Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Kór Akraneskirkju heldur sín ár- legu kaffihúsakvöld í þessari viku, tvö að þessu sinni. Hið fyrra verð- ur í kvöld miðvikudaginn 22. apríl og hið síðara fimmtudagskvöld- ið 23. apríl. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin. „Í boði verður fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum og glæsilegar kaffiveitingar úr smiðju kórfélaga. Sérstakir gestir kórs- ins verða þær Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri Akraness og Sigríð- ur Thorlacius söngkona. Reg- ína kemur í sérstakt „sófaspjall“ og kaffihúsagestir fá að kynnast þessari ágætu konu aðeins betur en hún hefur verið farsæl í starfi á Akranesi. Sigríður Thorlacius mun leyfa gestum að njóta sinnar fallegu söngraddar. Kórinn flyt- ur flotta söngdagskrá en einn- ig mun Sigíður syngja með kórn- um. Meðleikari á píanó er Tóm- as Guðni Eggertsson. Aðgangs- eyrir á kaffihúsakvöldin kr. 2.500,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson kórstjóri. Forsala aðgöngumiða á kaffihúsakvöldin er í Versluninni Bjargi. mm Vetrarleikar hestamannafélags- ins Glaðs voru haldnir síðastliðinn sunnudag á reiðvellinum í Búðar- dal. Veðurguðirnir voru ekki að leika við knapa og mótsgesti þennan dag- inn en það var hífandi rok á meðan á móti stóð. Næsta mót Glaðs verð- ur haldið 1. maí n.k. og er það opið íþróttamót. Á íþróttamótið koma jafnan keppendur úr öðrum félögum og sækja og etja keppa við Glaðsfólk. Nú er bara að panta sól og blíðu fyrir 1. maí og þá er næsta víst að íþrótta- mótið verði fjölmennt og skemmti- legt mót eins og venja er. Helstu úrslit: Tölt, opinn flokkur 1. Svanhvít Gísladóttir, Lukka frá Lindarholti 2. Eyþór Jón Gíslason, Werner frá Vatni 3. Viðar Þór Ólafsson, Þíða frá Spá- gilsstöðum Tölt, unglingaflokkur 1. Einar Hólm Friðjónsson, Glói frá Króki Tölt, barnaflokkur 1. Friðjón Kristinn Friðjónsson, Glampi frá Núpakoti 2. Birta Magnúsdóttir, Baldur Bald- urss frá Búðardal. Fjórgangur, opinn flokkur 1. Inga Heiða Halldórsdóttir Næk frá Miklagarði 2. Svanhvít Gísladóttir, Þorri frá Lindarholti 3. Eyþór Jón Gíslason, Werner frá Vatni Fjórgangur, unglingaflokkur 1. Einar Hólm Friðjónsson, Glói frá Króki Fjórgangur, barnaflokkur 1. Friðjón Kristinn Friðjónsson, Glampi frá Núpakoti 2. Birta Magnúsdóttir, Dama frá Arnarbæli. Fimmgangur F2, opinn flokkur 1. Guðmundur H Sigvaldason, Kempa frá Reykhólum 2. Inga Heiða Halldórsdóttir, Frey- faxi frá Breiðabólsstað 3. Eyþór Jón Gíslason, Riddari frá Spágilsstöðum. ss/ Ljósm. bae. Vetrarleikar Glaðs í hvassviðri Egill Guðlaugsson í Badminton- félagi Akraness var meðal kepp- enda á Íslandsmótinu í badmin- ton sem fram fór í Reykjavík um þarsíðustu helgi. Egill náði tíma- mótaárangri þegar hann komst í úrslitaviðureignina í meistara- flokki. Ekki er vitað til að karl- spilari frá Akranesi hafi áður náð þeim árangri að sögn Birg- ittu Rán Ásgeirsdóttur formanns Badmintonfélags Akraness. Eg- ill tapaði 2:0 í úrslitum fyrir Kára Gunnarssyni TBR sem vann sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á jafn- mörgum árum. Í undanúrslit- um vann Egill Atla Jóhannesson TBR 2:1 í hörkuspennandi viður- eign. Þá keppti Egill í tvíliðaleik ásamt Magnúsi Helgasyni TBR en þeir töpuðu í undanúrslitum fyrir Bjarka Stefánssyni og Daní- el Thomsen. Egill keppti einnig í tvenndarleik ásamt Drífu Harð- ardóttur Badmintonfélagi Akra- ness. Þau unnu einn leik en duttu út í annarri umferð. Ljóst er af frammistöðunni í einliðaleiknum á Íslandsmótinu að Egill á fram- tíðina fyrir sér í badmintoninu en hann er aðeins 23 ára. þá Tímamótaárangur hjá Agli á Íslandsmótinu í badminton Egill með silfurverðlaunin á Íslands- mótinu. Sædís Guðlaugsdóttir garðyrkju- fræðingur hefur rekið Gróðrar- stöðina Gleym-mér-ei í Borgar- nesi undanfarin 29 ár. Hún ræktar og selur selur á sama stað mikið úr- val fjölærra plantna ásamt úrvali af sumarblómum, kál- og kryddjurt- um. Hún ræktar meðal annars sjö mismunandi tegundir af myntu og eru margar þeirra ansi framandi. „Ég er núna búin að koma á legg sjö ólíkum tegundum. Þar á meðal er fjölær piparmynta sem er rótgró- ið og þekkt afbrigði sem allir ættu að geta ræktað. Hinar tegundirnar mínar eru myntublóðberg, súkk- ulaðimynta, appelsínumynta, epla- mynta, ananasmynta og jarðar- berjamynta. En ég kalla eftir eintaki af sítrónumyntu. Ef einhver lum- ar á slíkri má hinn sami hafa sam- band við mig,“ segir Sædís. Plönt- urnar gefa af sé allt sumarið og er hægt að nota hinar ólíku myntuteg- undir í eftirrétti, heilsudrykki, te og alla matargerð. eha Mikið úrval myntuplantna í Gleym-mér-ei Sædís Guðlaugsdóttir er hér með hluta myntuúrvalsins sem hún ræktar í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei við Sólbakka í Borgarnesi. Myntublóðbergið er hið besta í drykki á borð við Mojito og eru blöð þeirrar myntu slétt og falleg áferðar. Tvö kaffihúsakvöld Kórs Akraneskirkju Skíðaáhugafólk í Grundarfirði boð- aði til opins fundar á veitingastaðn- um Rúben síðastliðið miðvikudags- kvöld. Góð mæting var á fundinn og greinilega mikill áhugi fyrir málinu en langt er síðan hægt var að stunda skíðaíþróttina á Snæfellsnesi. Fund- argestir ræddu mögulega staðsetn- ingu fyrir skíðasvæði en ljóst er að um miklar framkvæmd yrði að ræða. Helst var rætt um svæðið við Eld- hamra fyrir ofan Grundarfjörð en þar er jafnan nægur snjór á veturna. Þá þyrfti að koma til vegagerðar upp í hlíðina ásamt kostnaði við að koma upp skíðalyftu. Nú er bara spurn- ingin sú hvort eldmóður Snæfell- inga smiti út frá sér og hægt verði að bregða sér á skíði á Snæfellsnesi á næstu árum, en tíminn verður að leiða það í ljós. tfk Skíðaáhugafólk kom saman í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.