Skessuhorn - 27.05.2015, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Laugardaginn 23. maí voru 56
nemendur brautskráðir frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi. Dröfn Viðarsdóttir áfanga-
stjóri flutti annál vorannar 2015 og
Guðmundur Brynjar Júlíusson ný-
stúdent flutti ávarp fyrir hönd út-
skriftarnema. Benedikta Haralds-
dóttir hlaut viðurkenningu skól-
ans fyrir bestan árangur á stúdents-
prófi á vorönn 2015. Fyrir athöfn-
ina spiluðu Aðalsteinn Bjarni Vals-
son, Nikulás Marel Ragnarsson og
Sindri Snær Alfreðsson, nemend-
ur við skólann, nokkur lög. Aðr-
ir tónlistarmenn sem komu fram
voru Heiðmar Eyjólfsson og Sig-
rún Ágústa Helgudóttir nýstúd-
entar. Við athöfnina fékk Arnar
Freyr Sævarsson, sem útskrifaðist
með stúdentspróf af náttúrufræði-
braut á haustönn 2014, verðlaun
fyrir framúrskarandi námsárangur í
raungreinum úr sjóði Guðmundar
P. Bjarnasonar.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
afhenti námsstyrk Akraneskaup-
staðar. Námsstyrkurinn skiptist að
þessu sinni jafnt milli tveggja nem-
enda. Þeir eru Eyrún Eiðsdóttir
sem lauk stúdentsprófi af náttúru-
fræðibraut og fékk jafnframt viður-
kenningu skólans fyrir bestan ár-
angur á stúdentsprófi á haustönn
2014 og Benedikta Haraldsdóttir
sem lauk stúdentsprófi af málabraut
og fékk einnig viðurkenningu skól-
ans fyrir bestan árangur á stúdents-
prófi á vorönn 2015.
Nokkrir útskriftarnemar fengu
verðlaun og viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur og störf að fé-
lags- og menningarmálum. Nöfn
þeirra sem gáfu verðlaun eru
innan sviga.
Arnar Freyr Sigurðsson fyrir
störf að félags- og menningarmál-
um (Minningarsjóður Karls Krist-
ins Kristjánssonar)
Arnór Bjarki Grétarsson fyrir
störf að félags- og menningarmál-
um (Minningarsjóður Karls Krist-
ins Kristjánssonar)
Benedikta Haraldsdóttir fyr-
ir bestan árangur á stúdentsprófi á
vorönn 2015 (Fjölbrautaskóli Vest-
urlands), fyrir ágætan árangur í er-
lendum tungumálum (Deild er-
lendra tungumála, bókmennta og
málvísinda við Háskóla Íslands),
ágætan árangur í frönsku (Sorop-
timistasystur á Akranesi), ágætan
árangur í þýsku (þýska sendiráðið),
ágætan árangur í dönsku (danska
sendiráðið) og fyrir ágætan árang-
ur í íslensku (Penninn Eymundsson
á Akranesi)
Bjarni Tómas Helgason fyrir
ágætan árangur í verklegum grein-
um (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra
Ástríðardóttir)
Guðmundur Rafnar Óskarsson
fyrir ágætan árangur í sérgreinum
á námsbraut í bygginga- og mann-
virkjagreinum (Verkalýðsfélag
Akraness) Guðný Hulda Valdimarsdótt-
ir fyrir ágætan árangur í efnafræði
(Elkem Ísland)
Hallur Freyr Sigurbjörnsson fyr-
ir ágætan árangur í dönsku (danska
sendiráðið)
Heiðmar Eyjólfsson fyrir störf
að félags- og menningarmálum
(Minningarsjóður Karls Kristins
Kristjánssonar)
Sigríður Helga Sigfúsdóttir fékk
hvatningarverðlaun til áframhald-
andi náms og viðurkenningu fyr-
ir persónulegar framfarir í námi
(Zontaklúbbur Borgarfjarðar)
Sigríður Eva Þorsteinsdóttir fyr-
ir ágætan árangur í þýsku (þýska
sendiráðið)
Sigrún Ágústa Helgudóttir fyrir
störf að félags- og menningarmál-
um (Minningarsjóður Karls Krist-
ins Kristjánssonar)
Steinar Bjarki Marinósson fyrir
framúrskarandi árangur í stýring-
um (VS Tölvuþjónusta)
Vilborg Júlía Pétursdóttir fyr-
ir ágætan árangur í dönsku (danska
sendiráðið), ágætan árangur í
íþróttum (Omnis), ágætan árang-
ur í líffræði (Skaginn og Þorgeir &
Ellert), ágætan árangur í efnafræði
(Norðurál) og fyrir ágætan árang-
ur í raungreinum (Gámaþjónusta
Vesturlands)
Þorri Líndal Guðnason fyrir
störf að félags- og menningarmál-
um (Minningarsjóður Karls Krist-
ins Kristjánssonar)
Þorvaldur Arnar Guðmundsson
fyrir góðan námsárangur á starfs-
braut (Meitill og GT Tækni) og
fyrir ágætan árangur í íþróttum
(Rótarýklúbbur Akraness)
Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla-
meistari ávarpaði útskriftarnem-
endur í lokin og óskaði þeim gæfu
og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr
sætum og sungu saman ljóð Stein-
gríms Thorsteinssonar, Nú er sum-
ar.
fva/ Ljósm. Guðni Hannesson.
Benedikta Haraldsdóttir hlaut hæstu
einkunn á stúdentsprófi.
Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Hluti útskriftarhópsins þegar húfurnar voru komnar upp.