Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Page 23

Skessuhorn - 27.05.2015, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Kátt í Kjós haldin í júlí KJÓS: Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin laugardag- inn 18. júlí. Hún verður með sama sniði og undanfarin ár. Nú er kallað eftir þeim sem langar til að vera með viðburði, bjóða heim eða fá borð á markað- inum í Félagsgarði sem not- ið hefur mikilla vinsælda og er opinn þennan dag. Tekið er á móti skráningum og pöntunum á skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566-7100 og á netfangið: sigr- idur@kjos.is. -mþh Sauðburður sló í gegn LANDIÐ: Áhorfendur kunnu að meta beina útsendingu RÚV frá sauðburði í fjárhúsunum á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Sendingin hófst á uppstigning- ardag, fór að hluta út á aðalrás Sjónvarpsins og í heilan sólar- hring á hliðarrás. Mælingar hafa leitt í ljós að nánast annar hver Íslendingur horfði eitthvað á útsendinguna. Talið er að ríf- lega 125 þúsund manns hafi sest við skjáina og horft lengur en í fimm mínútur á það þegar skag- firsku kindurnar áttu afkvæmi sín. Útsendingin Beint frá burði varð þriðji vinsælasti dagskrár- liðurinn í íslensku sjónvarpi þá viku sem útsendingin fór fram. Þessu til viðbótar horfðu marg- ir á útsendinguna á netinu. -mþh Aflatölur fyrir Vesturland 16. – 22. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 50.632 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 25.936 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 19 bátar. Heildarlöndun: 66.314 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 40.328 kg í fimm löndun- um. Grundarfjörður 32 bátar. Heildarlöndun: 331.896 kg. Mestur afli: Þorleifur EA: 84.355 kg í sex löndunum. Ólafsvík 36 bátar. Heildarlöndun: 387.174 kg. Mestur afli: Egill SH: 52.956 kg í tveimur löndunum. Rif 35 bátar. Heildarlöndun: 424.054 kg. Mestur afli: Örvar SH: 86.085 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 23 bátar. Heildarlöndun: 57.226 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 39.990 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 69.257 kg. 20. maí 2. Hringur SH – GRU: 68.594 kg. 20. maí 3. Örvar SH – RIF: 57.626 kg. 18. maí 4. Grundfirðingur SH - 51.425 kg. 18. maí 5. Helgi SH - 48.027 kg. 17. maí mþh litlu samfélagi, að segja ekki allt- af nei. Frekar að taka mína törn og geta þá með góðri samvisku neit- að síðar. Ég sat því í ótal nefnd- um. Til dæmis var ég einu sinni í nefnd um málefni sauðfjárbænda, ég man ekki hvað hún hét. Þá fékk ég þær athugasemdir að ég væri óhæf af því að ég væri ekki bóndi. En ég kynnti mér öll málefni sem komu inn á borð til okkar og gat ekki séð að ég væri neitt verri en aðrir þarna.“ Auk þess var Þrúður formaður Sambands breiðfirskra kvenna á árum áður. „Við einbeittum okkur mikið að heilsugæslumálum þeg- ar skipan heilsugæslumála var til umræðu og beittum okkur meðal annars gegn því að íbúar í Dölum ættu að sækja heilbrigðisþjónustu í Stykkishólm. Þá hafði einhver fyr- ir sunnan bara teiknað upp svæðið með reglustiku og að því er virtist án þess að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virkuðu. Ég man að við hittumst seint um kvöld og héld- um fund og skrifuðum upp álykt- un þar sem við mótmæltum þessu og sendum á alla þingmenn. Sím- stöðin var opnuð sérstaklega fyrir okkur þetta kvöld, það var bara út- kall,“ segir hún og brosir. „Úr varð að hætt var við þessar breytingar og ég vil meina að við höfum átt þar hlut að máli,“ bætir hún við. „Áður en ég varð formaður höfðu kvenfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi sagt sig úr okkar sam- bandi. Þá náði Samband breið- firskra kvenna frá Dölum og vest- ur á Barðaströnd. Við reyndum að styrkja ýmis málefni meðan við höfðum fjármagn til en það var oftast af skornum skammti. Við vorum aðilar að landssamband- inu og þar var félagagjaldið nokk- uð hátt. Við báðum því um að fá að greiða fastar greiðslur eins og pólitísku félögin en fengum það ekki og söguðum okkur úr sam- bandinu í kjölfarið. Svo eftir að ég