Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þurfum að vera hæfileg Hvað gerist ef grannholda manneskja tekur upp á því að borða fiturýran og næringarsnauðan mat og hreyfa sig jafnframt mikið í kulda? Jú, hún legg- ur fyrst enn meira af og á endanum svo mikið að það getur reynst hættu- legt. Við getum séð dæmi um svona með því að horfa t.d. á fólk örmagn- ast í maraþonkeppni. Ákveðinn sjúkdómur er auk þess til og kallast anor- exía og er einhvers konar áunnin átröskun, jafnvel lífshættuleg, takist ekki að vinna á hinum sálræna kvilla sem að baki liggur. Þetta veit ég náttúrlega af afspurn, hef augljóslega ekki glímt við slíkt sjálfur. Nú í vor fór að spyrjast út að íslenskt sauðfé væri að glíma við sjúkdóm sem ekki lýsti sér ósvipað og að kindagreyin þjáðust af átröskun. Að vísu átu þær mikið, en lögðu engu að síður af, voru ekki að fóðrast. Engin nærtæk- ari skýring hefur ennþá verið sögð en sú að rýrum heyjum í kjölfar afleitr- ar heyskapartíðar í fyrrasumar sé um að kenna. Því til viðbótar hafa sér- fróðir menn, svo sem Sigurður Sigurðarson dýralæknir, bent á að búið sé að rækta úr sauðkindinni eiginleika sem gerðu hana allra skepna harðgerð- asta á liðnum öldum. Fitan hefur verið ræktuð burt. Búið er að rækta upp stofn af lágfættu fé, vöðvastæltu, eiginlega svona maraþonkindum! Neyt- endum finnst það „töff“ að borða ekki fitu og þannig er það markaðurinn sem segir að svona eigi þetta að vera. Reyndar er ég af þeirri kynslóð sem finnst hábölvað að vera án hennar. Finnst kjötsúpan betri sé notað í hana feitt ket og kótiletturnar óætar séu þær af mögru. Flestir bændur hafa valið að rýja kindur sínar jafnvel þótt kominn sé hávetur en þá verður mótstaðan enn minni fyrir kindina að takast á við kuldatíð samhliða slöku fóðri. Hin meinta sauðfjárpest sem menn töldu að þeir yrðu að glíma við næstu árin, er því að öllum líkindum, og mér leyfist að segja vonandi, blanda af þessum aðstæðum, þ.e. lélegum heyjum frá í fyrra, rúið var í kuldatíð og að búið er að rækta úr stofninum þá eiginleika sem best voru til þess fallnir að verja kindina þessum aðstæðum. Kannski kemur í ljós að um sjúdóm sé að ræða og þá hef ég einfaldlega rangt fyrir mér. Maður með menntun í læknisfræði tjáði mér eitt sinn að það væri ekki alslæmt að vera feitlaginn. Vissulega hefði það sína galla og gæti leitt til ýmissa sjúkdóma fyrir utan hvað erfitt getur verið að hreyfa sig. Eins og gefur að skilja þótti mér ástæða til að leggja við hlustir. Hann sagði að t.d. þegar eldri menn veiktust skyndilega væru meiri líkur á að feitlagnir kæm- ust í gegnum sjúkdóminn af eigin rammleik. Þeir hefðu forða til að ganga á meðan ekki væri hægt að nærast um tiltekinn tíma af einhverjum ástæð- um. Samt sem áður er sífellt sköpuð sú staðalímynd meðal mannfólksins að það sé „töff“ að vera horaður. Sjáið þið til dæmis gínurnar sem verslunar- fólk notar til að stilla út fatnaði í gluggum verslana sinna. Ég held ég hafi einu sinni á ævinni séð feitlagna gínu. Það var einhversstaðar í útlöndum og hét verslunin XXL. Aðrar gínur eru flestar þannig að hægt væri að telja rifin í síðum þeirra, ef þær væru ekki úr rifjalausu plasti. