Skessuhorn - 20.05.2015, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Geislavirkar agnir mældust að
Augastöðum í Borgarfirði í kjölfar
kjarnorkuslyssins sem varð í Fukus-
hima í Japan í mars árið 2011. Jap-
anskir vísindamenn sem safna og
greina efni sem safnast í loftsíur að
Augastöðum segja að þessar agnir
hafi borist frá Fukushima. Kjarn-
orkuslys þar sem geislavirkni slapp
út í andrúmsloftið varð þegar kjarn-
orkuverið í Fukushima varð fyrir
tsunami-flóðbygju í kjölfar neðan-
sjávar jarðskálfta. Geislavirknin frá
Fukushima er talin sú stærsta sem
orðið hefur síðan Chernobyl-slysið
varð í Sovétríkjunum vorið 1986.
Geislavirkar agnir
Snorri Jóhannesson bóndi á Auga-
stöðum, efst í Hálsasveit í Borgar-
firði, hefur um árabil sinnt bún-
aði sem síar andrúmsloft í gegnum
sérstakar síur fyrir Yamagata-há-
skólann í Japan. Vísindamenn þar
starfa við loftslagsrannsóknir í sam-
vinnu við Raunvísindastofnun Há-
skóla Íslands. Á dögunum héldu
Trausti Jónsson og Astrid Ogil-
vie erindi í Snorrastofu í Reykholti
um veðurfar frá því um siðaskipti.
Þar upplýsti Snorri á Augastöðum
að geislavirkar agnir hefðu fund-
ist í Borgarfirði í kjölfar Fukus-
hima-slyssins. „Ég hef sinnt ýms-
um rannsóknastörfum og mæling-
um fyrir japanska vísindamenn hér
að Augastöðum allar götur síðan
1984. Bæði eru þetta norðurljósa-
athuganir en líka söfnun á ryki úr
andrúmsloftinu. Hér að Augastöð-
um er búnaður sem dregur í gegn-
um sig 4.259 rúmmetra af lofti á
þremur sólarhringum. Þá skipti
ég um síunar, sendi þær notuðu
til greiningar en set nýjar í. Síurn-
ar sendi ég til Raunvísindastofnun-
ar Háskóla Íslands sem kemur þeim
áfram til háskólans í Japan,“ útskýr-
ir Snorri.
Enginn er óhultur
„Vísindamennirnir þar hafa tjáð
mér að fundist hafi örlitlar agnir
af geislavirku efni úr lofti sem síað
var hér á Augastöðum um það bil
þremur mánuðum eftir jarðskjálft-
ann, flóðbylgjuna og geislavirka
lekann í Fukushima. Þeir gátu stað-
fest að hafa borið kennsl á þessar
geislavirku agnir og þær hafi komið
þaðan með loftstraumum í háloft-
unum og síðan fallið niður með úr-
komu yfir uppsveitum Borgarfjarð-
ar,“ segir Snorri. Hann ítrekar að
ekki hafi nein hætta verið á ferð-
um. „Þetta var mjög lítið og alls
ekki skaðlegt á neinn hátt. Það sem
mér þykir umhugsunarvert, og því
vek ég athygli á þessu, er að þetta
sýnir vel hve áhrifasvæði skelfilegra
atburða á borð við kjarnorkuslyss
getur verið stórt. Það er enginn
óhultur neins staðar. Sumir myndu
kannski segja að kjarnorkuslys eða
jafnvel kjarnorkustríð í fjarlæg-
um heimshlutum snerti okkur lítt
en svo er alls ekki. Í þessu tilviki
greindist úrfelli hér frá slysi sem
varð hinum megin á hnettinum, í
Japan.“
mþh
Í samstarfi við Símenntunarmið-
stöð Vesturlands verður Evolvia
ehf með kynningu á ACC mark-
þjálfanámi, bæði á Akranesi og í
Borganesi, þriðjudaginn 26. maí
næstkomandi. Í Borgarnesi verð-
ur kynning klukkan 17 á Bjarn-
arbraut 8 en á Akranesi klukk-
an 19:30 á Suðurgata 57. Evolvia
ACC markþjálfanám er heildrænt
og hagnýtt nám sem veitir góða
undirstöðu í aðferðafræðum mark-
þjálfunar. Námið er viðurkennt
af International Coach Federa-
tion sem eru stærstu regnhlífasam-
tök markþjálfa. Næsta ACC mark-
þjálfa námskeið hefst 3. september
2015.
