Skessuhorn - 20.05.2015, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Borgfirðingar minnast Jónasar Árna-
sonar (1923-1998), kennarans, skálds-
ins og alþingismannsins með kvöld-
stund í Logalandi á afmælisdegi hans,
fimmtudaginn 28. maí næstkomandi
klukkan 21. Þar verður litið yfir farinn
veg hans og þeirra hjóna beggja, Jón-
asar og Guðrúnar (1923-1997), en þau
bjuggu lengi í Reykholtsdal.
Minning Jónasar Árnasonar hlýt-
ur fyrst og fremst að litast af því hve
marga strengi mannlífsins hann snerti
og hve samstíga þau hjón voru í öll-
um verkefnum, sem fyrir þau lögð-
ust. Í Reykholtsdal er Jónasar fyrst og
fremst minnst sem kennara við Hér-
aðsskólann í Reykholti, rithöfundar,
alþingismanns og máttarstólpa í leik-
starfi Ungmennafélags Reykdæla og
bæði áttu þau Guðrún litríka og gef-
andi samleið með sveitungum sínum.
Til þess að kvöldstundin verði sem
ánægjulegust hafa Snorrastofa, Ung-
mennafélag Reykdæla og Tónlistarfé-
lag Borgarfjarðar sameinað krafta sína
og kennir margra grasa í dagskránni.
Fyrst ber að geta Forseta Íslands,
herra Ólafs Ragnars Grímssonar, sem
flytur ávarp og hugleiðingar um Jón-
as Árnason. Þá munu börn Jónasar
bregða ljósi á uppvaxtarár og heimilis-
líf í foreldrahúsum og Árni Páll Árna-
son, þingmaður og formaður Samfylk-
ingarinnar, minnist Jónasar með ávarpi
sem hann kallar Stóri maðurinn Jónas
Árnason frá sjónarhóli barns. Þá verð-
ur að sjálfsögðu flutt tónlist við texta
Jónasar Árnasonar en hún verður í
höndum Gunnars Ringsted tónlistar-
manns í Borgarnesi og félaga hans. Þar
á meðal mun barnabarn þeirra hjóna
stíga á stokk og gleðja áheyrendur.
Ungmennafélag Reykdæla, sem minn-
ist margra góðra stunda með Jónasi í
leikstarfi, býður fram félagsheimili sitt
og sér um veitingar í kaffihléi. Þær
kosta kr. 500. Dagskrárstjóri verður
sr. Geir Waage. Snorrastofu er heiður
að því að bjóða til slíkrar stundar í svo
gefandi samstarfi og hlakkar til líflegs
vorkvölds í Reykholtsdal undir merkj-
um menningar og mannlífs, sem alla
tíð einkenndu hjónin á Kópareykjum.
-fréttatilkynning
Vorkvöld í Reykholtsdal í minningu
Jónasar og Guðrúnar
Jónas og Guðrún.
Sjómannadagsblað Skessuhorns
kemur út miðvikudaginn 3. júní
Auglýsingapantanir í blaðið
þurfa að berast fyrir 27. maí í
síma 433-5500 eða á netfangið
emilia@skessuhorn.is