Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201522 Írskir dagar heppnuðust eins og best verður á kosið „Ég held þetta hefði ekki getað gengið betur, það gekk allt upp sem við ætluðum okkur,“ sagði Hall- grímur Ólafsson, verkefnisstjóri Írskra daga, í samtali við Skessu- horn, en hátíðin fór fram á Akra- nesi í blíðskaparveðri um helgina. „Það voru allir voða kátir og glaðir og ekki skemmdi veðrið fyrir. Mér fannst á fólki að það væri almenn ánægja með hátíðina,“ bætir hann við. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, tók í sama streng og Hallgrímur. „Mér fannst þetta tak- ast alveg ótrúlega vel. Við vorum hæstánægð með bæði mætinguna og viðburðina sjálfa,“ segir Regína. Áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi verið á brekkusöng- num á laugardagskvöldinu á Þyrlu- pallinum við Langasand, en tölu- vert fleiri hafi lagt leið sína í bæinn um helgina meðan á hátíðinni stóð. „Þrátt fyrir mjög góða mætingu fór hátíðin friðsamlega fram. Við feng- um þær upplýsingar frá lögreglu að enginn hafi gist fangageymslur, hvorki aðfararnótt laugardags né sunnudags,“ segir hún. „Ég vil þakka bæjarbúum og gestum fyrir að ganga vel um og vera jákvæðir. Þetta var eins og best verður á kos- ið,“ bætir hún við að lokum. kgk/ Ljósm. kgk/ki. Þessir duglegu krakkar aðstoðuðu hljómsveitina við flutning lagsins um Efemíu á opnunarhátíð Írskra daga, Litlu lopapeys- unni. Á Litlu lopapeysunni flutti Skagakonan Margrét Saga Gunnarsdóttir í fyrsta sinn í fullri lengd frumsamda lagið sem hún söng í Ísland Got Talent. Nemendur Grundaskóla fluttu atriði úr söngleiknum Úlfur Úlfur sem settur var upp í Bíóhöllinni í vetur. Emilía Rut sigraði í sínum aldursflokki í söngkeppni barna. Hún söng lagið „Viltu koma að gera snjókarl?“ úr kvikmyndinni Frosinn. Áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi verið saman komnir á brekkusöng- num. Kylfingar á öllum aldri tóku þátt í bryggjugolfi Golfklúbbsins Leynis. Stefán Rafnsson, Hallgrímur Ólafsson og Freyr Karlsson. Stefán og Freyr tóku lagið niðri á torgi á fimmtudeginum og slógu í gegn hjá áheyrendum. Listamaðurinn Bjarni Þór bauð gestum og gangandi að mála vegginn á Galleríi sínu við Kirkjubraut yfir helgina. Mikill fjöldi listamanna á öllum aldri lagði hönd á plóg. Límonaði í írsku fánalitunum var í boði Fjöliðjunnar. Ungir og efnilegir dansarar sýndu dans á torginu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.