Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Page 16

Skessuhorn - 20.05.2015, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Regína Ásvaldsdóttir hefur ver- ið bæjarstjóri á Akranesi í rúm tvö ár. Áður starfaði hún meðal ann- ars hjá Reykjavíkurborg í 15 ár, var lengi vel sviðsstjóri og síðustu árin skrifstofustjóri borgarstjóra og staðgengill hans. Hún hefur því víðtæka reynslu af verkefnum sem tengjast stjórnsýslu og stjórnun. Reynslu sem nýtist vel í starfinu sem bæjarstjóri á Akranesi. Regína hefur ákveðnar skoðanir á málefn- um Akraneskaupstaðar en segir að pólitíkin móti stefnuna og hennar starf sé að framfylgja henni. Hún er fylgjandi sameiningu sveitarfé- laga og vill sjá blandaða byggð á sementsreitnum, íbúðir og atvinnu- starfsemi. Metnaður Regínu liggur í þjónustu við íbúa Akraneskaup- staðar og hún vill gera langtíma- áætlanir. Hún er í eðli sínu varkár í fjármálum og vill hafa borð fyr- ir báru. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Regínu um helstu mál- efni Akraneskaupstaðar og hennar skoðanir á þeim. Vantar meiri sérhæfingu Regína fluttist á Skagann þegar hún settist í bæjarstjórastólinn í janúar 2013. Hún hefur búið víða um æv- ina, átti uppvaxtarár sín í Kópavog- inum, bjó um tíma á Sauðárkróki en hefur búið í Reykjavík flest sín fullorðins ár. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér úti í heimi, lengst af í Osló en líka í Aberdeen í Skotlandi. Regínu finnst gott að búa á Skag- anum, henni líkar vel við umhverf- ið og finnst staðsetningin á sveita- félaginu kostur. „Það er mjög fínt að búa hér. Það er stutt í helstu úti- vistarperlur, hér er mikið menning- arlíf og allt til alls. Veitingastöðum hefur fjölgað og það er frábært. Ég er með sterkt tengslanet í Reykja- vík og það er mikill kostur hvað það er stutt að fara og hitta vini og fjöl- skyldu. Þetta er draumastaðsetning á sveitarfélagi,“ segir hún. Regína segist finna svolítinn mun á því að lifa og starfa á landsbyggðinni en í höfuðborginni. „Það er margt sem mér finnst við ná betur utan um á minni stað. Við höfum meiri yfirsýn og boðleiðir eru styttri. Hér er hægt að vinna betur saman í málunum,“ segir hún. Þó finnst henni ýmislegt vanta upp á í stjórnsýslu- og skipu- lagsmálum og nefnir þar helst að það vanti meiri sérhæfingu. Skagamenn með sterkar skoðanir Þrátt fyrir að Regínu þyki ástæða til að styrkja stjórnsýsluna þá seg- ir hún margt betra hér en annars staðar. „Sú þjónusta sem snýr að íbúum, til dæmis grunnskólarnir og leikskólarnir okkar eru algerlega til fyrirmyndar á landsvísu. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyr- ir því hvað við erum að skora hátt til dæmis í leikskólaþjónustunni, bæði hvað varðar ánægju foreldra og starfsmanna. Við höfum tekið á móti stórum hópum skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem þeir kynntu sér hvað er verið að gera á Akranesi í sömu málum. Árangurinn í skólamálum hér er eitthvað sem Reykjavík er að sækj- ast eftir að fá upplýsingar um. Þeir vilja vita hvernig við gerum þetta,“ segir Regína. Hún segir íbúana á Skaganum vera mjög vakandi fyrir umhverfi sínu. „Það er kannski erf- itt að bera þetta saman við Reykja- vík þar sem samskiptamiðlum hefur fjölgað og það tekur núna svo stutt- an tíma að koma skoðunum sín- um á framfæri. En íbúarnir hér eru áhugasamir og hafa sterkar skoð- anir. Það er mikilvægt að hlusta á íbúana en líka að muna að stundum fara ekki hagsmunir allra saman. Þá þarf líka að gæta að þeim sem eiga sér ekki eins sterka málsvara.