hætti þá segja kvenfélögin á Barða- ströndinni sig úr Sambandi breið- firskra kvenna og það rýrnaði enn frekar. Þetta samband er kannski bara barn síns tíma,“ heldur hún áfram. Flísagerð úr Búðardalsleirnum „Ég var líka formaður áhuga- mannafélagsins Dalaleirs, sem ætlaði að vinna leirinn í Búðardal, sællar minningar. Það voru alls kyns tilraunir gerðar með leirinn og kom í ljós að hann hentaði best til flísagerðar. Listakonan Kogga, Kolbrún Björgólfsdóttir, var ráðin til félagsins til þess að gera tilraun- ir með leirinn. Hún flutti í Búðar- dal og vann fyrir okkur um tíma. Tilraunirnar gengu vel og þetta gekk allt saman framar vonum, en þegar við fórum að velta fyrir okk- ur möguleikum á framleiðslu, kom í ljós að ef af framleiðslu á þessum flísum yrði, þá yrðu verndartollar felldir niður af ítölskum og dönsk- um flísum. Því þótti ljóst að þetta myndi ekki bera sig. Það var mjög leitt að ekkert varð af þessu.“ Nú er byrjað að vinna úr Fagra- dalsleirnum ýmsa nytjahluti og listmuni og gengur vel, en hann er sambærilegur þeim sem finnst í Búðardal. „Jarðvegur dalanna fyrir vestan er náttúrulega mikið til leir, allavega á Skarðsströnd og í Lax- árdal. Áður en framsýnir og dríf- andi menn í sveitarstjórn réðust í að malbika götur í Búðardal voru bara moldargötur og leirinn þar undir. Ef börnin í Búðardal voru úti að leika sér í vætu komu þau oft heim á sokkunum vegna þess að stígvélin þeirra festust í leirn- um og þau náðu þeim ekki upp úr, hann var svo þéttur í sér,“ rifjar Þrúður upp. Vel heppnað fólk Þrúður er gift Sturlu Þórðarsyni frá Breiðabólsstað á Fellsströnd. Hann starfaði lengi sem bílstjóri, ók bæði rútum og vörubílum en starfaði síðari ár starfsævinnar í mjólkurstöðinni í Búðardal. Sam- an eiga þau fjögur börn: Kristján, sviðstjóra hjá bæjarstjórn Hafn- arfjarðar; Steinunni sem starfar í útibúi Landsbankans á Patreks- firði; Friðrik sem er hljóðvinnslu- maður og bassaleikari Sálarinnar hans Jóns míns; og Hönnu Dóru óperusöngkonu og söngkennara. „Þetta eru ofsalega fínir krakkar og frábært fólk“ segir Þrúður og bætir því við að þau séu öll ágætir teikn- arar og öll músíkölsk. Teiknihæfi- leikana hafa þau líklega frá móð- ur sinni en aðspurð um tónlistina segir Þrúður að hana hljóti þau að hafa frá föður sínum. „Svo á ég indæl tengdabörn og 10 barnabörn og þau eru öll ynd- isleg. Það er óskaplega mikil guðs- gjöf að eiga börn og barnabörn sem eru heilbrigð, vel heppnað fólk og reglufólk. Það er því miður ekki sjálfgefið,“ bætir hún við. Ógleymanlegt spjall um Austur-Þýskaland Aðspurð um áhugamál sín kveðst hún hafa gaman af því að teikna og sauma. „Þá á ég við á sauma- vél, einkum fatasaum. Hef stund- um saumað konsertkjóla á dóttur mína. Svo hef ég gaman af saka- málasögum. Ég hef líka lært bet- ur að meta klassíska tónlist í gegn- um dóttur mína, hef margoft farið og séð hana syngja í óperum,“ seg- ir Þrúður. „Ég var til dæmis einu sinni stödd í heimsókn hjá dóttur minni í Þýskalandi og fór á óperu- sýningu í Neustrelitz, þar sem hún bjó og starfaði í nokkur ár. Þar var kona sem vann í fatageymslu í óperuhúsinu. Ég hafði komið þangað nokkrum sinnum þann- ig að við vorum farnar að þekkj- ast og kasta kveðju á hvora aðra. Einhverju sinni gerist það svo að við förum að spjalla saman og eft- ir gott spjall dettur mér í hug að spyrja hana út í hvernig þetta hafi verið undir kommúnistastjórninni. Neustrelitz er skammt frá Berlín og var náttúrulega hluti af Aust- ur-Þýskalandi á sínum tíma. Hún lýsir því fyrir mér að það hafi auð- vitað margt verið erfitt. Fólk hafi til dæmis aldrei vitað hverjum það gæti treyst. Það væri kannski búið að véla einhvern í fjölskyldunni til að njósna um aðra fjölskyldumeð- limi. Svo gerir hún allt í einu stutt hlé, lítur á mig og segir: „En þetta var að sumu leyti alveg ágætt. Það höfðu það allir jafn skítt!