Skessuhorn - 20.05.2015, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Alvarleg staða er komin upp hjá
Slökkviliði Snæfellsbæjar vegna
deilna um tryggingamál. Slökkvi-
liðsmenn funduðu í síðustu viku
í Ólafsvík vegna uppsagnar Svans
Tómassonar slökkviliðsstjóra.
Sögðu slökkviliðsmenn í samtali
við fréttaritara Skessuhorns að
verði slökkviliðsstjórinn ekki end-
urráðinn, áður en uppsagnafrestur
þeirra rennur út, munu þeir allir
sem einn hætta þótt samningar ná-
ist í deilu þeirra um tryggingamál
við Snæfellsbæ. Segja þeir einnig
að þessi uppsögn slökkviliðsstjór-
ans hafi tekið hjartað úr liðinu.
Segja þeir að stífni gæti í samskipt-
um við bæjaryfirvöld og að ekki
hafi verið fundað með þeim. Eins
og staðan blasi við þeim nú verði
ekkert starfandi slökkvilið í Snæ-
fellsbæ frá og með 1. ágúst næst-
komandi.
Eins og fram kom í Skessuhorni
í síðustu viku var Sigurður Sveinn
Guðmundsson gerður að slökkvi-
liðsstjóra tímabundið. Nú hafa
fimm liðsmenn hætt störfum af 20
manna slökkviliði. Svanur Tóm-
asson fráfarandi slökkviliðsstjóri
hafði verið í slökkviliðinu í 30 ár
og síðustu tíu ár sem þeirra yfir-
maður. „Það er honum að þakka
að menn eru vel þjálfaðir í starfi
sínu. Svanur hefur náð að byggja
upp eitt af bestu slökkviliðum á
landinu. Þetta er ófremdarástand,“
sögðu slökkviliðsmennirnir í sam-
tali við fréttaritara. „Það eina sem
við viljum fá eru betri samningar
í sambandi við launatengda slysa-
tryggingu. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem við höfum aflað
frá tryggingafélögum kostar slík
trygging bæjarsjóð rúmar 200 þús-
und krónur á ári fyrir allt slökkvi-
liðið.“
Málið í farvegi
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar vildi aðspurður, þegar
eftir því var leitað, ekki tjá sig um
málið að svo stöddu, nú þegar það
væri komið inn á borð Landssam-
bands slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna annars vegar og til
Samtaka sveitarfélaga hins vegar.
„Það er rétt að gefa þeim tíma til
að vinna að lausn málsins,“ sagði
Kristinn.
Segir brotið á
slökkviliðstjóra
Sverrir Björn Björnsson, formað-
ur Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, segir að
klárlega sé verið að brjóta á kjara-
samningi slökkviliðsstjórans frá-
farandi í Snæfellsbæ. „Það vant-
ar allar starfslýsingar og ráðning-
arsamninga. Ekki er greitt fyr-
ir stjórnendur bakvakta auk þess
sem önnur atriði eru til skoðun-
ar hjá okkur. Sveitarstjórnin hef-
ur ekki samþykkt brunarvarnar-
áætlum sveitarfélagsins sem kom
inn í lög um brunamál árið 2000.
Væri áætlunin í gildi mætti leiða
líkum að því að málin væri með
öðrum hætti hjá slökkviliði sveit-
arfélagsins,“ sagði Sverrir Björn.
„Við erum að vinna í samningum
við Snæfellsbæ um laun og kjör
auk trygginga, en þessi samnings-
gerð tekur mun lengri tíma en ég
átti von á. Það er erfitt að benda
á eitt atriði sem tefur fyrir samn-
ingum. Mannvirkjastofnum ber að
rannsaka hvað sé um að vera í Snæ-
fellsbæ. Það er lagaleg skylda sveit-
arfélagsins að halda uppi virkum
brunavörnum í sveitarfélaginu,“
sagði Sverrir Björn Björnsson að
endingu.
af
Mikill kurr í slökkviliðsmönnum í Snæfellsbæ
Hluti slökkviliðsmanna í Snæfellsbæ á fundi í síðustu viku þar sem rætt var um þá stöðu sem komin er upp hjá slökkviliðinu.
Iðjuþjálfunarfræði BS
Hjúkrunarfræði BS
Sjávarútvegsfræði BS
Náttúru- og auðlindafræði diplóma
Viðskiptafræði BS
Félagsvísindi BA
Fjölmiðlafræði BA
Kennarafræði, leik- og grunnskólastig BEd
Diplómanám í leikskólafræðum
Nútímafræði BA
Sálfræði BA
Ingibjörg Smáradóttir,
sími 460 8036
netfang: ingibs@unak.is
að kynna sér hvernig fyrirkomulag er í því námi sem þeir hyggjast innrita sig í.
Umsóknarfrestur til 5. júní
Heiða Kristín Jónsdóttir,
sími 460 8039
netfang: heida@unak.is
Fyrirspurnir um kennaranám:
Torfhildur S. Þorgeirsdóttir,
sími 460 8042
netfang: torfhild@unak.is
Ása Guðmundardóttir,
sími 460 8037
netfang: asa@unak.is
Upplýsingar um námið veitir
Upplýsingar um námið veita
Upplýsingar um námið veitir
Fjarnám
VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
unak.is