konurnar að öðrum
verkefnum samhliða framleiðslu
sinni og sjálfboðastörfum í Ljó-
malind. „Þetta er aukabúgrein hjá
okkur öllum,“ segir Anna Dröfn og
bætir við. „Ég rek Ensku húsin við
Langá ásamt manni mínum Hjör-
leifi. Það er því ekki alltaf auðvelt
að púsla rekstri Ljómalindar saman
við.“ „Þess vegna er svo mikilvægt
að ná að vaxa upp í þá stærð að við
getum haldið úti heilsársverslun
og ráðið starfskraft,“ skýtur Sigrún
inn í. „Með því að flytja verslunina
nær verslanakjarna Borgarness
og hafa opið alla daga í sumar og
haust gerum við ákveðna tilraun.
Núna finnum við mikinn áhuga
fyrir versluninni en heyrum oft að
heimamenn „gleymi“ að koma við
hjá okkur. Vonandi gleymumst við
síður ef við erum nær og alltaf með
opið.“
Einn vinsælasti vöruflokkur Ljó-
malindar er nautakjötið frá Mýr-
anauti. „Hjá okkur í Ljómalind er
hægt að koma og kaupa í neytenda-
endaumbúðum steikur á grillið,
gúllas eða hakk. Jarðaberin frá Sól-
byrgi eru komin í verslunina og það
styttist í grænmetið. Við erum auð-
vitað milliliður þannig að matvaran
er ekki alveg beint frá býli en ansi
hreint nálægt því. Við viljum bjóða
sem fjölbreyttasta úrval af matvöru
sem er ræktuð á Vesturlandi þannig
að neytendur hafi val um að styðja
við smáframleiðendur,“ segir Anna
Dröfn. Sigrún segir jafnframt að
það sé mikill áhugi á aukaefnalausri
framleiðslu og hreinni mat. „Sag-
an á bak við handverkið heillar líka
marga, enda gaman að vita deili á
uppruna vörunnar og jafnvel hafa
spjallað við þann sem bjó hlutinn
til. Það kunna innlendir sem er-
lendir ferðamenn sérstaklega að
meta,“ segir Sigrún að lokum.
eha
Ekki veit ég hvort nýlegir kjara-
samningar við kennara og síðan
lækna eiga að flokkast undir turn-
byggingar en óneitanlega læð-
ist að manni sá grunur að samn-
ingsaðilar hafi látið undir höfuð
leggjast að reikna út kostnaðinn
líkt og boðað er í Lúkasi að menn
skuli gjöra við turnbyggingar.
Það má hugsanlega velta því fyr-
ir sér hvort launagreiðandanum
sé vorkunn af því hann hafi ver-
ið þvingaður til samninga með
verkföllum en hins er þó að gæta
að allt mátti það vera fyrirsjáan-
legt og skýrt í lagatexta hvernig
menn skuli bera sig að við slíkar
aðstæður.
Ríkissjóður skuldar um 1500
milljarða við upphaf árs. Hrein-
ar skuldir hans eru 860 millj-
arðar sem lætur nærri að vera
50% af landsframleiðslu. Á sama
tíma græða ákveðnar greinar at-
vinnulífsins á veikri stöðu krón-
unnar frá því sem var fyrir hrun.
Það má ljóst vera að gerð kjara-
samninga við núverandi aðstæð-
ur í þjóðfélaginu eru flóknar og
ekki við því að búast að einn hóp-
ur eða fáir hópar geti vænst þess
að fá miklar hækkanir umfram
aðra á þeim forsendum að þeir
séu orðnir mikilvægari en áður
var, hafi dregist aftur úr eða séu
á annan hátt góðra gjalda verðir
umfram aðra.
Þetta eru varla tímar til að
endurskipuleggja lagskiptingu
þjóðfélagsins verulega nema í
þá veruna að draga úr launamun
milli hátekjufólks og lágtekju-
fólks. Það virðist þó ekki standa
fyrir dyrum af hálfu ríkisins. Á
sama tíma og laun kennara og
lækna hækka um meira en 30%
er ræstingafólki í Stjórnarráðinu
sagt upp störfum til að draga úr
(væntanlega óheyrilegum) kostn-
aði við þau störf. Láglaunafólk á
því að fá launalækkun um leið og
laun millitekju- og hálaunafólks
eru hækkuð. Vinnuveitandinn er
í báðum tilvikum íslenska ríkið.
Þetta er bagalegt.
