Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Hlakkar þú til Jörfagleðinnar? Spurning vikunnar (Spurt í Búðardal) Guðmundur Ellertsson: Já, það geri ég, alltaf gaman á Jörfagleði. Guðrún Andrea Einarsdóttir: Já, ég vildi að ég gæti verið á svæðinu en missi því miður af hátíðinni núna. Jóna Kristín Guðmundsdóttir: Ég hlakka alltaf til Jörfagleð- innar. Frændur mínir í Stuð- bandalaginu ætla að spila á ball- inu núna. Ólafur Guðjónsson: Já, ég hlakka til hennar. Þetta er allt gott og gaman. Magnús Axel Jónsson: Já, ég myndi segja það. Á þó eftir að skoða dagskrána. Í íþróttunum á Vesturlandi hef- ur vakið talsverða athygli síðustu árin öflugt blaklíf í Grundarfirði. Einkum eru það konurnar sem hafa staðið sig vel og meðal ann- ars náð þeim góða árangri að eiga kost á að senda lið í efstu deild. Það gerðist fyrir tveimur árum en þá reyndist ekki grundvöllur að taka sætið. Núna standa blakkon- ur í Grundarfirði í sömu sporum og fyrir tveimur árum, eiga kost á sæti í efstu deild og þurfa áður en langt um líður að taka um það ákvörðun. Tvö til þrjú síðustu árin hafa þær Anna María Reynisdótt- ir og Guðrún Jóna Jósepsdóttir séð um þjálfun kvennaliðs Ung- mennafélags Grundafarðar í blaki. Í spjalli blaðamanns Skessuhorns við þær kom fram að nauðsyn væri á að fá nýtt blóð í þjálfun liðsins, til að eiga frekar möguleika á að stíga næsta skref upp á við í blakinu í Grundarfirði. Þær segja að gríðar- lega erfitt sé að fá blakþjálfara út á land. Mikið hafi verið reynt til þess og þrátt fyrir að ágætis laun séu í boði hafi ekki fengist þjálfari. Þetta snúist því ekki um peninga heldur það að innlendir þjálfarar vilji hreinlega ekki fara út á land. Það geti verið happdrætti með að fá þjálfara erlendis frá sem henti liðinu, en kannski verði að skoða þann möguleika ef ekki fæst þjálf- ari hér innan lands. Tvö kvennalið á öldungablakmót Blakið er vinsælasta öldunga bol- taíþróttin í landinu. Að vorinu eru haldin öldungamót þar sem jafnan taka þátt um eða yfir þúsund kepp- endur frá félögum vítt og breytt um landið. Öldungablakið byrjaði fyrir um tuttugu árum í Grund- arfirði. Grundfirskar blakkonur hafa frá þeim tíma tekið þátt í öld- ungamótunum, að tveimur mót- um undanskildum. Þau mót voru bæði haldin austur í Neskaupstað sem er vagga blakíþróttarinnar á Íslandi. Í ár er mótið líka haldið í Neskaupstað og núna ætla grund- firsku blakkonur ekki að sleppa því að fara. Þær ætla meira að segja að mæta með tvö lið á mótið. Karla- blakið hefur hins vegar ekki dafnað jafnvel í Grundarfirði og kvenna- blakið. Karlarnar ætla ekki að mæta með lið á öldungamótið að þessu sinni, að sögn þeirra Önnu Maríu og Guðrúnar Jónu. Þær segja gríð- arlega stemningu fylgja því að taka þátt á þessum mótum. Það líkist þjóðhátíðarstemningu. Mótin eru haldin til skiptist hingað og þang- að um landið og það setur sinn svip á bæjarbraginn þegar þúsund blak- arar mæta í bæinn. Í fyrra var mót- ið haldið á Akureyri en þau hafa til dæmis verið haldin, á Ísafirði, Vestmannaeyjum og í Fjallabyggð. Mikill undirbúningur og umstang fylgir því að halda svona mót, segja þær stöllur. Byggðist upp úr öldungablakinu Það var einmitt upp úr öldunga- blakinu sem meistaraflokkur Ungmennafélags Grundarfjarð- ar varð til. „Við byrjuðum að taka inn á æfingar hjá okkur stelpur úr elstu bekkjum grunnskólans. Við sáum að við þyrftum endurnýj- um í kvennaliðinu. Það var byrj- unin á unglingastarfinu hjá okk- ur og þannig varð meistaraflokk- urinn til hjá okkur. Við sjáum það líka að ef við hefðum ekki fengið ungu stelpurnar inn í liðið þá væri blakið hérna deyjandi. Endurnýj- unin er alltaf nauðsynleg,“ segja