Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Page 19

Skessuhorn - 27.05.2015, Page 19
19MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Ísgöngin í Langjökli munu taka á móti sínum fyrsta ferðamannahópi mánudaginn 1. júní næstkom- andi. „Þetta er bara rétt að klár- ast núna, við erum á lokametrun- um í frágangi. Útlitið var ekki gott eftir veturinn en það hefur unn- ist mjög vel síðustu þrjár til fjórar vikurnar og afar lítið sem er eftir,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Gla- cier, eignarhaldsfélags um ísgöng- in í Langjökli, þegar blaðamað- ur Skessuhorns ræddi við hann í vikunni. „Vinnan fer langt um helgina og aðeins einhver smá- atriði eftir sem unnið verður að í næstu viku. Þetta er eiginlega smá þjófstart hjá okkur, formleg opnun verður 5. júni þegar verða göngin opnuð með mikilli viðhöfn.“ Hellarnir, auk ganganna sem tengja þá saman, teygja sig 550 m inn í jökulinn og allt að 30 m undir yfirborð hans. Munu þetta vera stærstu manngerðu ísgöng og -hellar í Evrópu. Verkefnið hefur verið stutt af Icelandair Group hf. og lífeyris- sjóðunum.Verkfræðistofan EFLA hefur verið viðriðin verkefnið frá upphafi og Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur hefur látið sérþekkingu sína í té. Að sögn Sigurðar hefur geng- ið vel að selja í göngin og þegar einhverjar dagsetningar uppbók- aðar. „Það hefur bókast rosalega mikið þessa dagana og fyllist mjög fljótt. Sumarið er þó ekki uppbók- að. Við erum náttúrulega nýtt fyr- irtæki sem hóf ekki markaðssókn fyrr en síðasta haust. Það þýð- ir að við höfum ekki náð til hópa sem skipuleggja ferðir langt fram í tímann og margir vilja koma og skoða staðina áður en þeir koma með stóra hópa,“ segir Sigurður en bætir því við að fyrirtækið horfi björtum augum til framtíðar. „Við áætlum að það verði mikill vöxtur á næsta ári, það tekur allavega eitt ár að koma sér á framfæri. Þannig að við erum bara bjartsýn.“ kgk Ari Bjarnason, tannlæknir í Ólafs- vík, fagnaði fimmtugsafmæli í síð- ustu viku. Af því tilefni fór hann í ferðalag til Asíu og hljóp maraþon á Kínamúrnum. Það má því segja að hann hafi haldið upp á afmælið á frekar óhefðbundinn hátt. Skessu- horn heyrði í Ara rétt eftir heim- komuna og forvitnaðist um hlaup- in og ferðina. „Það var alltaf ákveð- inn draumur hjá mér að halda upp á afmælið mitt í Asíu. Ég var svo að spjalla við dóttur mína og þá kom upp þessi hugmynd um að taka þátt í maraþoninu en mig hefur allt- af dreymt um að hlaupa maraþon. Það varð svo úr að við fórum í níu daga ferð til Kína öll fjölskyldan, nema konan,“ segir Ari sem á þrjú börn á aldrinum 14 - 27 ára. Eitt af erfiðustu mara- þonunum Ari hefur lengi haft áhuga á hreyf- ingu og hefur lagt stund á hjólreið- ar til margra ára. Hann er aftur á móti nýfarinn að stunda hlaup. „Ég er alls ekki búinn að vera lengi í þessu. Ég hljóp svolítið frá því ég var tvítugur og til svona 26 ára en hef ekki hlaupið síðan. Ég byrj- aði bara aftur í nóvember. En mál- ið er að ég hef hjólað mjög mikið og því var úthaldið til staðar,“ út- skýrir Ari. Hann bætir því við að hann hafi aldrei áður hlaupið mara- þon. Maraþonið á Kínamúrnum er hlaupið þriðju helgina í maí á hverju ári og er talið eitt af erfið- ustu maraþonhlaupum heims. Enda er þar hlaupið upp og niður mishá- ar og brattar tröppur og eins eftir grýttum