Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Side 6

Skessuhorn - 27.05.2015, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Alvarlegt umferðarslys í Hvítársíðu BORGARFJ: Alvarlegt um- ferðarslys varð í Hvítársíðu í Borgarfirði á mánudaginn þeg- ar ökumaður bifhjóls missti stjórn á ökutæki sínu á malar- vegi. Ökumaður og farþegi á hjólinu voru í kjölfarið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar á Landspítalann í Reykjavík. Ökumanninum slasaðist alvar- lega og er haldið sofandi í önd- unarvél. Farþeginn á hjólinu var lítið slasaður. Um erlenda ferðamenn var að ræða. –mm „Hreinn bær okkur kær“ GRUNDARFJ: „Tökum höndum saman dagana 28. maí -1. júní nk. og hreinsum og fegrum bæinn okkar fyrir sum- arið,“ segir í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ. „Með sam- stilltu átaki má lyfta Grettis- taki í því að fegra nærumhverfið og eigin lóðir. Mánudaginn 1. júní nk. munu starfsmenn bæj- arins fara um og hirða rusl sem komið hefur verið fyrir í pokum við lóðarmörk. Að öðru leyti er bent á opnunartíma gámastöðv- arinnar. Sýnum í verki hvað hægt er að gera með samstilltu átaki allra bæjarbúa. Hreinn bær okkur kær,“ segja Grund- firðingar. –mm Skökkin fær úti- veitingaleyfi AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar hefur samþykkt að veita Skagaferðum ehf. úti- veitingaleyfi við Kirkjubraut 2 á Akranesi, þar sem kaffihúsið Skökkin er til húsa. Leyfið er veitt til kl. 22 á kvöldin og með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 25 manns á inni- og útisvæði kaffihússins. Ekki er búið að setja borð og stóla út ennþá en að sögn Hildar Björnsdóttur hjá Skökkinni verður það gert um leið og hlýnar í veðri. Skaga- menn og aðrir gestir ættu því að geta notið kaffisopans í veður- blíðunni við Akratorg í sumar. -grþ Skipað í starfshóp um flóasiglingar AKRANES: Bæjarráð Akra- ness hefur tilnefnt Sigurð Pál Harðarson sviðsstjóra skipu- lags- og umhverfissviðs bæjar- ins í starfshóp um flóasigling- ar. Þær ganga út á að komið verði á fót föstu áætlunarferð- um með hraðskreiðum farþega- báti milli Akraness og Reykja- víkur. Borgarstjórinn í Reykja- vík hefur gefið út erindisbréf vegna starfshópsins sem verð- ur undir formennsku Reykja- víkurborgar en skipaður ein- um fulltrúa Akraneskaupstað- ar. Hinir tveir í hópnum verða frá borginni. Starfshópurinn á að leggja mat á hugsanlegar far- þegatölur, skoða siglingaleið- ir, rekstrarfyrirkomulag, báts- gerð, aðgengi að bryggjum og hve marga muni þurfa í áhöfn slíks báts. Gert er ráð fyrir sigl- ingum alla daga ársins. Hópur- inn á að skila af sér niðurstöð- um til borgarstjóra Reykjavíkur 1. september næstkomandi. -mþh Gera ekki at- hugasemdir við stækkun álvers HVALFJ: Norðurál á Grundartanga hefur sótt um stækkun á álveri sínu þar þannig að auka megi fram- leiðslu áls úr 300 þúsund tonnum í 350 þúsund tonn. Erindi barst Heilbrigðis- nefnd Vesturlands frá Um- hverfisstofnun þann 30. mars síðastliðinn vegna þeirra breytinga sem fyrirhugað- ar eru vegna þessa. Það hef- ur verið tekið fyrir á fundi Heilbrigðisnefndarinnar. Hún gerir ekki athugasemd- ir. Tekið er sérstaklega fram í fundargerð Heilbrigð- isnefndar Vesturlands að Trausti Gylfason sem á sæti í nefndinni, og er jafnframt einn af yfirmönnum Norð- uráls á Grundartanga, hafi ekki tekið þátt í umræðum við afgreiðslu málsins. –mþh Opið þrátt fyrir verkfall REYKHÓLAR: Hólabúð á Reykólum verður opin þó allt fari á versta veg með alls- herjarverkföllum verslunar- fólks í júnímánuði. Ástæð- an er sú að í versluninni eru einungis eigendur hennar við störf. „Við viljum benda fólki á það, að við munum ekki fá vörur meðan á verk- falli stendur. Þess vegna munum við birgja okkur upp alveg eins og við getum, en höfum takmarkað pláss. Við viljum