þjálfararnir Anna María og Guð- rún Jóna. Það var haustið 2008 sem Ung- mennafélag Grundafjarðar sendi fyrst meistaraflokk kvenna í deild- arkeppni hjá Blaksambandinu. Það var í þriðju deild sem þá var. Eftir þrjú ár í þeirri deild vann liðið sig upp í aðra deild. Það var svo tíma- bilið 2012-2013 sem liðið náði sín- um besta árangri þegar það varð í öðru sæti í annarri deild og vann sig upp í efstu deild. „Við vorum búnar að taka sæti í efstu deild en urðum svo að hætta við vegna þess að það fækkaði í hópnum af ýms- um ástæðum og við vorum ekki lengur með mannskap til að fara í efstu deildina. Þar sem við drógum liðið úr keppni í efstu deild urðum við að byrja tveimur deildum neð- ar, eða í annarri deild. Við unnum okkur strax upp í næst efstu deild aftur og núna í vetur urðum við í fjórða sæti. Þar sem tvö af efstu liðunum í deildinni eru varalið liða í efstu deildinni geta þau ekki far- ið upp um deild og okkur gefst því kostur á sætinu.“ Ungu stelpurnar þurfa ögrun Þær Anna María og Guðrún Jóna segja að um þessar mundir séu mikl- ar vangaveltur um hvort grundfirsk- ar blakkonur eigi að taka sætið. Vit- að sé að þá muni leikum fjölga tals- vert, verða yfir tuttugu leikir yfir tímabilið. Það þýði að leikmanna- hópurinn þurfi að vera býsna stór og tryggur í leikina. Þær eru sam- mála um að það sé ekki síst hvatinn að fara með lið í efstu deildina að í liðinu séu sex stúlkur á úrvalsdeild- arklassa, þar af þrjár sem hafa verið að leika með U17 landsliðinu og ein þeirra í U19. Spurðar um fjárhags- legu hliðina segja þær að það sé ekki vandamálið. Fyrirtækin í Grundar- firði séu tilbúin að styðja við lið- ið. „Við vitum að við eigum góða bakhjarla hérna í Grundarfirði. Það sem er aðalvandamálið eru þjálf- aramálin. Við vitum af reynslunni að það þarft nýtt blóð í þjálfunina til að efla og styrkja einstaklingana til að ná okkur á næsta stall,“ segja þær Anna María og Guðrún Jóna. UMFG var á árum áður með þjálf- ara, aðkomumenn. Aðalsteinn Ey- mundsson sem þjálfaði einn vet- ur og þann belgíska Sebastian sem þjálfaði í tvo vetur. „Við fundum að leikmennirnir tóku framför- um undir þeirra stjórn. Liðið fór reyndar upp um deild eftir að við tókum við því. Við sögðum að við hefðum komið með það sem vant- aði upp á móralskt,“ segja þær Anna María og Guðrún Jóna og hlæja. Gangandi auglýsing Þær segja að ýmislegt hafi ver- ið reynt síðustu misserin til að fá þjálfara. Þannig hafi til dæmis verið auglýst hjá blaksambandinu í fyrra. „Fyrir öldungamótið á Akureyri í fyrra fengum við boli frá GRun hér í Grundarfirði á bæði kvenna- og karlaliðin með auglýsingu á bak- inu. Þar stóð stórum stöfum „okk- ur vantar þjálfara“. Það voru sem sagt yfir tuttugu manns sem var gangandi auglýsing á mótinu. Hún virkaði ekkert, það höfðu engir samband og spurðu eftir þjálfara- stöðunni. Við skiljum það ekki al- veg hvers vegna fólk sýnir því ekki áhuga að koma hingað að þjálfa blak. Bærinn okkar hefur upp á allt að bjóða svo fólki geti liðið vel hér. Við vitum að ef við tökum sæti í efstu deild þurfum við að æfa vel og verða klárar í slaginn. Það hefur orðið talverð endurnýjun í blakinu hér á landi síðustu árin. Þjálfunin er markvissari og deildirnar eru mun sterkari en áður. Það er greinilegt að barna- og unglingastarfið er að skila sér,“ sögðu þær Anna María og Guðrún Jóna að endingu. þá Blakkonur í Grundarfirði eiga kost á að fara í efstu deild Grundfirskar blakkonur fagna að leik loknum. Ljósm. tfk. Anna María Reynisdóttir og Guðrún Jóna Jósepsdóttir eru þjálfarar liðsins Anna María Reynisdóttir og Guðrún Jóna Jósepsdóttir. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.