Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Page 15

Skessuhorn - 27.05.2015, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana á Akranesi fer fram dag- ana 29. maí til 8. júní næstkom- andi. Það er Akraneskaupstaður sem stendur fyrir hreinsunarátak- inu og eru bæjarbúar hvattir til að taka virkan þátt í að hreinsa og fegra bæinn sinn. „Þetta er átak sem við erum að fara í með bæj- arbúum en við erum ekki síður að biðla til fyrirtækjanna á svæðinu um að gera fínt og fallegt hjá sér,“ segir Íris Reynisdóttir garðyrkju- stjóri í samtali við Skessuhorn. Akraneskaupstaður mun stað- setja gáma á ákveðna staði í bæn- um sem íbúar og fyrirtæki geta notað. Ætlast er til að sorpið sé flokkað og því verða mismunandi gámar á hverjum stað merktir með viðeigandi flokkunarmerkj- um. Gámarnir verða á sjö stöð- um í hverfunum og á fjórum stöð- um á athafnasvæðum. Að sögn Ír- isar er vorhreinsunin í ár víðtæk- ari en verið hefur. Stefnan sé að taka bæinn í gegn en starfsfólk Akraneskaupstaðar er að hefja sín venjubundnu vorverk og reynir að hreinsa til eftir bestu getu sam- hliða því. „Við munum að vísu ekki taka garðúrganginn hjá íbú- um líkt og í fyrra en í staðinn kom- um við til móts við fólk og setjum gáma um allan bæ. Við reynum að stíla inn á að fólk hafi tvær helg- ar til að nýta sér gámana og því er um að gera að henda sem mestu og losa sig við nógu mikið,“ segir hún. Íris bendir á að hægt sé að fá upplýsingar um vorhreinsunina á vef Akraneskaupstaðar og með því að hringja á skrifstofu Akranes- kaupstaðar. „Við hvetjum alla til að taka þátt og nýta sér tækifærið að hreinsa vel til á sinni lóð og í sínu nær umhverfi. Það er gott að hafa í huga gamla góða hugtakið: Margar hendur vinna létt verk,“ segir hún. „Það er mikill straum- ur af fólki hingað á sumrin og öll viljum við hafa bæinn okkar til sóma,“ bætir Íris við. grþ Vorhreinsun Skagamanna Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana á Akranesi fer fram dagana 29. maí - 8. júní. Bæjarbúar, ungir sem aldnir, eru hvattir til að taka virkan þátt í að hreinsa og fegra bæinn okkar! Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum sem íbúar og fyrirtæki geta notað. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. SK ES SU H O R N 2 01 5 Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Vorhreinsun framundan á Akranesi Unglingar í vinnuskólanum að störfum í fyrrasumar þegar bærinn fékk vorhreinsun fyrir Norðurálsmótið. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Verzlunin Allra manna hagur Í tilefni af hreinsunarátaki SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.