Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Side 17

Skessuhorn - 20.05.2015, Side 17
17MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 að koma með okkur í þennan leið- angur, þá verðum við sannarlega að breyta um kúrs,“ segir hún alvarleg. Hún segist ánægð með það framtak sem fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt en hefði viljað sjá fleiri koma inn með öflugri fjárfestingu. „Við höfum til dæmis auglýst Landsbankahús- ið og sementsafgreiðsluna við Fax- abraut til sölu. Við keyptum Suður- götu 62 og höfum verið reiðubúin að skoða að nýta þá lóð undir hótel- byggingu. Við lögðum okkur fram við að greiða götuna fyrir hvala- skoðun þegar Gullfoss var keyptur, en hann fór því miður nánast beint til Reykjavíkur. Mér finnst kom- ið að því að einkaaðilar taki bolt- ann áfram. Við erum að leggja mik- ið til miðað við önnur sveitarfélög, það verður að koma meira til,“ bæt- ir hún við. Ferjusiglingar raunhæfur valkostur Regína segist þrátt fyrir allt sjá góða möguleika í ferðaþjónustu á Akra- nesi. Stórir hópar hafi meðal annars komið hingað í heimsóknir og ver- ið ánægðir með dagsdvölina. „Það eru klárlega tækifæri en einstak- lingar þurfa að skipuleggja afþrey- ingu og svo skiptir auðvitað miklu máli að hafa gistingu. Ferðamenn eru hrifnir af snjöllum lausnum og það er margt hægt að gera. Þetta er bara spurning um að vera snið- ugur og leggja sálina í þetta.“ Þá er Regína bjartsýn á að siglingar milli Reykjavíkur og Akraness muni skila árangri og koma atvinnugreininni betur af stað. „Við ákváðum í vet- ur að gera sameiginlega viljayfirlýs- ingu um að skoða þessi mál. Gerð var skýrsla hjá Faxaflóahöfnum og sérfræðingar hjá Reykjavíkurborg hafa verið að rýna þá skýrslu til að meta forsendurnar. Það er komin ákveðin mynd á það og næst verð- ur farið í að leggja fyrir markaðs- könnun. Við vissum að þetta tæki tíma, þannig að þetta er ekki eitt- hvað sem gerist á morgun. Ég sé þetta sem raunhæfan og skemmti- legan valkost að minnsta kosti yfir sumarið,“ segir hún um ferjusigl- ingarnar. Of mikil áhersla á Kútterinn Að sögn Regínu er verið að end- urskoða safnamálin á Akranesi. Gerð var úttekt síðastliðinn vet- ur varðandi menningarmálin. „Við erum að setja mikið í menningar- mál og við viljum nýta fjármunina sem best. Þetta er eitt af þessum málum sem verið er að skoða í þess- um töluðu orðum.“ Að mati Reg- ínu er of mikil áhersla lögð á Kútt- er Sigurfara í umræðunni, en Akra- neskaupstaður hafi einfaldlega ekki burði til að leggja fleiri hundr- uð milljónir í að gera skipið upp. „Ég hef átt marga fundi með þjóð- minjaverði, því ég tel að við þurf- um sérfræðiþekkingu þaðan varð- andi framtíð Kúttersins,“ segir hún og ég fagna áhuga forsætisráðherra á því að koma að úrbótum. Nýver- ið var gerð skyndiúttekt á Sigurfara, áður en framtíð hans verður ráðin. „Þetta er stórt mál. Hann er búinn að standa þarna í 40 ár og er orð- inn mikið skemmdur. Núverandi menningar- og safnanefnd vildi taka ákvörðun um að taka hann niður. En til þess þarf að fá leyfi Þjóðminjasafnsins og þess vegna þurfti hann að fara í þessa ástands- skoðun,“ útskýrir Regína. Hún seg- ir að til séu margar útfærslur af því að halda í heiðri þessari sjárvarút- vegssögu. „Það eru bara svo mörg önnur brýn verkefni. Þessi umræða um Kútterinn, þótt hann sé mik- ilvægur, má ekki taka fókusinn frá okkur. Síðan finnst mér mjög mik- ilvægt að