“ Fylgjandi sameiningu sveitarfélaga Regína segist mjög hugsi yfir því að á Íslandi séu 74 sveitarfélög og myndi vilja hafa þau mun færri. „Ég hélt nýlega fyrirlestur á lands- þingi Sambands íslenskra sveitar- félaga þar sem ég gagnrýndi okkur sem stöndum í forsvari fyrir sveit- arfélögin fyrir að taka þetta mál ekki föstum tökum. Við erum að eyða yfir 12 milljörðum í nefnda- kerfi og yfirstjórn sveitarfélaga. Í mínum huga eiga ekki að vera fleiri en tíu til tólf sveitarfélög á Íslandi. Það er algerlega mín skoðun,“ seg- ir Regína ákveðin. Hún telur nú- verandi fyrirkomulag meðal ann- ars veikja samkeppnisstöðu landsins í baráttunni um vinnuafl. „Ætlum við að halda fólkinu okkar á Íslandi, eða ætlum við að missa það yfir til Norðurlandanna eða landa þar sem atvinnuúrræði eru fjölbreyttari og lífsgæði jafnvel meiri? Þá getum við ekki látið gamlar hefðir og hreppa- ríg stjórna okkur.“ Draumur Reg- ínu er að sveitarfélög hafi úr meiru að spila til að þjónusta íbúana bet- ur en að minni peningum væri var- ið í stjórnsýslu og nefndakerfi allra þessara sveitarfélaga. Hún segir Reykjavíkurborg vera á margan hátt aðeins of stóra ein- ingu hvað varðar daglegan rekstur og stjórnun skóla og leikskóla en að sveitarfélögin á landsbyggðinni séu að sama skapi full lítil. „Drauma- stærðin á sveitarfélagi er á bilinu 20 til 30 þúsund manns sem er nægi- lega stór eining til að sinna skóla- og velferðarþjónustu og menning- ar- og umhverfismálum. Mörgum finnst Akranes stórt sveitarfélag, allavega hér á Vesturlandi. Akranes er níunda stærsta sveitarfélag lands- ins með rúmlega 6.700 íbúa. Mér finnst það ekki fjölmennt sveitar- félag og það eru margir hlutir sem ég vildi geta gert betur en hef ekki mannskap til.“ Regína vann að því hjá Reykjavíkurborg að gera hverf- in í Reykjavík sjálfstæðari og segist hugsi yfir því að þar töldu menn að til dæmis væri ekki hægt að sinna skipulagsmálum og barnavernd í 20 þúsund manna hverfum. ,,Svo erum við með 41 af 74 sveitarfélögum með færri en eitt þúsund íbúa. Þetta er ekki rökrétt.“ Standa betur en mörg önnur sveitarfélög Að sögn Regínu er núverandi staða hjá Akraneskaupstað ágæt. Sveit- arfélagið skilaði nýverið ársreikn- ingi og kom árið 2014 betur út en áætlanir sögðu til um, sveitarfélagið skilaði meiri rekstrarafgangi en gert var ráð fyrir. „En við höfum ekki úr miklu að spila. Það eru auðvi- tað vaxandi kröfur um bætta stjórn- sýslu, aukna skilvirkni og verk- ferla- og gæðakröfur ásamt kröf- um í mannauðsmálum sem sveit- arfélag af þessari stærð á óneitan- lega erfiðara með að uppfylla en stærri samfélög. Svo er komin rík viðhaldsþörf á byggingar bæjarins og á gatnakerfið,“ útskýrir Regína. Hún nefnir einnig að framundan séu háar greiðslur af lífeyrisskuld- bindingum, bæði hjá Akraneskaup- stað og hjá Höfða. „Þannig að það þarf í raun og veru að taka erfið- ar ákvarðanir varðandi reksturinn. Ef ekkert breytist og útsvarstekjur aukast ekki, þá blasir þetta við. En við stöndum engu að síður betur en mörg önnur sveitarfélög,“ bæt- ir hún við. Vilja greiða niður skuldir „Kröfurnar eru auðvitað miklar og skiljanlegar, til dæmis um gatna- kerfið og bætta íþróttaaðstöðu en það hefur verið stefna bæjaryf- irvalda að halda áfram að greiða niður lánin og taka ekki ný. Þetta mjakast í rétta átt, við erum búin að borga niður milljarð á síðustu árum,“ segir Regína um skuldamál- in. Það verður því svo að draum- urinn um bætta þjónustu og nýtt íþróttahús bíður enn. ,,Það er auð- vitað pólitíkin sem mótar stefnuna, mitt hlutverk er að framfylgja þeirri stefnu sem bæjarstjórn setur. Ég er samt þannig þenkjandi að ég vil ekki vinna í umhverfi með viðvar- andi halla í rekstri og skuldasöfnun. Ég vil hafa borð fyrir báru og fara frekar varlega heldur en hitt,“ segir Regína. Þó að stefnan hjá Akranes- kaupstað sé að spara og borga nið- ur skuldir, þá verða framkvæmdir á Skaganum í sumar, aðallega vegna viðhalds. „Við ætlum að fara í við- hald og endurbætur á leikvöllum og svo munum við halda áfram að endurbæta götur. Einn kílómet- er af malbiksframkvæmdum kost- ar um 50 milljónir króna þannig að við munum taka þetta smátt og smátt. Svo er fyrirhugað að auka við græn svæði, til dæmis fyrir framan verslunarmiðstöðina við Dalbraut- ina, klára stíginn niður á Sólmund- arhöfða, gera endurbætur á kart- öflugörðunum, fara