Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 18. árg. 22. apríl 2015 - kr. 750 í lausasölu Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Gólfbónun Teppahreinsun Hreingerningar Steinteppahreinsun Gluggaþvottur og fleira... SK ES SU HO RN 2 01 5 Steinsstaðaflöt 27 • 300 Akranes Sími 895 8081 • www.akraþrif.is HREINGERNINGAR- ÞJÓNUSTA Líkur á víðtækum verkföllum í hópi lægst launuðu stétta þessa lands eru mikið að aukast. Um 95% launafólks sem heyrir undir Starfsgreinasambandið samþykktu verkfall náist ekki að semja í tæka tíð. Kjórsókn var ríflega 50% en atkvæðagreiðslu lauk á miðnætti á mánudagskvöldið. Boðuð verkföll og vinnustöðvanir sem fram undan eru og þegar eru hafnar munu hafa víðtæk áhrif um allt land og ná til allra kima samfélagsins, enda tug- þúsundir sem heyra undir aðildar- félögin sem enn hefur ekki verið samið við. Náist ekki að semja við SGS hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálf- an sólarhring, frá hádegi til mið- nættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótíma- bundið verkfall hefst 26. maí. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Lítinn sáttatón er að finna í vinnudeilunni. mm Ásreikningur sveitarfélagsins Borg- arbyggðar var tekinn til fyrri um- ræðu í sveitarstjórn í gær. Rekstr- arniðurstaða A og B hluta er sam- kvæmt ársreikningi neikvæð um 103,9 milljónir króna. Það er mun verri niðurstaða en gert var ráð fyr- ir í fjárhagsáætlun en þar var áætl- uð rúmlega milljón króna í tap. Síðastliðinn föstudag mættu for- svarsmenn Borgarbyggðar í innan- ríkisráðuneytið til að sitja fund eft- irlitsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga. Farið var yfir greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu Borgar- byggðar í ljósi niðurstaðna úr árs- reikningi 2014. Eins og fram hef- ur komið þá stenst Borgarbyggð ekki reglu um rekstrarjöfnuð sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum árið 2014 samkvæmt ársreikningi og 2015 samkvæmt áætlun þessa árs. Á fundinum var auk þess farið yfir þær aðgerðir og leiðir sem unn- ið er að til hagræðingar í rekstri. Þær helstu eru lækkun á yfirvinnu, akstursgreiðslum, skert fjármagn til búnaðarkaupa og stöðvun verk- efna sem háð eru mótframlögum, endurskoðun lána- og vaxtakostn- aðar og hækkun á fasteignaskatti og gjaldskrám. Nefnd sem Borgar- byggð skipaði um rekstur og skipu- lag fræðslumála og um eignamál mun auk þess á næstu dögum skila tillögum til hagræðingar. Sjá nánar frétt á bls. 2 Samninganefnd SGS yfirgaf hús ríkissáttasemjara á föstudaginn án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Nú hafa félagsmenn samþykkt verkfall sem að óbreyttu mun hefjast 30. apríl. Allt stefnir í hörð átök á vinnumarkaði Forsvarsmenn Borgarbyggðar funduðu með eftirlitsnefnd Eftir langan og fremur umhleypingasaman vetur bjóðum við sumarið velkomið með því að birta þessa sumarlegu mynd sem tekin var síðasta sumar í Skorradal. Fyrir- sætan er Sigrún Þormar sem nú býr í dalnum en starfar í Snorrastofu í Reykholti þar sem hún tekur á móti þúsundum ferðamanna á ári hverju. Rætt er við Sigrúnu í opnuviðtali í Skessuhorni í dag um fjölbreyttan starfsferil hennar. Sigrúnu hafði alltaf langað til að eiga íslenskan upphlut og í fyrra lét hún þann draum rætast og fékk Kristínu Jónsdóttur ljósmyndara og nágranna á Hálsum til að smella af sér þessari stórgóðu mynd. Sjá nánar á miðopnu. Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Gleðilegt sumar!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.