Skessuhorn - 27.05.2015, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Skúli Alexandersson fyrrver-
andi alþingismaður og Sand-
ari lést á Landspítalanum síð-
astliðinn laugardag, 88 ára að
aldri. Skúli fæddist 9. september
1926 og ólst upp á jörðinni Kjós,
nærri þeim stað sem Djúpuvík-
urþorpið byggðist upp. Sjálfur
sagðist hann einungis hafa ver-
ið smástubbur þegar hann fór að
venja komur sínar á síldarplön-
in og þar í grennd. Þetta var á
bestu árunum í Djúpuvík en svo
fór að þar tók að halla undan fæti
eins og víðar þar sem lífsbaráttan
var erfið. Skúli fluttist til Hell-
issands 26 ára gamall en í milli-
tíðinni fetaði hann menntaveg-
inn og prófaði sitthvað fleira til
sjós og lands. Safnaði þar reynslu
sem átti síðar eftir að koma sér
vel í reynslubankanum. Hann var
m.a. á síld og síldarbátum sem
náðu í silfur hafsins inn í Hval-
fjörð og á sundunum við Reykja-
vík. Skúli fór í Samvinnuskólann
sem þá var í Reykjavík. Að loknu
námi þar réði hann sig til starfa
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þar
sem hann var verslunarmaður
1951-1952. Þá flutti hann vestur
á Hellissand þar sem hans starfs-
vettvangur og búseta var eftir það
auk þingmennskunnar við Aust-
urvöll. Skúli starfaði hjá Kaup-
félagi Hellissands í þrjú ár. Síðan
tók hann þátt í því ásamt fleirum
að kaupa 50 tonna mótorbát og
starfaði að útgerð hans í nokk-
ur ár. Tók þá við starfi fram-
kvæmdastjóra Útgerðarfélagsins
Jökuls 1961 og veitti því félagi
forstöðu í þrjá áratugi, eða þar til
útgerðinni var hætt.
Skúli kvaðst sjálfur frá unga
aldri hafa haft mikinn áhuga á
stjórnmálum. Aðhyllst Sósíalista-
flokkinn og Æskulýðsfylkinguna
meðan hann nam í Samvinnu-
skólanum í Reykjavík. Svo eftir
að hann fluttist vestur myndaði
hans ásamt fleirum hóp félags-
hyggjumanna sem bauð fram lista
til sveitarstjórnar í Neshreppi
utan Ennis eins og sveitarfélagið
hét þá. Þar náðu þeir meirihluta
og Skúli varð oddviti 1954 og
gegndi því embætti í 12 ár. Eft-
ir það var hann oddviti í tæp tvö
tímabil, en seinasta árið hans í
oddvitastarfinu var 1981. En það
var ekki nóg með að Skúli væri
þaulsetinn í sveitarstjórn heldur
var hann einnig kosinn til starfa
á Alþingi. Hann var fyrst kosinn
á þing fyrir Alþýðubandalagið á
Vesturlandi 1979 og sat á þingi
til 1991. Hafði reyndar áður ver-
ið inni á þingi meira og minna
frá 1971 til 1979, sem varamað-
ur Jónasar Árnasonar.
