Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Side 5

Skessuhorn - 20.05.2015, Side 5
5MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Opnunartími í sumar 15. maí – 1. september Alla daga frá 08:00 – 17:00 *Opið mán - lau yfir vetrartíma frá 9-16 Nesvegur 1 • Stykkishólmur • Sími 438 1830 • Nesbrauð ehf Nýbakað brauð og bakkelsi, súpa, salat og smurðar langlokur. Velkomin SK ES SU H O R N 2 01 5 „Hamarsvöllur kemur vel undan vetri, mjög vel og miklu betur nú en undanfarin ár,“ sagði Jóhann- es Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og vallar- stjóri á Hamarsvelli, þegar blaða- maður Skessuhorns ræddi við hann í vikunni. Völlurinn var opn- aður fyrstu helgina í maí og fyrsta opna mót sumarsins var haldið síðasta laugardag, 16. maí. „Við gerðum miklar breyting- ar á vellinum í vetur. Allar braut- ir hafa verið breikkaðar og lengdar með slætti. Karginn er horfinn og völlurinn orðinn miklu spilavænni. Boltinn er því sjáanlegur alls stað- ar svo lengi sem maður er innan vallar. Það kemur sér mjög vel fyr- ir okkar kúnnahóp, sem er þessi hefðbundni kylfingur með 20+ í forgjöf,“ sagði Jóhannes. „Hingað koma margir golfarar úr Reykja- vík og leika einn og einn hring. Á góðu ári erum við með um það bil 14 þúsund leikna hringi.“ Átak í 310 og 311 Að sögn Jóhannesar hefur iðkend- um í golfi fjölgað stöðugt frá ári til árs og fjöldinn í klúbbnum er að skríða yfir 200 félagsmenn. „Svo fórum við af stað með átak núna hér í Borgarbyggð, í póstnúmer- um 310 og 311. Við bjóðum fólki að gerast félagsmenn fyrir tiltölu- lega lágt gjald eða 20 þúsund krón- ur fyrir einstaklinginn og 30 þús- und fyrir hjónin, eða svokallað ný- liðagjald. Það hefur verið tekið vel í þetta átak hjá okkur. Við erum jafnframt alltaf að kynna starf- semina,“ bætir hann við og segir Hamarsvöll þónokkuð vel þekkt- an meðal golfara almennt. Þeim þyki völlurinn bæði skemmtilegur að leika, í fallegu umhverfi og með fjölbreyttar brautir, sumar umlukt- ar skógi og vatnstorfærum. Fjöldi móta framundan „Golfklúbbur Borgarness heldur nokkur opin mót í sumar sem og fjölda innanfélagsmóta. Enn frem- ur hefur okkur verið treyst fyrir að halda Sveitakeppni GSÍ í efstu deild. Á Hamarsvöll munu þá mæta sumir af bestu kylfingum landsins og keppa með sínu liði fyrir hönd síns félags í þriggja daga keppni. Sveitakeppnin er með skemmti- legri keppnisformum. Jafnframt munum við halda eitt unglingamót fyrir GSÍ, Íslandbankamótaröð- in, þar sem rjóminn af hæfileika- ríkustu yngri kylfingum landsins keppa. Áhorfendur eru að sjálf- sögðu velkomnir á báða þessa við- burði,“ sagði Jóhannes. Aðspurður hvort þurrkur und- anfarinna vikna hafi ekki komið illa við Golfklúbb Borgarness segir Jóhannes svo ekki vera. „Þurrkur- inn gaf okkur tækifæri til að vinna í vellinum, hann hefur því ekkert aftrað okkur. Það er búið að vinna mjög mikið í flötunum í allt vor, „toppdressa“ þær tvisvar og valta þær allar. Þetta hefur mikið til verið gert í sjálfboðavinnu félags- manna. Það er mikill hugur í þeim og vinnuframlag þeirra ómetan- legt. Ég get því lofað því að völl- urinn verður í toppstandi í sumar. Jafnframt er fínna slitlagið kom- ið á veginn að Hamri sem og nýju bílastæðin, en bílastæði við skál- ann, umhverfi vélageymslu og æf- ingasvæðis hafa fengið nýtt mal- arþrifalag“ sagði Jóhannes að lok- um. kgk Miklar breytingar hafa verið gerðar á Hamarsvelli fyrir sumarið Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og vallarstjóri á Hamarsvelli.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.