Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Síða 12

Skessuhorn - 20.05.2015, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Fjölþætt hlutverk hússins „Markmið okkar leigutakanna að Brúarási er að hefja uppbyggingu í og við félagsheimilið í því skyni að efla uppsveitir Borgarfjarðar sem eftirsóknarverðan áfangastað fyr- ir ferðamenn. Fyrirsjáanlegt er að stóraukinn straumur ferðamanna muni á næstu árum leggja leið sína á þessar slóðir og markmið okkar er að nýta þetta fallega hús sem grunn til að byggja upp aðstöðu til að koma til móts við óskir nútíma ferða- manna um fjölbreytta afþreyingu og upplifun,“ sagði Martha Eiríksdóttir talmaður hins nýja félags sem nefn- ist Brúarás. „Við leigutakarnir lítum á þetta verkefni, ásamt ísgöngunum í Langjökli, glæsilegri uppbyggingu á Húsafelli og víðar hér í uppsveit- unum, sem mikilvægan lið í að gera svæðið að einstökum áfangastað fyr- ir ferðamenn,“ sagði Martha. Hún segir að nú þegar leigusamningur um húsið sé í höfn verði hafist handa við að móta nánar hugmyndafræð- ina á bakvið fyrirtækið og starfsem- ina næstu árin. „Við munum reka hér menningartengda ferðaþjón- ustu, upplýsinga- og þjónustumið- stöð fyrir ferðamenn auk þess að Brúarás mun áfram gegna hlutverki félagsheimilis fyrir íbúa Hálsasveitar og Hvítársíðu. Byggt verður á þeirri hugmyndafræði í rekstri staðarins. Hér verður veitingasala og versl- un með íslenska hönnunar- og mat- vöru og hugmyndin að byggja nátt- úruböð sem næst húsinu þar sem ferðamönnum gefist kostur á að njóta hins einstaka útsýnis til jökla, hrauns og vatna um leið og þeir baða sig í heitu vatni sem kemur úr Áslaugum hér í landi Stóra-Áss. Hér verður jafnframt aðstaða fyrir tón- leika og sýningahald.“ Martha segir að það hafi einkum verið tvennt sem nýverið kom fram í stórri könnun meðal ferðamanna hér á landi þegar skoðað var hvað vantaði í þjónustu. „Annað atriðið var að víða vant- ar fjölbreyttari og betri mat. Hins vegar er skortur á upplýsingagjöf til ferðafólks. Úr þessu viljum við bæta og höfum sem útgangspunkt þegar við byrjum stefnumótun okkar.“ Skila jörðinni betri til næstu kynslóðar Leigutakar að húsinu segja félags- heimilið Brúarás um margt gott hús og vel staðsett á bökkum Hvítár. Þar er nægt landrými og stórbrotið út- sýni til jökla og hrauns. Húsið sé auk þess svipmikið og mikill arkitektúr í því, enda teiknaði það Ólafur Sig- urðsson, einn af þremur arkitekt- um sem teiknuðu Borgarleikhúsið á sínum tíma. Leigutakarnir segja að vissulega þurfi að ráðast í mikl- ar endurbætur á húsinu sem marg- ar falli þó undir eðlilegt og tímabært viðhald. Einhverju þarf þó að breyta til að þjóna nýjum markmiðum og þurfi meðal annars að koma upp góðu eldhúsi. Þá sé líklegt að ráðist verði í viðbyggingar við húsið. „Við leggjum þó áherslu á að þau félög sem eiga félagsheimilið geti áfram átt hér innhlaup fyrir sína starf- semi og fögnum því að náðst hafi þessi lending að gera langtímaleigu- samning. Það er í gangi öflug upp- byggingu ferðaþjónustu hér í upp- sveitum Borgarfjarðar og við viljum gjarnan bæta við enn einum hlekkn- um í að auka fjölbreytni og valkosti fyrir ferðamenn og styrkja þar með svæðið til langrar framtíðar,“ sagði Helgi Eiríksson á Kolsstöðum við þetta tilefni. Kolbeinn Magnússon bóndi og húsasmiður í Stóra-Ási fagnar einn- ig þessum áfanga að náðst hafi sátt um leigu á húsinu og að nú geti framkvæmdir hafist við uppbygg- ingu og endurbætur. „Hann fað- ir minn sagði alltaf að við ættum að skila jörðinni betri af okkur en við tókum við henni. Við gerum okkur vonir um að hér sé að hefjast upp- bygging sem muni efla þetta sam- félag og auka atvinnumöguleika, ekki síst fyrir unga fólkið okkar sem margt hefur áhuga á að setjast hér að til langframa. Hér er því að hefjast nýr kafli í sögu þessa húss sem mun færa því fjölbreyttara hlutverk en verið hefur og glæða það lífi á ný,“ sagði Kolbeinn. mm Travel West Iceland – Ferðablað Vesturlands 2015 kom úr prent- un síðastliðinn miðvikudag og hófst