í viðhaldsfram- kvæmdir á Íþróttamiðstöðinni við Jaðarsbakka og laga græn svæði þar og áframhaldandi framkvæmd- ir við vitann á Breiðinni,“ útskýr- ir bæjarstjórinn. Einnig skýrir hún frá því að sett hafi verið fjármagn vegna kaupanna á Dalbraut 6 sem er hugsuð sem félagsmiðstöð fyrir eldri borgara og til að breyta hús- næðinu að Vesturgötu 102 í litl- ar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga. „Loks hefur verið samþykkt að veita styrki til endurbóta á húsum í miðbænum og ef það verkefni skilar árangri með bættri ásýnd bæjarins er markmiðið að halda verkefninu áfram en mörg gömlu húsanna á Akranesi þarfnast sárlega upplyft- ingar,“ heldur hún áfram. Ræðir Sundabrautina Regínu finnst skipta miklu máli að hugsað sé til langframa, bæði varð- andi fjármálin og annað. „Og að við hefjum okkur svolítið upp úr dæg- urþrasinu og gerum langtímaáætl- anir. Til dæmis varðandi hvern- ig Akraneskaupstaður á að líta út og þróast.“ Þá eru samgöngumálin henni líka mikið hugðarefni. „Ég á fund með borgarstjóra í byrjun júní til að ræða skýrslu frá innan- ríkisráðuneytinu um Sundabraut- ina. Reykjavíkurborg hefur ekki sett þetta verkefni í forgang en það skiptir mjög miklu máli fyrir okk- ur,“ segir Regína. Hún myndi einn- ig vilja sjá Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi einbeita sér að sam- göngumálum. „Þetta er sameig- inlegt hagsmunamál okkar allra á Vesturlandi. Breikkun Vesturlands- vegar er eitthvað sem við þurf- um að huga að. Það þarf að huga að vegabótum á Kjalarnesi, en veð- ur eru þar válynd og þung umferð. Samgöngumálin eru eitt af mikil- vægustu málunum hér og þar vil ég nota samtakamátt Vesturlands,“ segir Regína. Ásýnd Sements- reitsins slæm Framtíð Sementsreitsins er eitthvað sem brennur á mörgum Skaga- mönnum. Haldinn hefur verið íbúafundur um málið en ekki hef- ur enn verið ákveðið hvað verður gert á reitnum. „Við fengum skila- boð frá íbúum um að flýta okkur hægt þegar kemur að þessu svæði og við erum að því. Það er verið að vanda undirbúninginn,“ segir hún. Sjálf segist hún vilja sjá blöndu af íbúðabyggð og fyrirtækjum á svæð- inu. Þegar ný bæjarstjórn tók við í fyrra var skipaður starfshópur til að fara yfir þær hugmyndir sem komu fram á íbúafundinum í janúar á síð- asta ári og vinna með þær áfram. Stefnt er að því að tillögum verði skilað í haust og í framhaldi af því verða þær kynntar íbúum. Að mati Regínu væri gott að byrja á hluta svæðisins og byggja það upp smátt og smátt en hafa skýra heildarsýn. „Ég var nýlega á ferð í Malmö og skoðaði meðal annars umbreytingu á gömlum iðnaðarsvæðum sem hafa byggst mjög skemmtilega upp með því að hluta niður svæðin og gera upp í áföngum. Ásýnd Sements- reitsins er mjög slæm í dag og mér finnst að við þurfum að hefja ein- hverja uppbyggingu þar sem fyrst.“ Skiptar skoðanir um uppfyllingu Það eru fleiri mál en Sementsreit- urinn sem brenna á fólki. Uppfyll- ingin og athafnasvæði HB Granda er eitt af umdeildum málum sem í kortunum eru á Akranesi. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir um þetta mál en mér finnst mjög jákvætt að HB Grandi vilja efla starfsemi sína á Akranesi. Við höfum átt góðar viðræður við þá um uppfyllinguna ásamt Faxaflóahöfnum og erum að reyna að ná saman um þá lágmarks- stærð sem þarf að vera á uppfyll- ingunni. Í dag eru menn mjög vak- andi fyrir umhverfinu, að ráðast ekki í stærri framkvæmdir en nauð- syn ber til,“ segir Regína. Hún seg- ist skilja áhuga fyrirtækisins á að „Pólitíkin mótar stefnuna, mitt hlutverk er að framfylgja henni“ Rætt við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á Akranesi Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi myndi vilja sjá sveitarfélögum á Íslandi fækkað niður í tíu til tólf. Ljósm. grþ. Regína á fund von bráðar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra til að ræða skýrslu um Sundabrautina.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.