þess vegna bjóða fólki að panta hjá okkur nauð- synjavörur, svo sem mjólk og brauð, jú eða tóbak, því að enginn veit hvað þetta mun standa lengi. Við þurfum að fá pantanir frá fólki í síðasta lagi 1. júní,“ segir Reynir Þór Róbertsson kaupmaður í samtali við Reykhólavefinn. -mþh Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að verja samtals 1,8 milljörðum króna til brýnna fram- kvæmda á vegakerfi landsins til við- bótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi, bregðast við slæmu ástandi vega og koma til móts við þarfir landsmanna og ferðamanna vegna stóraukinnar umferðar, seg- ir í tilkynningu. Meðal annars verða fjölfarnir ferðamannavegir utan al- fararleiðar lagfærðir. Má þar nefna Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Ux- ahryggjaveg og Kaldadalsveg. Kaldadalsvegur kallast leiðin milli Þingvalla og Húsafells. Unnið verð- ur að endurgerð Uxahryggjavegar eftir því sem fjármagn leyfir og lagt á hann bundið slitlag. Leggja á bundið slitlag á uppbyggðan kafla á Kalda- dalsvegi milli Uxahryggja og Sand- kluftavatns. Um er að ræða fjölfar- inn kafla sem tengir Þingvelli við Borgarfjörð um Uxahryggi. Vegurinn um Kjósarskarð teng- ir Þingvelli við Hvalfjörð og Vest- urland. Þessi fallega leið býður upp á mikla möguleika til að tengja bet- ur saman Vesturland og Suðurland. Endurbygging Kjósarskarðsveg- ar er talin löngu tímabær enda að stórum hluta malarvegur. Á þessu ári er stefnt að því að endurnýja ríf- lega helming vegarins sem eftir er og leggja á hann bundið slitlag. Þetta verk verður hægt að bjóða út fljót- lega. mm/mþh Viðbótar fjárveiting til uppbyggingar vega um Uxahryggi, Kaldadal og Kjósarskarð Fyrirhugaðar endurbætur á vegakerfinu hjóta að teljast fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna og ferðalanga. Arnarstapi á Snæfellsnesi er farinn að vekja athygli sem við- komuhöfn fyrir skemmtiferða- skip. Í fyrrasum- ar kom eitt skip. Það lagðist fyr- ir utan höfnina á Stapa og far- þegar voru síð- an fluttir á land með gúmmíbát- um. Nú í sumar eru hins vegar fjór- ar skipakomur. Sú fyrsta er strax í næstu viku. „Þetta er skipið Sea Explorer sem kemur 2. júní, það er á þriðjudag í næstu viku. Þetta skip kemur svo aftur 12. júní. Skemmti- ferðaskipið Bremen er síðan bók- að 18. júní og þann 22. júní kem- ur Sea Explorer svo þriðja sinni. Fólkið kemur í land á gúmmíbátum sem sigla upp í uppsátursrennuna hér í höfninni og skoðar náttúruna. Skipin stoppa í sex til átta tíma. Við höfum undirbúið þessar kom- ur með því að festa kaup á gróf- um dregli sem fólkið gengur á upp rennuna. Því ætti því ekki að verða fótaskortur á hálu og blautu undir- lagi,“ segir Björn Arnaldsson hafn- arstjóri Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Hann segir að í fyrra hafi komið eitt skip með farþega til Arnarstapa. „Það var Iceland Sky, 4.200 tonna skip. Á undan því voru liðin mörg ár síðan skemmtiferða- skip hafði viðkomu á Arnarstapa.“ Björn segir að fyrir utan dreg- ilinn góða sé ekki hugað á aðr- ar framkvæmdir í Arnarstapahöfn þegar ferðaþjónusta sé annars veg- ar. „Við ætlum á hinn bóginn að stækka svæðið innan hafnar sem verður með fullu dýpi sem kallað er. Það verður grafið út á um það bil þúsund fermetra svæði í höfn- inni. Þetta er framkvæmd upp á um 22 milljónir króna.“ Fyrr í vor lét Snæfellsbær dýpka innsiglinguna og höfnina í Rifi. Grafnir voru út og dælt tæplega 40.000 rúmmetr- um. „Við ætlum svo að steypa eina götu nú í sumar á hafnarvæðinu hér í Ólafsvík. Það eru endalaust verk- efni í hafnarmálunum, alltaf eitt- hvað á ári hverju,“ segir Björn Arn- aldsson hafnarstjóri í Snæfellsbæ. mþh Skemmtiferðaskipakomur framundan á Arnarstapa Björn Arnaldsson hafnarstjóri í Snæ- fellsbæ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.