stígum. Ari segist þó ekki alveg hafa áttað sig á því hversu strembið maraþonið væri þegar hann skráði sig. Hann hljóp mest inni á bretti í vetur þegar hann var að undirbúa sig en hljóp úti þegar veður leyfði. „Þá hljóp ég yfirleitt á vegunum hérna fyrir utan bæinn og aðeins uppi á fjallvegum. Það hefði mátt vera meira, þetta eru svo margar tröppur þarna úti og á köfl- um er yfir 60% halli á leiðinni upp. En þetta hafðist! Ekkert kom upp á og ég hafði það gott allan tímann,“ segir hann kátur. Fóru fyrst í ferð Þetta var fyrsta ferð Ara til Kína. Hann segir að aðstæður til hlaups- ins hafi verið góðar, byrjað var í 20 gráðu hita en á endanum hafi hit- inn verið kominn í 30 gráður. Hann skilaði sér í mark á 5:54:31 og varð nr. 312 af þeim 858 hlaupurum sem hófu hlaupið. „Það var líka hægt að hlaupa hálft maraþon og taka þátt í skemmtiskokki. Annars máttum við ekki taka þátt í hlaupinu nema koma fyrst með í ferð þar sem genginn var hluti af veggnum, til að við gætum hætt við ef okkur lit- ist ekki á þetta. Það voru einhverj- ir sem hættu við eða minnkuðu við sig og fóru hálft maraþon í staðinn. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, eignarhaldsfélags um ísgöngin í Langjökli. Fyrsti hópurinn heimsækir ísgöngin í Langjökli Hljóp maraþon á Kínamúrnum Svo voru líka einhverjir sem ætl- uðu að hlaupa hálft sem ákváðu að fara alla leið, þannig að þetta jafn- aðist út.“ Hann segir nokkur þús- und manns hafa tekið þátt í heild- ina. Þar á meðal hafi verið annar Ís- lendingur og íslenskar mæðgur sem hlupu hálft maraþon. Skipta um hús við útlendinga Í þessari ferð til Kína gistu Ari og fjölskylda hans á hóteli. Þau eru þó vön að ferðast með öðru fyr- irkomulagi sem þeim líkar betur. „Við höfum stundað húsaskipti í nokkur ár, þar sem skipt er á hús- um og bílum við útlendinga. Það er alveg frábært, það á bara enginn að ferðast öðruvísi,“ segir hann hlæj- andi. Fjölskyldan hefur því not- að þennan ferðamáta innan Evr- ópu með góðum árangri. „Við fór- um fyrst til Trieste á Ítalíu, höfum verið í fjallaþorpi fyrir utan Ma- drid í þrjár vikur og nú síðast vor- um við í Montpellier í Frakklandi. Þá fær maður húsin tilbúin, uppá- búin rúm, matur í ísskápnum og rauðvíns- og hvítvínsflaska á borð- inu. Það er eiginlega óskráð regla,“ segir hann. Hann segir þennan kost vera mun betri en að vera á hóteli. Fjölskyldan hafi alltaf fengið góð hús með sundlaug og þægilegt sé að geta labbað beint inn í eldhús og eldað sjálfur. Þó sé betra að skipu- leggja svona frí með góðum fyr- irvara. „Við höfum reyndar allt- af geta valið úr heimilum enda er ásóknin til Íslands svo mikil. Þetta er einnig töluvert ódýrari farkost- ur þar sem við borgum bara flug- miðann. Við förum alltaf frá sama flugvelli og fjölskyldurnar sem við skiptum við og hittumst þar, til að skiptast á bíllyklum og svona. Við höfum því alltaf hitt fólkið. Svo er þetta góð þjófavörn. Húsið manns stendur ekki tómt á meðan maður er í fríi,“ segir maraþonhlauparinn Ari að endingu. grþ Kínamúrinn er umfangsmikill enda sést hann frá tunglinu. Ari að hlaupa á Kínamúrnum. Líkt og sjá má er hlaupið gríðarlega erfitt enda er hlaupið upp og niður brattar tröppur og eftir grýttum stígum. Ánægður með að vera kominn í mark. Ari hljóp á 5:54:31 og varð í 312. sæti.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.