Kennarar vinna á fremur litlum
vinnustöðum þar sem menn
þekkja hver annan. Þó að laun
mismunandi hópa innan sama
vinnustaðar taki mið af mörg-
um þáttum svo sem menntun,
aldri, starfsreynslu og fleiri at-
riðum, gengur ekki að snarhækka
laun eins hluta starfsmannahóps-
ins en ætla hinum hlutanum að
sætta sig við litla sem enga hækk-
un! Það þarf varla háskólapróf til
að skilja að slíkt er einfaldlega
ranglátt! Á mínum vinnustað má
ræstingafólk þakka það víðsýni
yfirmanna sinna að hafa sloppið
við uppsagnarbréf svo hægt sé að
eiga fyrir launahækkunum kenn-
ara. Þannig á þetta þó ekki að
þurfa að vera, menn eiga að geta
gengið að því vísu að kjör þeirra
gjaldi ekki fyrir „góðan árang-
ur“ samstarfsfólksins þegar það
semur við sama vinnuveitandann.
Eða hvernig vilja menn öðruvísi
túlka það þegar sami launagreið-
andi telur sig geta hækkað laun
meirihluta starfsmanna vinnu-
staðar um tugi prósenta en sér sér
ekki fært að hækka laun minni-
hluta þeirra – sem í ofanálag hef-
ur lægstu launin – nema um fá-
ein prósent?
Það verður ekki framhjá því
horft að ríkið samdi full rausn-
arlega við kennara og lækna en
oft gefst vel að horfast í augu við
veruleikann og leita lausna með
opin augu í stað þess að tala í frös-
um. Samningstími, vinnutilhög-
un og laun eru að lokum eitthvað
sem samið verður um og snjall-
ir samningamenn geta gengið frá
samningi án þess að sauðburður
misfarist í sveitum og rigni ána-
möðkum!
Finnbogi Rögnvaldsson
*Lúkasarguðspjall 14:28
Ég fagna því að for-
sætisráðherra svaraði því skýrt
í svari við munnlegri fyrirspurn
minni á Alþingi að hann telji að það
eigi að varðveita kútter Sigurfara.
Spurningar til forsætisráðherra
voru eftirfarandi:
Telur forsætisráðherra mikilvægt
að varðveita kútter Sigurfara sem
liggur undir skemmdum á Byggða-
safninu á Görðum Akranesi? Ef svo
er, hyggst forsætisráðherra beita
sér fyrir framtíðarlausn á varðveislu
kútters Sigurfara í samræmi við ósk
bæjarráðs Akraneskaupsstaðar um
formlegt samstarf kaupstaðarins,
þjóðminjavörslunnar, forsætisráðu-
neytis og mennta- og menningar-
málaráðuneytis á fundi bæjarráðs-
ins 29.01.2015?
Kemur til greina að ráðstafa til
endurgerðar og varðveislu kútters
Sigurfara þeim 60 millj. kr. sem átti
að veita til verkefnisins samkvæmt
samkomulagi Akraneskaupsstaðar,
Hvalfjarðarsveitar og menntamála-
ráðuneytis þar um frá 2007?
Svörin voru jákvæð við öllum
þessum spurningum og fagna ég
því.
Starfshópur til
að ákveða framtíð
kúttersins
Tilefni fyrirspurnarinnar var að
í lok síðasta árs úthlutaði Minja-
vernd, sem heyrir nú undir for-
sætisráðherra, 5 milljónum króna
til endurbóta á kútter Sigurfara.
Menningar- og safnanefnd Akra-
nesbæjar taldi ekki fært að þiggja
styrkinn, enda dygði þessi upp-
hæð skammt og gerði nefndin til-
lögu til bæjarráðs um að kútterinn
yrði rifinn og fjarlægður. Bæjarráð
Akranesbæjar vildi þó skoða mál-
ið betur og samþykkti að leita eftir
formlegu samstarfi við þjóðminja-
vörsluna, forsætisráðuneytið og
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið varðandi framhald málsins. Í
svari sínu segir forsætisráðherra að
hann muni á næstunni skipa starfs-
hóp í anda þessarar tillögu bæjar-
ráðsins, en starfshópnum yrði gert
að koma með tillögu um varðveislu
kútters Sigurfara. Farið yrði yfir
eldri tillögur og samninga og leitað
nýrra lausna.
