Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 10

Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Venus NS 150, nýtt uppsjávarveiði- skip HB Granda, kom til hafnar á Vopnafirði á hvítasunnudag eft- ir að sjö manna áhöfn þess hafði siglt henni frá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. „Mér líst afar vel á þetta skip. Siglingin gekk fínt á heim- leiðinni frá Tyrklandi. Við feng- um á okkur slæmt veður í heilan sólarhring þegar við vorum út af Portúgal og skipið fór ákaflega vel með það,“ sagði Guðlaugur Jóns- son skipstjóri á Venus í samtali við Skessuhorn síðdegis í gær. Skipið lá þá enn við bryggju á Vopnafirði þar sem meðal annars var verið að und- irbúa vígsluathöfn þess sem verð- ur síðdegis í dag þriðjudag og hefst klukkan 15:30. Margt verður um dýrðir. Þar verða ræður fluttar og skipið blessað og skírt á hefðbund- inn hátt með því að brjóta freyði- vínsflösku á stefni þess. Reistur hef- ur verið sérstakur pallur úr timbri til þessa á bryggjunni á Vopnafirði. Sjá má fyrirkomulagið og skipið við bryggju á vefmyndavél HB Granda á Vopnafirði. Að vígslu lokinni verður skipið til sýnis almenningi. Til veiða í vikunni Að þessu loknu verður ekki lengi beðið boðanna með að halda á veiðar. „Veiðarfærin eru þegar komin um borð og verið að gera allt klárt til að halda á miðin nú á fimmtudag. Við förum á kol- munnaveiðar,“ sagði Guðlaugur. Hann var sjálfur skipstjóri á Ing- unni AK allar götur frá því hún kom ný til landsins frá Chile alda- mótaárið 2000. „Ingunn er nú á leiðinni hingað á Vopnafjörð með kolmunnafarm og verður kom- in hingað fyrir vígsluna á morg- un.“ Guðlaugur segir aðspurð- ur að stór munur sé á Ingunni og nýju Venusi. „Þetta er allt annað skip en Ingunn. Það er stór mun- ur á. Breiddin er mesti munurinn og svo er brúin á Venus einni hæð hærri. Venus er 17 metra breið en Ingunn 12,5 metrar. Samt er Ven- us ekki nema átta metrum lengri. Ingunn hefur reynst mér ótrúlega vel öll þau ár sem ég hef verið með hana. Það hafa aldrei verið nein- ar bilanir á henni, engin óhöpp og alltaf aflast vel á henni. Ég vona að Venus reynist jafn vel og hef eng- ar ástæður til að ætla að svo verði ekki. Hér er allur frágangur góð- ur frá hendi skipasmíðastöðvar- innar.“ Ýmis nýbreytni um borð Guðlaugur segir að átta til níu manns verði í áhöfn Venusar. „Reyndar verða ráðnir 12 menn á hana í heild. Það verða þannig alltaf einhverjir í fríum. En þetta er nokkur fækkun á því sem var á Ingunni. Þetta skýrist mikið til af tækninýjungum og meiri sjálf- virkni um borð. En því er ekki að neita að menn verða líka að hlaupa hraðar við störfin um borð. Á móti kemur að öll aðstaða er miklu betri hér um borð og það fer betur um menn. Hér er ýmislegt sem er ný- lunda svo sem það að við dælum aflanum úr pokanum og um borð aftan frá skut. Ég fylgist þá með öllu úr myndavélum. Síðan fer fiskurinn eftir röri frameftir skipi og í lestarnar. Hefðbundna að- ferðin er að dæla úr pokanum við stjórnborðshlið skipsins. Það er ýmislegt nýtt sem gaman verður að prófa,“ sagði Guðlaugur. mþh Venus NS 150 er komin heim Venus NS 150 kemur til Vopnafjarðar á hvítasunnudag eftir siglinguna frá Tyrklandi. Sjö menn voru í áhöfn hennar á heimleiðinni sem gekk mjög vel. Ljósm. Thorberg Einarsson. Skagamaðurinn Tómas Guðmunds- son hefur undanfarin misseri unn- ið að gerð nýrrar íslenskrar vef- síðu sem á sér enga sína líka. Um er að ræða vefinn