Safnasvæðið verði skipu- lagt í heild sinni en ekki bara nýrri og nýrri byggingu bætt við. ,,Það þarf að sjá fyrir sér hvernig svæðið myndi líta út ef byggt yrði yfir kútt- erinn,“ segir Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar að endingu. grþ stækka athafnasvæði sitt. Þeir séu nýlega búnir að kaupa nokkur fyrir- tæki á Akranesi og að skiljanlegt sé að þeir vilji hafa alla starfsemi sína á einum stað, enda sé ákveðið hag- ræði í því. „Ég trúi ekki öðru en að það muni efla og styrkja starfsem- ina og gera Akranes aftur að þeim sjávarútvegsbæ sem hann á í raun og veru að vera. Menningin og sag- an er svo tengd sjávarútvegi á Akra- nesi.“ Líkt og með Sementsreit- inn er þetta mál enn í vinnslu og ekki búið að ákveða hvað verður í þessum efnum. Regína segir skipu- lagsmál almennt taka mjög langan tíma þar sem þau kalli oft á and- stæð sjónarmið. „Það skipir miklu máli að afla sem bestra upplýsinga áður en ákvarðanir eru teknar. En það er oft þannig með skipulags- mál að það ganga kannski ekki all- ir sáttir frá borði, því miður.“ Hún segir að ákveðins misskilnings hafi gætt varðandi þetta mál, en marg- ir telji að Akraneskaupstaður þurfi að leggja út í mikinn kostnað vegna framkvæmdanna. „Það eru í raun Faxaflóahafnir sem myndu standa að þessum framkvæmdum með þátttöku fyrirtækisins í kostnaði.“ Íbúafundur um stækkun Laugafisks Eitt af þeim fyrirtækjum sem HB Grandi hefur fjárfest í á Akra- nesi er fiskþurrkunin Laugafiskur. Um margra ára skeið hafa íbúar í grennd við verksmiðjuna kvartað undan lyktarmengun en nú eru fyr- irhugaðar breytingar. Til stendur að sameina vinnsluhúsnæðið í eitt í stað tveggja áður og stækka. Eins og gefur að skilja eru skiptar skoðanir varðandi þá stækkun og hafa íbúar á svæðinu áhyggjur af því að lykt- in versni við stækkun húsnæðisins. Verkfræðifyrirtækið VSÓ ráðgjöf hefur gert úttekt og skilaði nýver- ið skýrslu um málið. Þar kom fram að enginn vafi er talinn á að lyktin minnki eftir stækkunina. „Við höf- um lagt mikla áherslu á það hér í stjórnsýslunni að vanda allan und- irbúning að þessari ákvarðanatöku. Meðal annars með því að fá VSÓ til að gera þessa úttekt. Þeirra verk- efni var að meta þær breytingar sem HB Grandi ætlar að gera til dæm- is í lyktarvörnum og koma með til- lögur að bestu fáanlegum lausnum. Það er mjög mikilvægt að hafa öfl- ugar síur í slíkri verksmiðju til að tryggja sem minnsta lyktarmeng- un,“ segir Regína um málið. Hún bætir því við að Akraneskaupstað- ur hafi einnig látið koma af stað daglegum mælingum. „Verið er að reyna að kortleggja þetta sem allra best, þannig að hægt sé að taka sem bestar ákvarðanir á grundvelli upplýsinga. Regína segir að það sé skipulags- og umhverfisráð og síð- an bæjarstjórn sem taki endanlega ákvörðun varðandi stækkunina en fyrst verði málin rædd á íbúafundi. „Sá fundur verður 28. maí næst- komandi. Þar mun formaður skipu- lags- og umhverfisráðs kynna skipu- lagsmál á Breiðinni, skýrsla VSÓ verður kynnt, forstjóri HB Granda mun kynna fyrirætlanir fyrirtækis- ins á Akranesi og fulltrúi frá sam- tökunum Betri byggð mun kynna sjónarmið þeirra.