“ Mér fannst þetta æðisleg setning og ég gleymi aldrei þessu spjalli okkar,“ segir Þrúður og hlær við. Þessi saga frá Þýskalandi vek- ur forvitni blaðamanns sem spyr í kjölfarið hvort hún hafi þá ekki gaman af sagnfræði. Það stóð ekki á svörum. „Jú, ég elska sagnfræði og hef gert frá því ég var lítil,“ seg- ir Þrúður. „Þegar ég var í stöfun- ardeild, sem þá var kallað, sex ára gömul að læra að lesa var pabbi að vinna við að byggja sundhöllina á Ísafirði. Þá stóð til að hafa bóka- safnið á efri hæðinni. Ég fór allt- af til hans eftir kennsluna og hann reiddi mig heim á hjólinu sínu. En áður en við fórum heim grams- aði ég í bókakössunum sem voru þarna á efri hæðinni. Ég var sem sagt orðin læs og ég man að uppá- halds bókin mín í marga daga hét „Fornar grafir og fræðimenn,“ þykk skrudda sem ég las alveg heilluð, segir hún. „Svo hef ég líka rosalega gaman af Rómverj- um, Grikkjum og Egyptum, forn- minjum þeirra og sögu og auðvi- tað fornminjum á Íslandi,“ bætir hún við. Hefur tekið að sér leiðsögn Sagnfræðiáhugann fékk hún svo að nýta í verki þegar hún, ásamt ann- arri konu, tók að sér að skipuleggja víkingaskólabúðir á Eiríksstöðum í Haukadal. „Evrópuráð styrkti svo- kallað Víkingaverkefni í nokkrum löndum. Við tókum í raun við því verkefni af ferðamálafulltrúa Dala- byggðar eftir að hann hætti. Feng- um að heimsækja önnur lönd sem tóku þátt í þessu verkefni, með- al annars Danmörku, Grænland, Færeyjar, Skotland og Orkneyjar. Við gerðum semsagt þessa áætl- un, skipulögðum allt og prófuð- um víkingabúðirnar á nemendum úr Búðardal. Það gekk allt saman vel og var mjög skemmtilegt en því miður varð ekkert meira úr þessu. Við höfðum auðvitað ekki fjár- magn til að gera þetta sjálfar, gát- um undirbúið þetta og skipulagt en ekki meira. Maður veður nátt- úrulega í sögunni þarna fyrir vest- an en það er eins og einhvern veg- inn hafi ekki takist að notfæra sér það. Að vísu er mikil aðsókn að Ei- ríksstöðum í Haukadal. En margt fleira mætti gera með söguna“ seg- ir Þrúður. Hún hefur stöku sinnum verið leiðsögumaður fyrir hópa og hóf meira að segja leiðsögunám fyr- ir nokkrum árum. „Ég hætti í því, það gekk ekki upp. Ég var í fullu starfi og það var bara of mikið. En ég hef stundum tekið að mér leið- sögn þegar ég hef verið beðin um það. Kynni mér efni þeirra staða sem á að heimsækja og segi sögur sem ég kann. Það hefur helst ver- ið í tengslum við starf eldri borg- ara og þá endurgjaldslaust,“ seg- ir hún. Öflugt starf eldri borgara Á síðustu árum hefur Þrúður ein- mitt starfað sem formaður Félags eldri borgara í Dölum og Reyk- hólasveit. „Ég er nýhætt sem for- maður þar. Var í sex ár og það var komið ágætt bara. Félagið var með vikulegt starf og sams konar stundatöflu í hverri viku. Það hófst á nokkuð stífri dagskrá á haustin, hlé var gert í desember og janú- ar svo og aftur þétt dagskrá fram á vor. Það gafst mjög vel og mér líkaði það fyrirkomulag ágætlega,“ segir Þrúður. Þrúður víkur sér næst að mál- efnum eldri borgara. „Nú þegar ég er orðin eldri finnst mér eins og það sé ekki nógu mikið hlust- að á okkur, eldri borgara. Þá á ég ekki við mig sjálfa endilega, held- ur eldra fólk almennt. Það þykir til dæmis ekki gjaldgengir í skoðana- könnunum, 60 ára og eldri detta sjálfkrafa úr úrtakinu í könnunum hjá Gallup og fleirum,“ segir hún. „Ég skil svo sem að meira sé leitað til yngra fólks en mér finnst radd- ir eldri borgara ekki fá að heyrast nógu vel.“ En hún tekur það fram að hún vill jafnframt nýta tækifærið, enda þetta á jákvæðum nótum og þakka sveitastjórnum Dalabyggðar og Reykhólasveitar fyrir þann stuðn- ing sem þeir hafa veitt félagi eldri borgara á svæðinu, til dæmis með því að styðja þau með ferðakostn- að og annað slíkt. „Einnig langar mig að þakka öllu samstarfsfólki mínu í skólastarfi gegnum árin fyrir samstarfið, hvort sem það voru skólanefndarmenn eða kenn- arar og aðrir starfsmenn. Ég hef verið afskaplega heppin með það að kynnast bara góðu fólki á minni vegferð og fyrrverandi nemend- ur mínir eru gott og dugandi fólk sem ég get verið hreykin af,“ bætir hún við að endingu. kgk Þrúður Kristjánsdóttir var skólastjóri í Búðardal í 22 ár. Hér er nokkurra ára gömul mynd af ungum og upprennandi nemendum Auðarskóla að spila í skólahljómsveit.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.