En hvað er markþjálfun? Það
er aðferðafræði sem miðar að því
að laða fram það besta sem býr í
hverjum manni. Með hjálp mark-
þjálfa er viðskiptavinurinn leidd-
ur í gegnum samræðuferli þar
sem vitundarsköpun hans leiðir
til nýrra lausna. Markþjálfi er ekki
ráðgefandi heldur leggur áherslu
á að viðskiptavinurinn leiti sjálf-
ur lausna á hverju máli sem tekið
er fyrir. Markþjálfinn heldur hins-
vegar utan um ferlið og nær með
beinum tjáskiptum og kraftmiklum
spurningum að beina viðskipta-
vininum sjálfum að kjarna máls-
ins. Markþjálfun er eins og púslu-
spil þar sem megintilgangurinn er
að leggja nokkur púsl á hverjum
fundi þar til heildarmyndin er skýr.
Sú mynd er í flestum tilvikum ný,
fersk og kraftmikil þar sem búið er
að breyta draumum og væntingum
viðskiptavinar í skýr markmið með
tilheyrandi mótun aðgerða.
-fréttatilkynning
Norsk áhrif á íslenskan landbúnað
eru mjög mikil. Það þarf kannski
ekki að koma á óvart að svo hafi
verið í upphafi, séð í ljósi þess að
fyrstu íslensku bændurnir voru
margir landnámsmenn frá sveitum
Noregs. Á 19. og ekki síst 20. öld
urðu þessi áhrif mjög sterk. Ungir
Íslendingar sóttu þá nám til Nor-
egs auk þess sem Norðmenn voru
framarlega í nýsköpun innan bú-
tækni og náttúruvísinda tengdum
landbúnaði.
Safnadaginn í ár, sem var sunnu-
dagurinn um liðna helgi, bar upp á
þjóðhátíðardag Noregs 17. maí. Af
því tilefni var aðaldagskrá Land-
búnaðarsafns Íslands á Hvanneyri
þennan dag helguð norskum áhrif-
um á íslenskan landbúnað. Þar flutti
Bjarni Guðmundsson afar áhuga-
vert erindi um hugmyndir, þekk-
ingu, aðföng, áhöld og verkfæri
sem Íslendingar tóku upp frá Norð-
mönnum og nýttu sér í framþró-
un landbúnaðar hér á landi. Þó að
Norðmenn séu kannski frægastir á
heimsvísu fyrir að hafa fundið upp
bréfaklemmuna og ostahefilinn þá
hefur þeim dottið ýmislegt annað
í hug. Norskir ljáir, áburður, gný-
blásarar, vélkvíslar fyrir hey, plógar
og herfi voru meðal þess sem gjör-
bylti íslenskum landbúnaði á 20.
öldinni. Nú síðast er það plöstun-
arvélin fyrir rúllubagga sem hefur
valdið tæknibyltingu í heyskap. Ís-
lendingar lærðu svo einnig eitt og
annað um kynbætur af Norðmönn-
um. Nýlegar deilur um norskt kúa-
kyn eru líklega meiður af þeim
fræðum.
Skerpiplógurinn svokallaði kom
frá Noregi en hann var notaður
hér á landi til brjóta mýrlendi und-
ir ræktun. Af erindi Bjarna mátti
glöggt ráða að verkmenningarleg
tengsl eru sterk milli landbúnaðar
á Íslandi og í Noregi. Er það merk
saga. Að loknu erindi Bjarna sem
var vel sótt, voru tvö eintök af ís-
lensku sperpiplógunum „vígð“ við
Landbúnaðarsafnið.
mþh
Félagarnir Jóhannes Ellertsson, Bjarni Guðmundsson og Haukur Júlíusson. Jó-
hannes setti tvo nýupppússaða skerpiplóga upp til sýnis við Landbúnaðarsafnið
og eru þeir nýjasta viðbót þess. Haukur mun líklega vera sá sem síðastur beitti
skerpiplógi á íslenska storð.
Sterk áhrif frá Noregi á
íslenskan landbúnað
Bjarni Guðmundsson útskýrir sögu og tilgang skerpiplógsins norska fyrir gestum
á safnadaginn. Um 80 manns komu til að fræðast um áhrif norsks landbúnaðar á
þann íslenska á þjóðhátíðardegi Noregs 17. maí.
Hamingjusamir útskriftarnemar úr markþjálfanámi.
Kynningarfundir um
ACC markþjálfanám
Geislavirkt svæði í Japan sem lokað var af í kjölfar Fukushima-slyssins vorið 2011.
Geislavirkar agnir frá Fukushima mældust í Borgarfirði
Snorri Jóhannesson bóndi á Augastöðum stendur hér við mælitæki japönsku
vísindamannanna, sem hann hefur vaktað síðan 1986.
Horft til jökla af hlaðinu á Augastöðum.