Skúli sagði sjálfur að þátt-
taka sín í atvinnulífinu hafi ver-
ið besta vegarnestið þegar hann
settist á þing. Alla tíð var hann
með púlsinn á slagæð atvinnulífs-
ins og fylgdist grannt með þróun
búsetu og byggðar í sinni heima-
byggð. Það gerði hann raunar
allt til síðasta dags. Í takt við það
helgaði hann ferðaþjónustunni
starfskrafta sína síðustu áratugina
eftir að þingstörfum lauk. Hann
hafði meðal annars forystu um að
byggja Hótel Hellissand, standa
að uppbyggingu sjóminjasafns,
skógrækt var hugleikin, nánara
samstarf sveitarfélaga og sitthvað
fleira. Líkamlegri heilsu Skúla
tók að hraka á síðustu árum þótt
hugurinn væri á sama hraða og
fyrr. Fyrir einungis fáum mán-
uðum ákvað hann að flytja ásamt
Hrefnu Magnúsdóttur eiginkonu
sinni á Hrafnistu í Hafnarfirði
þar sem hann þurfti að vera í ná-
lægð við ákveðna læknisþjónustu
flesta daga. Hann undi hag sín-
um vel á Hrafnistu og sýndi þar
áfram óbilandi áhuga sem hann
hefur alla tíð haft fyrir landsmál-
um og ekki síst byggðamálum á
Vesturlandi. Ekki er lengra en
nokkrir dagar síðan hann hringdi
í undirritaðan til að ræða sitt-
hvað sem okkur báðum var hug-
leikið. Kvaðst þá vera nýkom-
inn úr ferð vestur til að minnast
látins félaga. „Hann var kannski
síðastur þessara orginala sem
unnu sinni heimabyggð,“ sagði
Skúli um genginn samferðamann
sinn. Ég kváði og sagði að meðan
Skúli drægi andann væri allavega
einn eftir. Hann hló sínum dill-
andi hlátri.
Eftir að Skúli flutti á Hrafn-
istu tók Þórhallur Ásmundsson
blaðamaður viðtal við hann sem
birtist í Skessuhorni fyrr á þessu
ári. Þar var skautað yfir ýmislegt
úr lífshlaupi kappans. Lokaorð-
in í því viðtali geri ég að loka-
orðum þessarar stuttu minningar
um látinn héraðshöfðingja. Eftir
að hafa komið að rekstri Skessu-
horns í tæplega tvo áratugi hef
ég verið spar á að kalla menn því
sæmdarheiti sem héraðshöfðingi
er. Get ég þó með góðri sam-
visku sagt að Skúli Alexanders-
son er sá einstaklingur sem sýnt
hefur sínu heimahéraði og raun-
ar Vesturlandi öllu hvað mesta
ræktarsemi í seinni tíð. Slíkir
menn eru jafn mikilvægir sínum
heimahéruðum og sólin er öllu
lífi á jörðinni.
Aðspurður um framtíðarhorf-
ur síns gamla byggðarlags á Snæ-
fellsnesi, sagði Skúli: „Undir-
stöðuatvinnugreinarnar, sérstak-
lega sjávarútvegurinn, eru sterk-
ar á Snæfellsnesi. Ferðaþjónust-
an er líka stöðugt að eflast og á
mikla framtíð fyrir sér. Ég var
baráttumaður fyrir því að sveit-
arfélögin sameinuðust og varð
fyrir vonbrigðum að Grundar-
fjörður og Stykkishólmur kæmu
ekki inn í sameininguna þegar
Snæfellsbær varð til. Ég held að
sameinað sveitarfélag á Snæfells-
nesi, sem yrði það annað stærsta
á Vesturlandi, gæti gefið slag-
kraft til aukinnar uppbyggingar
á svæðinu. Ég býst við að fyrr en
seinna þurfi fólk að fara að huga
að því. Við þurfum að standa
saman, það gerir okkur sterkari.
Fjölbrautaskólinn er gott dæmi
um það og mjög mikilvægt að
við getum varið alla starfsemi á
svæðinu og eflt hana. Öðruvísi
fjölgar fólkinu ekki eða byggð-
in eflist.“
Útförin Skúla verður gerð frá
Ingjaldshólskirkju sunnudaginn
31. maí klukkan 14.00.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu,
börnum og öðrum afkomendum
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ing Skúla Alexanderssonar.
Magnús Magnússon.
And lát: Skúli Alexandersson
fv. oddviti og alþingismaður
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
SÓLVARNARGLER
OG HANDRIÐ
M
ynd: Josefine Unterhauser
ispan@ispan.is • ispan.is
Einnig leigjum við bíl með
fjórhjóladrifi fyrir allt að
11 farþega með bílstjóra,
tilvalið fyrir gönguhópa
Brákarbraut 5 - Borgarnesi - 437 1300 / 692 5525 / 897 6649
Leigjum fólksbíla
og jeppa
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
á upplýsingum um væntanleg-
ar framkvæmdir við Hvalfjörð.
