Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Akraneskaupstaður óskar íbúu� Akranes� o� Vestlendingu� öllu� gleðileg� sumar� Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars. S K E S S U H O R N 2 01 5 Laus eru til umsókna störf við íþróttamiðstöðvar/sundlaugar Borgarbyggðar í sumar. Okkur vantar bæði karl og konu í 75% störf á Kleppjárnsreykjum. Karl og konu í 75-100% störf á Varmalandi og karl og konu í 100% störf í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Unnið er á vöktum. Umsækendur þurfa að vera orðnir 18 ára og standast hæfnispróf fyrir laugaverði, vera stundvísir og hafa góða þjónustulund. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingunn í síma 898-1210/433-7140. Einnig má senda fyrirspurnir/umsóknir á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is Sumarafleysingar í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir 2 störf í „Smiðjunni“ í Ólafsvík, sem er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fatlaðs fólks. Um er að ræða 2 x 100% stöðugildi, vinnutími virka daga kl. 8.00 – 16.00. Launakjör skv. samningum SDS og sveitarfélaganna Æskilegt er, en þó ekki skilyrði, að umsækjandi búi að félagsliðamenntun og eða starfsreynslu er nýtist í starfi með fólki með fötlun. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf, umsagnar- aðila og sakavottorð viðkomandi berist til undirritaðrar sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið: Ingveldur Eyþórsdóttir, félagsráðgjafi, ingveldur@fssf.is, s. 430-7800 og 852-8702, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2015 Atvinna í boði! Brekkubæjarskóli á Akranesi hef- ur undanfarið tekið þátt í tónlist- arverkefninu „Europe 12 points! A Eurovision Song Contest!“ Það er samstarfsverkefni átta þjóða í Evr- ópu; Þýskalands, Rúmeníu, Spán- ar, Írlands, Póllands, Grikklands, Tyrklands og Íslands. Brekku- bæjarskóli fékk styrk frá evrópsku menntaáætluninni Erasmus+ upp á tæpar 56.000 evrur eða rúmar átta milljónir íslenskra króna. Verkefnið er til þriggja ára og er fyrsta skóla- árinu senn að ljúka. Ýmis verkefni hafa legið fyrir í vetur. Til dæmis tóku allir skólarnir upp jólalag. „Við sendum inn lagið Jólakötturinn. Nú síðast skiptumst við á þjóðlögum og þjóðdönsum frá hverju landi sem við tókum upp á myndband og næst á dagskrá eru þjóðsöngvar þjóð- anna,“ segir Heiðrún Hámundar- dóttur tónmenntakennari í Brekku- bæjarskóla sem hefur umsjón með verkefninu á vegum skólans. Í síðustu viku kom í tengslum við verkefnið í heimsókn til Akra- ness tuttugu manna hópur frá sjö löndum. Farið var í skoðunarferð um bæinn. Þar á meðal í Akranes- vita þar sem nemendur Brekku- bæjarskóla spiluðu og sungu fyr- ir gestina. Þá fór hópurinn í heim- sókn í Byggðasafnið í Görðum þar sem Anna Leif Elídóttir tók á móti hópnum og fræddi um söguna. Gestirnir fóru í fjallgöngu, á hest- bak og aðrir nutu sín í sundlaug- inni. Einnig voru dansaðir þjóð- dansar í Tónlistarskólanum á Akra- nesi. Ferðinni lauk síðan með ferð um Gullna hringinn og í Bláa lón- ið. Einhverjir höfðu á orði að Akra- nesvitinn og tónlistarflutningur- inn þar hafi staðið upp úr í ferð- inni. Nokkrir úr hópnum sögðust hafa gleymt sér við að fylgjast með litlum hvölum að leik við Breiðina. Ekki síst Rúmeninn í hópnum en hann var dolfallinn enda að sjá sjó í fyrsta skipti á ævinni. Snýst um fleira en tónlist Að sögn Heiðrúnar Hámundar- dóttur mun næsta skólaár byrja á popptónlistarverkefni þar sem nemendur kynna uppáhalds tón- listarfólkið sitt og gera topp tíu lista. „Þá verður spennandi að sjá hvort okkar nemendur eigi ein- hver lög sameiginleg með nem- endum frá öðrum löndum. Þó svo að verkefnið sé tónlistarverk- efni þá snýst það líka um sam- skipti milli nemenda frá ólíkum þjóðum. Nemendur skrifast á og kynnast menningu þátttökuþjóð- anna. Einnig eru fyrirhuguð nem- endaskipti milli Brekkubæjarskóla og Charlotte-Salomon Schule í Berlín og svo munu nemendur úr Brekkubæjarskóla heimsækja Es- cola Ciutat d’Alba í Katalóníu. Það er að mörgu að huga og svona samstarf þarf að skipuleggja vel. Því eru svona undirbúningsfund- ir nauðsynlegir og eru tveir fund- ir á hverju skólaári,“ segir Heið- rún. Fyrsti fundurinn vegna verk- efnisins var í Berlín síðasta haust. Annar fundurinn var núna á Akra- nesi. Á næsta skólaári verða fund- ir í Grikklandi og Tyrklandi og á þriðja árinu verða þeir á Spáni og á Írlandi. „Fundirnir okkar á Akra- nesi voru haldnir í Svöfusalnum á bókasafninu og viljum við skila þakklæti til starfsfólks bókasafns- ins sem stjanaði við okkur á meðan fundarhöldum stóð,“ segir Heið- rún. þá Tuttugu manna hópur í heimsókn vegna evrópsks tónlistarverkefnis Nokkrir erlendu gestanna spjalla við nemendur Brekku- bæjarskóla. Ljósm. kp. Hópurinn saman kominn á sal Brekkubæjarskóla síðastliðinn fimmtudag. Fagnaðarfundir voru í hópnum þegar erlendu gestirnir hittust en þeir voru frá sjö löndum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.