Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Side 28

Skessuhorn - 20.05.2015, Side 28
Akranes 440 2360 • Borgarnes 440 2390 Fallegar útskriftargjafir Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 Kíktu á úrvalið á www.gjafahus.is Gjafavörur Skartgripir SímarSkartgripir Tölvur Sjónvörp UNITED SK ES SU H O R N 2 01 5 Það er ekki alltaf tekið út með sæld- inni að stunda grásleppuveiðar eins og félagarnir Sæþór Gunnarsson og Gísli Marteinsson á Glað SH fengu að kynnast þegar þeir fóru að draga netin skammt frá Ólafsvík í fyrradag. Netin voru bunkuð af þara og urðu þeir að fara í land til að hreinsa þau. Tók það dágóða stund og svo fóru þeir svo að vitja um fleiri trossur. Sögðu þeir félagar að það væri ágætt kropp á grásleppunni og væru þeir að landa þetta um þremur tonnum eftir hverja vitjun. af Á hverju voru ganga ungmenni meðfram þjóðveginum að Akranesi og tína rusl og óþrifnað sem safnast hefur í vegkanta og skurði. Jafnan eru það íþróttahópar sem taka verk- ið að sér gegn greiðslu. Að þessu sinni var það vösk sveit þriðja flokks karla hjá ÍA sem á sunnudaginn gekk meðfram þjóðveginum, ásamt foreldrum strákanna. Verið er að safna fyrir æfingaferð til Danmerkur í sumar og kemur aurinn sér því vel. Sem fyrr sögðu þau ótrúlegt hvað safnast af rusli í skurðina. Bæði fýk- ur af bílum sem eru að fara með rusl á opnum kerrum á gámasvæðið en einnig eru ökumenn sterklega grun- aðir um umhverfissóðaskap með að henda rusli út um bílglugga. Slíkt er bannað! mm Í síðustu viku var unnið að því á vegum Faxaflóahafna að endurbæta flotbryggjuaðstöðu í Akraneshöfn. Nýrri flotbryggju var komið fyrir vestanmegin á svokallaðri Akraborgarbryggju. Hún er breið og rúmgóð og er hugsuð fyrir stærri frístundaskip svo sem þau sem notuð eru til hvalaskoðunar og þess háttar. Á meðfylgjandi mynd er unnið við þessar framkvæmdir. mþh Ágætis kropp á grásleppunni Árleg vorhreinsun meðfram þjóðveginum Flotbryggjuframkvæmdir í Akraneshöfn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.