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég hafi á móti eðlilegri hreyfingu og hollum mat. Alls ekki. Allir sem það geta ættu einmitt að stunda reglubundna hreyfingu og ég er talsmaður þess að fara daglega í að minnsta kosti hálftíma röskan göngutúr. Heilsurækt án öfga er nefnilega farsælust. Á markaði á Írskum dögum voru mér sýnd spakmæli á ensku sem í laus- legri þýðingu er á þessa leið: „Kannanir hafa sýnt að karlmenn sem tala um að konur þeirra séu of feitar, lifa skemur en þær.“ Það er bara svo mikið til í þessu. Við eigum að láta af því að búa til rangar staðalímyndir. Höld- um áfram að ala upp feitt sauðfé og ekki undir nokkrum kringumstæðum eigum við að taka undir þá skoðun að það sé „töff“ fyrir ungt fólk að vera skinhorað. Það er töff að vera hæfilega þéttur, einungis er vandi að finna út hvernig best er að skilgreina þetta „hæfilegur.“ Auðvitað er slæmt að vera alltof feitur en það er sannanlega stórhættulegt að vera alltof mjór. Magnús Magnússon. Þessa dagana er ekki hægt að kaupa neitt eldsneyti, hvorki bensín né dísilolíu, í Hvalfirði. Það eru við- brigði því eldsneytissala hefur ver- ið stunduð í firðinum um áratuga- skeið og eitt sinn voru þar þrjár bensínstöðvar. Nú er hins vegar svo komið að eina eldsneytisdæla Hval- fjarðar hefur verið biluð í um viku- tíma. Hún er við Ferstikluskála en rekstraraðili skálans segist ekki hafa neitt með hana að gera. „Þetta er afskaplega bagalegt. Ekki er nóg með að þessi dæla sé biluð heldur eru viðvarandi vandræði með hana. Við fáum mikið af skömmum út af henni þó hún hafi ekkert með Fer- stikluskála að gera. Dælan er í eigu Olís og félagið sér alfarið um rekst- ur hennar. Hún heyrir ekki und- ir veitingaskálann að neinu leyti. Við getum ekki einu sinni tekið við greiðslu fyrir eldsneyti úr henni. Þessi dæla er tengd við sjálfsala sem tekur einvörðungu kort, en hvorki lykla né reiðufé. Þannig séð ber- um við enga ábyrgð á henni,“ seg- ir Kristján Karl Kristjánsson veit- ingamaður í Ferstiklu. Kristján Karl sem sjálfur hefur langa reynslu af veitingarekstri seg- ist hins vegar sannfærður um að ef dælan væri í lagi og samkvæmt nýj- ustu gerð þá væri hægt að selja mik- ið af eldsneyti við Ferstikluskála. „Hér fara mjög margir ferðamenn um, ekki síst erlendir sem eru þá á bílaleigubílum. Það fólk er kannski á leiðinni til Þingvalla um Kjósar- skarð. Því hefur verið bent á að það væri hægt að taka eldsneyti hér en svo reynist dælan biluð eða fólkið ekki með greiðslukort. Þá eru því allar bjargir bannaðar. Næsta dæla hjá þeim sem fara héðan til Þing- valla er sennilega hjá N1 á Laug- arvatni. Fólk verður áhyggjufullt á ferðalaginu og óttast að verða kannski eldsneytislaust á leiðinni. Margir af þessum bílum eru með litla eldsneytistanka og ferðafólk er óvisst um fjarlægðirnar. Svo er mik- il atvinnustarfsemi hér í Hvalfirði svo sem í Hvalstöðinni þar sem er mikill bílafloti á vertíðinni. Þetta er náttúrulega ekki boðleg þjónusta í ferðamannalandinu Íslandi að hér sé ekki almennileg eldsneytissala og mér finnst þetta leiðinlegt. Íslend- ingar sem þekkja til hér eru hætt- ir að kaupa eldsneyti úr Olísdæl- unni hér við Ferstikluskála því fólk treystir ekki á hana lengur,“ segir vertinn í Ferstikluskála. Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki í forsvarsmenn Olís við vinnslu fréttarinnar. mþh Í nóvember 2008 var ný og vönd- uð útsýnisskífa vígð á Breiðinni á Akranesi með pompi og prakt. Skífan var gjöf frá Faxaflóahöfnum auk þess sem Menningarráð Vest- urlands styrkti gerð hennar. Í fyrra- haust var skífan hins vegar tekin niður þar sem nokkuð var farið að falla á hana eftir sex ára útivist í sæ- rokinu á Breiðinni. Nú þegar sum- arið stendur sem hæst er enn engin skífa komin aftur á þann stall sem hún stóð á áður. Við gestum og gangandi sem heimsækja Breiðina og vitana þar blasir ekkert annað en gamalt kítti og borholur eftir skrúf- ur sem héldu skífunni fastri á sínum tíma. Þrátt fyrir glæsilega fjallasýn á sólríkum degi er ferðamönnum og útivistarfólki sem heimsækja Breið- ina á Akranesi lífsins ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvaða nöfn tilheyra þeirri sjón sem við blas- ir nema þeir séu á annað borð svo heppnir að hafa ferðabækur og kort við höndina. Ekki er vitað hvenær von er á að útsýnisskífan snúi aft- ur, vonandi fín og flott eftir andlits- lyftinguna sem nú hefur tekið svo marga mánuði. mþh Þeir Ragnar Kristinsson og Sigurður Hólmar Karlsson, í daglegu tali kallaðir Raggi og Siggi, tóku við rekstri Munaðarnes Restaurant nú í byrjun mánaðar. „Þetta er nú frekar fyndin saga, vinur okkar tók bústað á leigu hér í byrjun sumars en gat ekki komið svo hann bauð okk- ur bústaðinn. Við stukkum á það og vorum hér fyrir rúm- lega þremur vikum. Við hitt- um Börk og Hellu, þau sem sáu um reksturinn á undan okkur, og þá kom í ljós að þau væru að fara annað og það vantaði einhvern til að taka við hér. Það var því ákveðið á einum degi að við myndum flytja hingað og taka við þessu. Núna þremur vikum síðar erum við flutt- ir hingað í sveitina,“ segja Siggi og Raggi um það hvernig það kom til að þeir tækju við rekstri í Munað- arnesi. Þeir eru ekki óvanir slíkum rekstri en Raggi er menntaður kokkur og hefur rekið Nova kaffi í Reykjavík í sex og hálft ár og Siggi hefur unnið þar með honum. Siggi hefur mest unnið sem ráðgjafi og þá helst fíkniráðgjafi. „Það kemur til greina að Siggi haldi námskeið hér, t.d. meðvirkninámsekið, eða bjóði upp á ráðgjöf en það mun allt koma í ljós,“ segir Raggi en þeir vilja endilega reyna að nýta aðstöðuna í Munaðarnesi enn betur. „Hér er stór og góður salur sem við myndum vilja nýta betur t.d. fyrir námskeið, kóraæf- ingaaðstöðu, hvataferðir fyr- ir fyrirtæki og fleira. Við höf- um hugsað okkur að mark- aðssetja svæðið fyrir utan þennan hefðbundna tíma, sumartímann, og bjóða þá fólki og fyrirtækjum að nýta aðstöðuna hér fyrir margs- konar viðburði,“ segir Raggi aðspurður um það hvort þeir hafi hugsað sér stórar breytingar á svæðinu. „Við erum svo nýkomn- ir að við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir, við erum enn að koma okkur inn í starfið en við höfum samt fullt af hugmyndum,“ bætir hann svo við að lokum. arg/ Ljósm. rk. Nýir rekstraraðilar í Munaðarnesi Stallur útsýnisskífunnar er lítils virði ef skífuna vantar. Engin útsýnisskífa á Breiðinni á Akranesi Kristján Karl Kristjánsson veitingamaður í Ferstikluskála. Ekkert eldsneyti í Hvalfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.