„Af hverju er svona stóru máli
ekki sýnd meiri athygli, til dæmi
í Ríkisútvarpi allra landsmanna?
Við teljum að það þurfi að upp-
lýsa alla landsmenn um hvað fyr-
ir dyrum er og standa fyrir hrein-
skiptri og opinni umræðu um 450
manna stóriðjufyrirtæki sem vafa-
lítið mun verða stækkað verði því
á annað borð hleypt af stað í upp-
byggingu. Fjölmiðlar hafa á eng-
an hátt verið að sinna þessu máli.
Til dæmis var í lok vetrar skrifað
undir stærsta fjárfestingasamning
í stóriðju hér á landi frá því samn-
ingur um álverið á Reyðarfirði var
undirritaður, þegar Silicor skrifaði
undir tækjakaup við Þjóðverja upp
á 70 milljarða við athöfn í Reykja-
vík. Þetta þótti stóru fjölmiðlunum
afskaplega ómerkilegt mál og sum-
ir slepptu því með öllu að fjalla um
það,“ segir Þórarinn. Þau Ragn-
heiður og Þórarinn telja ástæð-
una fyrir afskiptaleysi fjölmiðla og
ráðamanna í fyrirhuguðu kísilverk-
smiðjumáli gefa vísbendingar um
að það séu fjármálaöflin sem raun-
verulega ráði för. „Það verða hugs-
anlega lífeyrissjóðir sem koma að
fjármögnun bæði verksmiðjunn-
ar og orkuöflunar og þeirra hagur
er að koma peningunum sem þeir
sitja á í vinnu. Bankar og aðrar fjár-
málastofnanir ráða býsna miklu hér
á landi og þeir ásamt lífeyrissjóð-
unum vilja af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum fjárfesta í stóriðju.
Ef fjölmiðlar svo spila með í „geim-
inu“ er ekki við öðru að búast en al-
menningur trúi að enn meiri stór-
iðja eigi að verða bjargvættur lands-
ins út úr kreppunni. Við segjum
hins vegar NEI við slíku, því við
horfum til langtímaáhrifa. Landið
okkar er alltof verðmætt til að fara
svona með það. Við megum aldrei
fórna því fyrir stundarhagsmuni
peningaafla,“ segir Þórarinn.
Eigum ennþá eitt
hreinasta land í heimi
Þórarinn og Ragnheiður telja að
skipulagsyfirvöld, borgarstjórn,
sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit-
ar og ríkisstjórnin geti ekki horft
fram hjá ábendingum og kröf-
um Umhverfisvaktarinnar um að
virða rétt fólks við Hvalfjörð og
að vernda náttúruperlu sem er
einstök. „Þar að auki telur Um-
hverfisvaktin að Íslendingum
beri að framleiða íslenskar vörur
úr íslensku hráefni sé þess nokk-
ur kostur. Við þurfum að leggja
áherslu á það sem íslenskt er. Það
er t.d. ekki íslensk framleiðsla að
hreinsa óþrifnað úr innfluttu sú-
ráli sem er í eigu útlendinga, með
íslenskri niðurgreiddri raforku,
skilja óþrifnaðinn eftir hér á landi
og flytja lokaafurðina sem einnig
er í eigu útlendinga aftur út. Hrá-
efnið fyrir Silicor er ekki íslenskt.
Eigendurnir eru erlendir,“ segja
þau Þórarinn og Ragnheiður.
Að lokum segja þau að í um-
ræðu um stóriðju eig ekki að
beita innihaldslausri orðræðu og
afvegaleiða umræðuna, heldur
líta raunsætt á málin: „Við eigum
ennþá eitt hreinasta land í heimi
sem er ríkt af auðlindum. Við ætt-
um öll að hrósa happi yfir þessu
fallega landi og virða rétt kom-
andi kynslóða til þess. Við eigum
að koma í veg fyrir að stjórnvöld
gíni yfir sameiginlegum auðlind-
um og að auðlindir verði notað-
ar með alltof miklum hraða, jafn-
vel offorsi og á þann hátt að aldrei
verði bætt.“ mm