tripcreator.com, sem rekinn er af ferðaskrifstofunni TripCreator, sem er að sögn Tóm- asar ólík öðrum ferðaskrifstofum á ýmsan hátt. „Þetta er alíslensk hug- mynd sem kviknaði hjá stofnendum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum síðan og gott dæmi um áhugavert og vel heppnað sprotafyrirtæki. Nokkr- ir einstaklingar sem voru að pæla á svipuðum nótum komu svo að hug- myndinni á seinni stigum,“ segir Tómas í samtali við Skessuhorn. Fyrirtækið telur tíu starfsmenn og eru höfuðstöðvar þess á Íslandi en einnig er rekin þróunardeild í Litháen. „Þetta er að mörgu leyti öðruvísi ferðaskrifstofa en við eig- um að venjast. Ekki eru seldar fyr- irfram ákveðnar ferðir heldur get- ur fólk farið inn á síðuna, skipu- lagt og sérsniðið sína eigin ferð með hjálp þeirrar tækni sem TripCrea- tor byggir á og er einstök á heims- vísu. Þarna geturðu hakað í hvað þú vilt gera, hvaða áhugamál þú hefur og hvernig ferð þú vilt fara í. Einn- ig geturðu valið um hversu miklu þú vilt eyða, hvað þú vilt gera mik- ið á dag, hvort þú viljir bílaleigubíl og svo framvegis,“ útskýrir Tóm- as. Að lokum smellir notandinn á hnappinn „búa til ferð“ og fær upp tillögu að ferð sem er sérsniðin að hans óskum og væntingum. „Þá ertu með fullkomna ferðalýsingu og bú- inn að bóka allt; gistingu, afþreyingu eða hvað sem það er. Síðan greið- ir þú fyrir ferðina þegar hún er full- sniðin að þínum óskum. Vefurinn er tengdur beint við booking.com, bokun.is og aðra slíka vefi þannig að það koma bara upp valmöguleikar þar sem möguleiki er á bókun.“ Á þriðja þúsund afþrey- ingarmöguleikar Tómas segir að fleiri hundruð þjón- ustuaðilar séu í kerfinu og á þriðja þúsund mismunandi afþreyingar- möguleikar. „Svo sem hvalaskoðun, jöklaferðir og hvað hægt er að sjá og skoða. Þetta eru bæði t.d. dagsferð- ir sem kosta eitthvað og aðrir hlutir sem kosta ekki neitt.“ Auðvelt er því fyrir ferðamanninn að sníða ferðina að sínum fjárhag og sínum áhuga. Vefurinn sér svo um að reikna út og áætla allar fjarlægðir á milli staða og hve langan tíma tekur að keyra á milli þeirra. „Þar eru reiknuð inn í stopp og gert ráð fyrir ákveðnum frávikum. Svo má skoða ferðalýs- inguna bæði á korti og í dagatali. Þá er einnig hægt að bæta við viðburð- um eða skoðunarstöðum og henda út.“ Tómas leggur áherslu á að vef- urinn henti Íslendingum ekki síður en erlendum ferðamönnum. Þarna geti þeir séð á einfaldan hátt hvað Ísland hefur upp á að bjóða, ná- kvæmlega flokkað eftir því hvað fólk vill gera. „Við stefnum á að hafa sem flest náttúrufyrirbæri þarna inni. Fólk getur þá séð að það er helling- ur að sjá og gera um allt land.“ Þegar verið er að skipuleggja ferð geta notendur valið sér flokk eftir staðsetningum og eftir þemum. „Við reynum að vekja athygli á allskonar áhugaverðum stöðum, náttúrufyrir- bærum og fleiru. Hægt er að fá upp- lýsingar um vita, náttúrulaugar, fjöll og fossa, söfn og sundlaugar - svo eitthvað sé nefnt. Við vinnum líka eftir því og leggjum í raun áherslu á að vekja athygli á nýjum svæðum,“ segir Tómas. Aukinn fjöldi ferða- manna kallar á frekari dreifingu þeirra um landið, eins og rætt hef- ur verið um og yfirvöld ferðamála og ferðaþjónustan leggja áherslu á. Því má segja að það sé rauður þráð- ur hjá TripCreator vefnum að beina fólki í aðrar áttir og vekja um leið athygli á nýjum og áhugaverðum stöðum og svæðum víða um land. „Það er kappsmál okkar að opna augu fólks fyrir áhugaverðum, en ef til vill vannýttum, svæðum. Ástæðan fyrir því að þau eru vannýtt er ekki sú að það sé ekki eitthvað áhuga- vert að sjá þar eða gerast. Það þarf hins vegar að draga fólk inn á þessi svæði og þá kemur eftirspurnin eft- ir margvíslegri þjónustu þar klárlega í kjölfarið.