Enginn efast um varð-
veislugildi kútters
Sigurfara
Enginn þarf að efast um mikilvægi
þess að varðveita sem best sögu ís-
lensks sjávarútvegs, sem hefur ver-
ið undirstöðu atvinnuvegur okkar
Íslendinga um aldir og Skipaskagi
er byggt upp sem sjávarútvegsþorp.
Ítrekað hafa verið lagðar fram til-
lögur á Alþingi um stofnun skipa-
verndarnefndar og skipaverndar-
sjóðs, sem m.a. gerði friðunar- og
varðveisluáætlun fyrir skip og báta.
Slíkar tillögur hafa enn ekki náð
fram að ganga. Á árinu 1974 var
kútter Sigurfari fluttur frá Fær-
eyjum á Akranes, á vegum Kiw-
anisklúbbs Akraness að frumkvæði
Sr. Jóns M. Guðjónssonar. Hér er
um að ræða kútter sem er byggð-
ur 1885 og var í eigu Íslendinga frá
1897 og sigldi við Íslandsstrend-
ur um tuttugu ára skeið en endaði
síðan í Færeyjum þaðan sem hann
var keyptur á Akranes. Nokkur ár
tók að koma skipinu fyrir og end-
urbyggja það, en síðar kom í ljós að
kútterinn varðveittist illa á þurru
landi og hefur legið undir skemmd-
um um langt skeið. Hann er nú lok-
aður sýningargestum, hættulegur
umhverfi sínu og verður ónýtur ef
ekkert verður brugðist skjótt við.
Um varðveislugildi kútters Sig-
urfara segir þjóðminjavörður í um-
sögn um kútterinn árið 2010:
„Sigurfari er eina eintakið af
skipakosti skútualdar, sem til er í
landinu og hefur sem slíkur ótví-
rætt varðveislugildi. Það auki er
skipið mikilvægur fulltrúi í þró-
un íslenska fiskiskipaflotans. Skip-
ið hefur tvímælalaust gildi á lands-
vísu og er meðal merkustu sjóminja
þjóðarinnar.“
Hvernig á að
varðveita kútterinn?
Ein hugmyndin var að flytja kútter-
inn til Skotlands, láta endurbyggja
hann þar og byggja þannig skip sem
hægt væri að hafa á floti og nýta sem
einhvers konar skóla- eða ferða-
mannaskip. Freistandi hugmynd sem
var forsenda samnings bæjar og ríkis
árið 2007, en reyndist afar dýr lausn
og illframkvæmanleg.
Sú hugmynd sem helst er á lofti
nú, er að byggja yfir kútterinn þar
sem hann er og endurbyggja hann en
hafa hann um leið sem sýningargrip
á meðan endurbyggingu stendur.
Þannig væri um leið til sýnis hand-
verkið við byggingu slíkra skipa. Slík
lifandi sýning gæti höfðað til margra
og aukið aðdráttarafl Byggðasafns-
ins að Görðum um leið og endur-
byggt eintak af kútter yrði varðveitt
þar til frambúðar. Þetta kostar veru-
lega fjármuni, en þá verður að útvega
og ljóst er að Akraneskaupsstaður
og Hvalfjarðarsveit ráða ekki við þá
framkvæmd, ríkissjóður verður að
fjármagna verkið að stærstum hluta.
Kvóti á kútter Sigurfara?
Spurningin er hvort ekki megi
taka ákveðinn hluta af fyrirsjáan-
legri kvótaaukningu í þorski á kom-
andi fiskveiðiári og ráðstafa til varð-
veislu sjávarútvegsminja. Það þarf
ekki uppboð á nema nokkur hundr-
uð tonnum af þorski til að fjármagna
endurbyggingu kútter Sigurfara.
Vonand kemst nú skriður á mál-
efni kútters Sigurfara að nýju og við
sjáum fljótlega endurbyggingu kútt-
ersins hefjast, og um leið upphaf að
varanlegri varðveislu skipsins.
Guðbjartur Hannesson.
Höf. er alþingismaður Samfylking-
arinnar í Norðvesturkjördæmi.
Pennagrein
Á að varðveita eða henda kútter Sigurfara?
Pennagrein
Því að ef einhver yðar
ætlar að reisa turn, þá
sezt hann fyrst niður og
reiknar kostnaðinn*
Áform Ljómalindarkvenna metnaðarfull
Fagurgræni liturinn fylgir Ljómalind.
Allar innréttingar eru smíðaðar af konunum og viljugum vandamönnum þeirra.