Skessuhorn - 27.05.2015, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Brautskráning 2015
Föstudaginn 5. júní fer fram brautskráning
nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar.
Athöfnin hefst klukkan 11:00 á sal skólans.
Allir velkomnir.
Skólameistari.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Fiskvinnslukonan, keiluþjálfarinn
og söngfuglinn Jónína Björg Magn-
úsdóttir vakti í vetur athygli fyrir
lagið „Svei´attan“ þar sem hún söng
um óréttlætið sem henni finnst við-
gangast í launum fiskvinnslufólks.
Nína, eins og hún er jafnan kölluð,
samdi textann við lag Braga Valdi-
mars Skúlasonar og flutti lagið sjálf.
Forsaga textans er sú að Jónínu
blöskraði þegar hún og samstarfs-
fólk hennar hjá HB Granda tvöfald-
aði vinnuafköst sín í fiskvinnslunni
og fengu íspinna sem umbun í stað
launahækkunar eða bónusa. Óhætt
er að segja að lagið hafi slegið í gegn
og að sögn Nínu hefur það fengið
nærri 35 þúsund áhorf á YouTube.
„Svo hefur það heyrst svolítið á Rás
2. Það var tilnefnt á vinsældalistann
og fór í 6. sæti og þaðan í 14. sæti,“
segir Nína í samtali við Skessuhorn.
Ákvað að prófa
Nú hefur Jónína samið texta við
annað lag og fékk Bubba Mort-
hens til liðs við sig við gerð lags-
ins. „Það var búið að skora mikið á
mig að tala við hann. Gummi mað-
urinn minn sagði meðal annars að
hann skuldaði kannski íslenskri al-
þýðu það og svo voru fleiri sem
ráku á eftir því. Þannig að ég ákvað
að prófa. Bubbi tók mjög vel í það,
spurði bara „Hvar og hvenær á ég
að mæta,“ útskýrir Nína. Hún seg-
ist hafa gert tvo texta, annars veg-
ar við lagið „Another brick in the
wall“ með Pink Floyd og hins vegar
lagið Frostrósir með Hauki Mort-
hens. „Hann valdi textann sem ég
hafði samið við Frostrósir en vildi
gera eitthvað annað lag við það.
Textinn var upphaflega tvö erindi,
þar sem fyrra erindið byggir á lín-
um úr Frostrósum en hitt ekki. Ég
stakk svo upp á því að við myndum
gera blúslag úr þessu og breyta text-
anum í fjögur erindi.“ Skömmu síð-
ar hittust Nína og Bubbi í stúdíóinu
Góðu hljóði í Borgarnesi, þar sem
lagið var hljóðritað. „Þegar við hitt-
umst í stúdíóinu hjá Sissa í Borgar-
nesi kom Bubbi með hugmynd að
útsetningunni á blúsinum. Þannig
að lagið er í raun okkar beggja en
textinn er minn.“ Hægt er að hlusta
á lagið á YouTube.
„Morgunljós móðgun“
Lagið heitir „Morgunljós móðgun“
og textinn er ádeila, líkt og sá fyrri.
„Ég er svolítið að vísa í orð Vil-
hjálms Birgissonar, hann notar svo-
lítið orðið morgunljóst! En annars
er það um atvinnurekanda sem kem-
ur með tilboð til launþeganna sem
er í raun og veru ekki gott. Hann er
að vanvirða fólkið með þessu móðg-
andi tilboði,“ segir Nína. Hún hef-
ur ákveðnar skoðanir á kjaradeil-
unni og liggur ekki á þeim. „Ef fólk
myndi bara hlusta á það sem við
erum að biðja um. Ég vil sjá hækk-
un á krónutölu, það væri bara sann-
gjarnt. Það er ekki hægt að ætla að
hækka alla um sömu prósentutölu.
Manneskja með tvær milljónir í laun
myndi hækka töluvert meira en sá
sem er með undir þrjú hundruð þús-
und, það væri ekki hægt að bera það
saman.“ Hún segist vilja laun sem
hún geti lifað af miðað við það við-
mið sem útgefið er af ríkinu. „Það
er bara skammarlegt að margir nái
ekki því viðmiði. Sérstaklega innan
þeirra atvinnugreina sem hafa alveg
svigrúm til að greiða hærri laun,“
segir Nína ákveðin. Hún segir að þó
laun hækki þurfi það ekki að þýða að
það komi óðaverðbólga, heldur fari
meira í ríkiskassann. „Það fer ekki
allt samfélagið á hliðina þó laun-
in hækki, heldur lækkar bara arður-
inn hjá einhverjum stórfyrirtækjum.
Þetta kemur á endanum inn í ríkis-
kassann og þá er meira til fyrir alla.
Ef fólkið fær hærri laun, getur það
frekar keypt hluti úti í búð. Ég vil
borga minn skatt til að ég viti að það
verði hugsað um mig og mína þegar
við þurfum á því að halda.“
grþ
Fiskvinnslukona gefur út lag
með Bubba Morthens
Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir, Bubbi Morthens og Sesselja Andrésdóttir við gerð myndbandsins
í síðustu viku. Ljósmyndin er fengin af Facebook síðu Jónínu og birt með leyfi.
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Ólafsvík 2015
Bifreiðaskoðun verður við
Fiskiðjuna Bylgjuna Bankastræti 1
Mánudaginn 1. júní
Þriðjudaginn 2. júní
Miðvikudaginn 3. júní
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Upplýsingar í síma 863 0710
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
Skúli Alexandersson
Fyrrverandi alþingismaður frá Hellissandi
lést á Landspítalanum laugardaginn 23. maí.
Útför Skúla verður frá Ingjaldshólskirkju sunnudaginn
31. maí kl. 14.00
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Menningarsjóðinn Fegurri byggðir. Reikningur í
Landsbankanum nr. 190-15-380429, kt. 681011-0130.
Hrefna Magnúsdóttir
Ari Skúlason Jana Pind
Hulda Skúladóttir
Drífa Skúladóttir Viðar Gylfason
börn og barnabarnabörn