Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir átaki til að fá konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur dregist saman und- anfarin ár og er víða undir 50%. Þátttakan hefur sérstaklega dregist saman á landsbyggðinni en á árum áður var ávallt betur mætt í krabba- meinsleit á landsbyggðinni. Rósa Marinósdóttir sviðsstjóri hjúkrun- ar á heilsugæslusviði Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands segir í sam- tali við Skessuhorn að sú breyting hafi átt sér stað árið 2014 að hætt var að fara með brjóstamyndatæk- ið á Akranes, Selfoss og Keflavík. Konur af þessu svæði þurfa að fara til Reykjavíkur á leitarstöðina. „Áfram verður gerð leghálsskoð- un á Akranesi og einnig varð sú breyting að ljósmæður eru búnar að gangast undir þjálfun til að taka leghálssýnin. Nú eru allar konur frá 20 – 65 ára boðaðar í leghálsskoð- un á þriggja ára fresti. Konur 40 – 65 ára fá einnig boð á tveggja ára fresti um brjóstamyndatöku. All- ar konur á aldrinum 23-65 ára sem hafa einhvern tímann lifað kyn- lífi ættu að þiggja boð um legháls- krabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvæg- asta heilsuvernd sem konum stend- ur til boða,“ útskýrir Rósa. „Á Akranesi er hægt að panta tíma í krabbameinsskoðun hjá ljós- móður sem nú er Jóhanna Ólafs- dóttir. Í Borgarnesi er boðið upp á leghálsskoðun einu sinni í mán- uði og þar er Linda Kristjánsdóttir sem framkvæmir skoðunina. Í Búð- ardal, Hólmavík og Hvammstanga sér Helga Hreiðarsdóttir um skoð- unina og það er gert í samráði við heilsugæsluna á viðkomandi stöð- um. Okkur hefur því miður ekki enn tekist að framkvæma þessar skoðanir á Snæfellsnesinu; í Ólafs- vík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Þar stöndum við fyrir hópleit sem er annað hvert ár, það kemur þó að því að það takist að bjóða upp á þessar skoðanir reglulega þar,“ segir Rósa að endingu og hvetur jafnframt allar konur til að mæta í krabbameinsleit þegar þær fá boð um að mæta. eha Nýtt skipulag á krabba- meinsleit HVE Rósa segir að skipulögð legháls- krabbameinsleit skili miklum árangri og að dánartíðni hafi lækkað um 90% síðan hún hófst. Miðvikudaginn 15. apríl var 71. árs- þing Íþróttabandalags Akraness haldið og var það bæði líflegt og vel sótt. Fjölmörg mál lágu fyrir þinginu og róttækar breytingar lagðar fram á mörgum reglugerðum bandalagsins sem hafa verið óbreyttar um langan tíma. Að sögn Sigurðar Arnars Sig- urðssonar, formanns stjórnar, hefur starf ÍA eflst mikið og aðildarfélög- um fjölgar stöðugt. Átjánda aðild- arfélagið, Klifurfélag Akraness, hef- ur sótt um inngöngu auk þess sem fleiri félög eru komin á undirbún- ingsstig. Sigurður Arnar segir að lið- ið starfsár hafi verið gott ÍA ár. Mikil og góð virkni hafi verið í öllum að- ildarfélögum, fjöldi Íslandsmeist- aratitla í ólíkum íþróttagreinum og aldursflokkum. Fjárhagsleg staða sé traust, skipulag gott og hugur í félagsmönnum að sækja fram fyrir ÍA og Akranes. Á aðalfundinum kom fram að upp- gjör ÍA ber þess glöggt merki að mik- il vinna hefur farið fram innan aðild- arfélaga að ná sem bestum tökum á fjárhag og rekstri. Starfsárið á undan var allnokkur hallarekstur á mörg- um félögum og hefur fólk keppst við að rétta þann halla af og tryggja sem öruggastan rekstur. Þessi vinna hef- ur skilað miklum árangri og sameig- inlega skilar félagið góðu uppgjöri. Tekjur voru alls rúmar 327 milljón- ir króna en rekstrargjöld rúmar 317 milljónir. Hagnaður var því rúmar tíu milljónir sem mun koma sér vel í áframhaldandi uppbyggingu íþrótta- starfsemi á Akranesi. Í samræmi við lög ÍA var ný fram- kvæmdastjórn kosin. Sigurður Arn- ar Sigurðsson var endurkjörinn for- maður, Helga Sjöfn Jóhannesdótt- ir varaformaður og Sigurður Elvar Þórólfsson ritari. Karítas Jónsdótt- ir kom ný inn í stjórnina og verður gjaldkeri og Birna Björnsdóttir með- stjórnandi. Í varastjórn eru þau Svava Þórðardóttir og Brynjar Sigurðsson. Bjarki Jóhannesson, Sigríður Ragn- arsdóttir og Steindóra Steinsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og var þeim þökkuð mikil og góð störf. Meðal reglugerðarbreytinga á þinginu má nefna kjör á íþrótta- manni Akraness. Helsta breyting- in er sú að eitt atkvæði skal nú fara í rafræna kosningu meðal allra bæj- arbúa en önnur níu meðal valinna fulltrúa sem fyrr. Þar af fer ÍA með fimm atkvæði eins og áður, Akranes- kaupstaður þrjú og fjölmiðlar eitt. Rafrænt atkvæði er tilraun til að gera alla bæjarbúa á Akranesi þátttakend- ur í þessu kjöri og efla kynningu á af- reksíþróttamönnum og aðildarfélög- um. þá Tíu milljóna króna hagnaður ÍA Fimleikar eru ein þeirra íþrótta sem hefur verið í sókn á Akranesi. Myndin er af verðlaunahöfum frá síðasta ári, stúlknaliði frá FIMA. Ársreikningur Grundarfjarðar- bæjar var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þriðjudag- inn 14. apríl. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikn- ingi A og B hluta var jákvæð upp á 41,8 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 13,1 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er umtals- vert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Eigið fé sveitarfélagsins var 492,8 milljónir króna í árslok 2014 og eiginfjárhlutfall er 25,6% en var 22,2% árið áður. Rekstrartekjur samstæðunn- ar voru 869,7 millj. kr., þar af voru 733,8 millj. kr. vegna A- hluta. Framlegðarhlutfall rekstr- ar af samanteknum ársreikningi var 17,8% en 13,4% af A hluta. Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.435 millj. kr. og skuldaviðmið 161,1% en var 173,1% árið áður. Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 105,7 milljónir króna og hand- bært fé í árslok 44,9 millj. kr. en var 63,5 millj. kr. árið áður. Laun og launatengd gjöld voru á síðasta ári 385,4 milljónir. Afskriftir voru 48,9 milljónir. Fjármagnsgjöld voru 63,9 milljónir. Eignir Grund- arfjarðarbæjar eru samtals metnar á 1.927.858 króna samkvæmt árs- reikningnum. þá/ Ljósm. tfk. Rekstrarbati hjá Grundarfjarðarbæ Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir 2014 hafa verið lagðir fram í bæjarráði. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur A-hluta sjóðsins var jákvæður um 292 milljónir króna. Það er 154 milljónum yfir áætl- un sem hafði gert ráð fyrir að A- hlutinn yrði 138 milljónum rétt- um megin við strikið. Rekstrarnið- urstaða B-hlutans varð hins vegar neikvæð um 146 milljónir króna og nokkru verri en gert hafði verið ráð fyrir. Áætlað var að hún yrði nei- kvæð um 91 milljón. Samanlögð rekstrarniðurstaða A og B-hluta varð því jákvæð um 149 milljónir króna. Í A-hluta reikninga Akranes- kaupstaðar er aðalsjóður bæjar- ins, eignasjóður, sorpstöðin Gáma, byggðasafnið og Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. Heildar skuldir og skuldbindingar námu 5.452 milljónum króna í lok síð- asta árs. Sambærileg tala fyrir 2013 var 5.257 milljónir. Lífeyrisskuld- bindingar jukust um 225 milljónir á árinu og voru 2.761 milljónir um síðustu áramót. Heildar rekstrar- tekjur A-hlutans urðu 4.720 millj- ónir en gert hafði verið ráð fyrir að þær yrðu 4.472 milljónir á árinu 2014. Undir B-hluta reikninganna falla Fasteignafélag Akraneskaup- staðar ehf., Háhiti ehf. og dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði. Svokallað skuldaviðmið í sam- stæðureikningi Akraensbæjar þar sem bæði A og B-hluti eru tekn- ir saman er 91% en var 113% árið 2013. Skuldahlutfall hefur lækkað úr 129% árið 2013 í 126% á síðasta ári. Veltufé frá rekstri nam 14,7% á síðasta ári en var 12,8% árið 2013. Framlegð bæjarfélagsins í heild dróst saman á síðasta ári. Hún var 8,2% árið 2013 en féll í 4,2% á síð- asta ári. Til frekari glöggvunar þá má nálgast ársreikninga Akranes- kaupstaðar á heimasíðu bæjarins. mþh Jákvæð rekstrarafkoma hjá Akraneskaupstað Þriðjudaginn 14. apríl var ársreikn- ingur Snæfellsbæjar fyrir 2014 af- greiddur í bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samkvæmt reikningn- um gekk rekstur Snæfellsbæjar vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða sveitar- félagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B- hluta var jákvæð um 214 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 77 milljónir króna. Rekstrarafkom- an varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 137 milljónum króna. Rekstrarniður- staða A-hluta var jákvæð um 127,8 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 34 milljónir. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 82 milljónum. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.605 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.043 millj. króna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.907 milljón- um króna samkvæmt samantekn- um rekstrarreikningi fyrir A- og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.800 millj- ónir króna. Rekstrartekjur A- hluta voru um 1.497 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstr- artekjum um 1.418 milljónir króna. Laun og launatengd gjöld sveitar- félagsins námu um 907 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveit- arfélagsins nam 139 stöðugildum í árslok. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 318,9 milljónir í varanlegum rekstr- arfjármunum og ný lán voru tekin að upphæð 59 milljónir. Greidd voru niður lán að fjárhæð 155,7 milljón- ir. Hlutfall reglulegra tekna af heild- arskuldum og skuldbindingum er 86,35% í samanteknum ársreikningi en var 90,62 árið 2013. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Veltufé frá rekstri var 200,5 milljónir króna og veltufjárhlutfall var 1,05. Hand- bært fé frá rekstri var 204,8 millj- ónir króna. Heildareignir bæjar- sjóðs námu um 3.436 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í sam- anteknum ársreikningi um 4.379 millj. króna í árslok 2014. Heildar- skuldir bæjarsjóðs voru um 1.394 milljónir króna og í samantekn- um ársreikningi um 1.774 milljónir króna, og lækkuðu þar með milli ára um 39 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 59,44% á á árinu 2014 en var 57,44 árið áður. þá Góð afkoma hjá Snæfellsbæ á síðasta ári

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.