Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Page 1

Skessuhorn - 20.05.2015, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 18. árg. 20. maí 2015 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Útskriftarfötin Jakkaföt Skyrtur Stakir jakkar Stakar buxur Bindi Slaufur Skór Belti Nýtt kortatímabil 22. maí 15% AFSLÁTTUR Nemendur frá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, sóttu sjókajaknámskeið á Breiðafirðinum í síðustu viku. Þeir voru staddir í Stykkishólmi þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að garði. Þá voru nemendur staddir í Maðkavík í Stykkishólmi. Námskeiðið er hluti af átta mánaða löngu leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku sem skólinn hefur boðið upp á í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada. Um er að ræða 60 eininga háskólanám sem fer að hálfu fram hér á landi og hentar það einkum áhugamönnum um ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Að námi loknu eiga nemendur svo möguleika á að starfa á fjölbreyttum vettvangi í ört vaxandi heimi ævintýraferðamennskunnar. kgk/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi hefur ákveðnar skoðanir á málefnum bæjarins. Hún segir þó að pólitíkin móti stefnuna og að hennar starf sé að framfylgja henni. Hún er hlynnt sameiningu sveitarfélaga og vill sjá blandaða byggð íbúða og atvinnu- starfsemi á Sementsreitnum. Henni finnst vanta meiri sérhæfingu í stjórn- sýslu- og skipulagsmálum á Akranesi og hún er hugsi yfir ferðaþjónustunni á Skaganum. Ítarlegt viðtal við Reg- ínu má finna á bls. 16-17 þar sem rætt er við hana um ýmis málefni Akranes- kaupstaðar, svo sem framtíð Kútters Sigurfara, ferðaþjónustuna, Sements- reitinn og margt fleira. Bæjarstjórinn í viðtali Húsasmiðir frá trésmiðjunni Akri á Akranesi unnu nú í vikunni við að reisa vandað gróðurhús á lóð Fjöliðjunnar á Akranesi. „Þetta er mjög spennandi verkefni sem gef- ur fólkinu kost á að geta séð eitt- hvað vaxa úr moldinni og hlúa að því. Hugsunin er sú að fara hægt og bítandi út í ýmsa ræktun í þessu húsi. Ég held að þetta verði mjög skemmtileg viðbót við allt annað sem gert er á vegum Fjöliðjunnar. Þetta verður rúmlega 70 fermetra hús, trégrind á steyptum sökkli. Húsið verður svo klætt með gegn- sæju plasti sem hleypir gegnum sig sólarljósi. Það verður líka lagður í það hiti. Þarna verður svo lítið for- dyri þar sem hægt verður að skola mold af stígvélum og hjólastól- um,“ segir Guðmundur Páll Jóns- son forstöðumaður Fjöliðjunnar. Það er Akraneskaupstaður sem kostar framkvæmdina sem hljóðar upp á 8 til 10 milljónir króna. Hús- ið á að standa tilbúið nú síðsumars. Á lóðinni sem það stendur á stóð fyrir nokkrum árum til að reisa stækkun við húsakost Fjöliðjunnar. „Þessi stækkunaráform voru 2007 eða þar um bil. Málið var komið svo langt að það átti sér stað útboð en svo bárust engin tilboð í verk- ið. Það tafðist því að hafist yrði handa. Síðan kom efnahagshrun- ið 2008 og þetta verkefni er ekki í neinum pípum í dag. Hugmyndin um að reisa þarna gróðurhús hefur svo þróast í staðinn.“ Á morgun, fimmtudag, verð- ur opinn dagur hjá Fjöliðjunni á Akranesi. Það er svokallaður „Dagur góðra verka.“ Húsið verð- ur opið frá klukkan 13 – 15 og eru allir velkomnir. mþh Gróðurhús rís við Fjöliðjuna á Akranesi Smiðir frá Akri framan við gróðurhús Fjöliðjunnar á Akranesi sem þeir unnu við að reisa á þriðjudag. Frá vinstri: Hafþór Pétursson, Jón Karlsson, Sigurður Sjafnar Ingólfsson og Björn Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.