“ Bjartsýn vegna byggingar Silicor Eitt af stóru málunum sem fram- undan eru í atvinnumálum á Vest- urlandi er bygging sólarkísilverk- smiðju Silicor Materials á Grund- artanga. Gert er ráð fyrir að verk- smiðja Silicor muni skapa um 450 ný störf. Í dag býr stórt hlutfall þeirra sem starfa á Grundartanga- svæðinu á Akranesi. Aðspurð um hvort Akraneskaupstaður ætli að gera eitthvað til að halda þessu stóra hlutfalli mannafla á Grundartanga eftir byggingu verksmiðjunnar seg- ir Regína að þau séu í startholun- um varðandi þau mál. „Verksmiðj- an á að taka til starfa 2018, gangi allt eftir. Við höfum því tímann fyr- ir okkur. Við erum sammála um að fara ekki þá leið að byggja upp inn- viðina og lenda svo í því að íbúa- fjölgunin láti á sér standa af því að fyrirtækin koma ekki, líkt og önn- ur sveitarfélög hafa lent í. Við erum mjög bjartsýn en tökum þetta skref fyrir skref. Við viljum ekki kosta of miklu til án þess að vera örugg um tekjur á móti.“ Hún segir að Akra- neskaupstaður muni sníða sér stakk eftir vexti þegar nær dregur en að til standi að kynna Akranes vel þeg- ar þetta verður komið á einhvern rekspöl. „En við erum á vaktinni. Erum búin að láta gera mannfjölda- greiningu fyrir okkur til næstu tíu ára, erum með lausar lóðir í Skóg- arhverfinu, erum að undirbúa Sem- entsreitinn og svo framvegis,“ bæt- ir hún við. Þá segir hún frá því að unnið sé að því að stofna þróunar- félag með Hvalfjarðarsveit og fleir- um varðandi Grundartangasvæð- ið. „Það mun hafa því hlutverki að gegna að vera samnefnari sveitar- félaganna á svæðinu gagnvart fyr- irtækjunum. Það er mjög mikil- vægt að ná fram samlegðaráhrif- um. Sameinuð getum við til dæmis þrýst á vegaumbætur upp á Grund- artanga frá Reykjavík og látið gera kynningar- og markaðsefni. Er hugsi varðandi ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Akranesi hefur átt á brattann að sækja. Þrátt fyr- ir að ferðamönnum á Akranesi hafi fjölgað hægt og bítandi er sú fjölgun ekki eins mikil og sjá má víða ann- ars staðar á landinu og meðal annars hér á Vesturlandi. Regína segist hafa verið svolítið hugsi varðandi ferða- þjónustuna almennt. Akraneskaup- staður leggi til rekstur á tjaldsvæði, stöðugildi ferðamannafulltrúa, laun til að hægt sé að hafa vitann opinn á sumrin ásamt því að reka byggða- safn. Við borgum líka töluvert framlag inn í Markaðsstofu Vest- urlands sem stærsta sveitarfélagið á svæðinu. Þetta sé umfram það sem mörg önnur sveitarfélög geri. „Mér finnst vanta meiri áhuga og frum- kvæði frá einkaaðilum. Þetta er at- vinnugrein eins og annað og ef það er enginn áhugi hjá einkaaðilum Snorrastofa í Reykholti í samstarfi við Tónlistarfélag Borgarfjarðar og Ungmennafélag Reykdæla Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 21 Logalandi Reykholtsdal Um Jónas, ávarp og hugleiðingar forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Úr foreldrahúsum. Börn Jónasar og Guðrúnar segja frá og taka lagið. Stóri maðurinn Jónas Árnason, frá sjónarhóli barns. Árni Páll Árnason alþingismaður. Aridú … Lög við ljóð Jónasar. Gunnar Ringsted og félagar. Söngur Guðríður Ringsted. Dagskrárstjóri sr. Geir Waage. Kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Hún söng dirrindí … Vorkvöld í minningu Jónasar Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Kópareykjum Þeir fiska sem róa er gamalt og sígilt máltæki. Hér er bæjarstjórinn á skaki utan við Akranes. Ljósm. fh. Regína ásamt Ólafi Adolfssyni formanni bæjarráðs og Guðmundi Jóni Hafsteins- syni skipstjóra. Myndin var tekin þegar Gullfoss kom til Akraness en það skip stoppaði stutt við í bænum og var siglt fljótlega til Reykjavíkur. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.