“ Skrifar lýsingar Starf Tómasar felst m.a. í því að afla upplýsinga um og skrifa lýsingar á ýmsum stöðum og náttúrufyrirbær- um sem hægt er að finna á vefnum, auk margvíslegra markaðs- og þjón- ustutengdra verkefna. „Ég hef t.d. samband við fólk hingað og þangað um landið og spyr það hvað hægt sé að gera á svæðinu, oft með áherslu á að finna eitthvað sem er nýtt og spennandi. Flestir geta bent mér á eitthvað eða bent mér á einhvern annan sem gæti sagt frá einhverju sniðugu. Þegar litið er yfir land- ið kemur í ljós að á meðan margt er í boði fyrir ferðafólk á ákveðn- um svæðum eru önnur svæði þar sem minna virðist af afþreyingu eða áhugaverðum stöðum að sækja heim og skoða. Það er hins vegar alveg ljóst að á þessum svæðum er fullt af áhugaverðum stöðum. Það á bara eftir að koma þeim á kortið. Sem dæmi um slík svæði má nefna hluta af Norðausturlandi, norðanvert Vesturland og sunnanverða Vest- firði. Eftir að Reykhólum sleppir er oft lítið um þjónustu. Sum svæði eru mjög vel depluð á kortinu okkar, en svo koma svæði þar sem ekki eru eins margir deplar þó að nóg sé að sjá þar og gera. Það koma því eyður inn á milli en það er alveg klárt að þar er eitthvað að sjá og gera líka,“ útskýrir hann. Gaman að grúska í þessu Tómas Guðmundsson hefur ver- ið viðloðandi ferðaþjónustu í lang- an tíma og er mikill áhugamaður um ferðamannastaðinn Ísland. „Ég hef verið býsna lengi í ferðaþjón- ustunni, við margvísleg störf og þá hefur sambýliskona mín, Bjarn- heiður Hallsdóttir, unnið við rekst- ur eigin ferðaskrifstofa um árabil. Það má því segja að ferðaþjónust- an sé okkar lifibrauð og um leið helsta áhugamál og ekki spillir fyrir hvað ég hef gaman af því að grúska í þessu.“ Tómas og Bjarnheiður gáfu til að mynda út Ferðahand- bók fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum. „Svo frétti ég af þessu verk- efni núna og datt inn í það. Það er gaman að pæla í þessu og komast að því hversu margt er hægt að upp- lifa, sjá og skoða á Íslandi. Ég hafði t.d. lúmskt gaman af að skrifa um allar 330 kirkjur landsins og vitana líka, sem allir hafa sín sérkenni,“ segir Tómas og brosir. Sífelld endurnýjun Að sögn Tómasar er tvennt sem gerir TripCreator vefinn sérstak- an. Annars vegar skipulagningin, að app eða vefur sjái um að skipu- leggja og bóka ferðir fyrir ferða- manninn frá A til Ö. Hins vegar nefnir hann þá sérstöðu að mikið er af fróðleik og áhugaverðu efni á vefnum, af nánast öllu mögulegu sem hægt er að skoða. „Vefurinn fer vel af stað, þrátt fyrir að við höfum farið seint af stað fyrir þetta sum- arið og ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Við kom- um vel út á leitarvélum og umferð- in kemur á óvart. Fólk er að skoða vefinn hvaðanæva úr heiminum,“ segir hann. Hann segir næstu skref vera að klára að setja inn margvís- legt efni svo sem tjaldsvæði, golf- velli og veiðisvæði. „Svo er vefur- inn reglulega uppfærður. Það er endalaust hægt að betrumbæta, sníða af hnökra og efnisöflunin er í sífelldri endurnýjun,“ segir Tómas Guðmundsson. grþ Vefur sem skipuleggur sérsniðnar ferðir um landið Tómas Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.