dreifing þess þá um morgun- inn þegar fyrstu eintökin voru af- hent á aðalfundi Ferðamálasam- taka Vesturlands. Blaðið er prentað í 45.000 eintökum og dreift um allt land. Þetta er í sextánda skipti sem Skessuhorn gefur þetta rit út. Blað- ið er að þessu sinni 132 síður, prýtt miklum fjölda ljósmynda og upp- lýsinga bæði á ensku og íslensku um Vesturland, allt frá Hvalfirði, um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali til Reykhólasveitar. Sem fyrr er blaðið eingöngu fjármagn- að með sölu auglýsinga. Ferða- blað Vesturlands verður hægt að nálgast á fjölförnum ferðamanna- stöðum, upplýsingamiðstöðum og víðar. Ferðaþjónustufyrirtækj- um er bent á að hægt er að nálg- ast eintök í Markaðsstofu Vestur- lands í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Þá er einnig hægt að hlaða niður raf- rænni útgáfu af blaðinu í gegnum heimasíðu Skessuhorns. Upplagt er að nota rafræn eintök til að senda viðskiptavinum og væntanlegum gestum hvar í heiminum sem þeir eru. mm Skellt í köku í tilefni útgáfu nýs ferðablaðs Í tilefni útgáfunnar var skellt í tertu og má hér sjá hluta starfsfólks Skessuhorns sem kom að útgáfunni auk Jónasar H Ottóssonar ljósmyndara forsíðumyndar. Síðastliðinn föstudag var skrifað undir leigusamning á félagsheim- ilinu Brúarási í Hálsasveit til nýs fyrirtækis sem hlotið hefur nafnið Brúarás ehf. Fljótlega verður haf- ist handa við lagfæringar á húsinu með það fyrir augum að þar hefji á næsta ári starfsemi nýtt menningar- tengt ferðaþjónustufyrirtæki. Eign- arhald félagsheimilisins hefur ver- ið á höndum fjögurra félaga auk sveitarfélagsins. Það eru kvenfélög Hálsasveitar og Hvítársíðu, bún- aðarfélög beggja sveita auk Borg- arbyggðar. Við leigu á húsinu nú afsalaði Búnaðarfélag Hálssveit- ar sínum eignarhluta í húsinu til kvenfélagsins í Hálsasveit. Leigu- samningurinn er til 30 ára en í hon- um felst meðal annars að félögin fá húsið áfram til notkunar fyrir ýmis mannamót á þeirra vegum. Athafnafólk sem tengist svæðinu „Það er sveitarfélaginu Borgar- byggð og öðrum eigendum Brúa- ráss mikið ánægjuefni að gerður hefur verið langtíma leigusamning- ur um félagsheimilið,“ sagði Kol- finna Jóhannesdóttir sveitarstjóri við þetta tilefni. „Leigutakar eru öfl- ugur hópur athafnafólks sem tengist svæðinu sterkum böndum og hef- ur brennandi áhuga á faglegri upp- byggingu ferðaþjónustu og sköpun atvinnutækifæra í uppsveitum Borg- arfjarðar,“ sagði hún. Hópurinn sem um ræðir tengist húsinu og þá eink- um Stóra-Ási, en félagsheimilið er byggt úr landi jarðarinnar. Þetta eru bræðurnir Kolbeinn og Andr- és Magnússynir, Lára Gísladóttir eiginkona Kolbeins og Martha Ei- ríksdóttir eiginkona Andrésar auk Helga Eiríkssonar bróður henn- ar og athafnamanns á Kolsstöðum í Hvítársíðu. Fleiri koma einnig að verkefninu og má þar nefna hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríði Mar- gréti Guðmundsdóttur en þau hafa á undanförnum árum leitað heppi- legrar staðsetningar í uppsveitum Borgarfjarðar til uppbyggingar nátt- úrubaða. Leigusamningur um félagsheimilið Brúarás til nýs ferðaþjónustufyrirtækis Ætla að byggja upp lifandi menningarmiðstöð Hópurinn sem kom saman í Brúarási síðastliðinn föstudag til að staðfesta 30 ára leigusamning um húsið. Félagsheimilið Brúarás er á krossgötum í uppsveitum Borgarfjarðar, byggt úr landi Stóra-Áss. Fjárfestahópurinn sem stendur að nýju félagi um húsið á einmitt rætur þar. Fulltrúar leigutaka og leigusala eru hér að hefja undirritun skjala sem staðfesta leigu hússins. Vortónleikar og skólaslit voru í Tónlistarskóla Grundarfjarðar á sunnudaginn. Fóru þeir fram í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar stigu nemendur á svið og leyfðu gestum að njóta afraksturs vetrar- ins. Það er ljóst að það er nóg af efnilegum hljóðfæraleikurum og söngvurum í Tónlistarskóla Grund- arfjarðar því að þeir voru ófáir sem sungu og léku listir sínar. tfk Sungið og spilað inn í sumarið á skólaslitum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.