Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201514 Nýverið stofnaði ung kona í Reykjavík Skrefið, hóp til að kynn- ast fólki. Hópurinn er á samfélags- miðlinum Facebook og er ætlaður fyrir einstaklinga sem eru félags- lega einangraðir, vinafáir eða lang- ar að kynnast nýju fólki. Hópur- inn hittist einu sinni í viku á kaffi- húsi og getur fólk því rofið félags- lega einangrun eða eignast nýja vini með því einu að mæta á fund- ina. Bjarna Þór Stefánssyni fannst vanta framtak af þessu tagi í Borg- arnesi og ákvað að koma á slíkum viðburðum þar. „Mér fannst þetta mjög sniðugt. Ég bý sjálfur í Borgarnesi og fannst vanta eitthvað svona hérna. Þetta er hugsað fyrir fólk sem er vinafátt, öryrkja og hvern sem er í rauninni. Bara fyrir þá sem vilja komast út að hitta fólk og kynnast fleirum,“ segir Bjarni Þór í samtali við Skessuhorn. Hann segir sambærilega hópa hafa skotið upp kollinum um allt land undanfarnar vikur. „Það eru komn- ar síður fyrir þetta í öllum lands- hlutum og líka á Norðurlöndun- um. Svo sér hver hópur um sitt. Ég er tengiliðurinn í Borgarnesi og pælingin er að prófa þetta í nokkur skipti og sjá hvernig fer.“ Bjarni Þór segir hópinn vera fyrir alla sem hafa áhuga á að mæta, óháð aldri. Hóp- urinn hittist í Edduveröld á fimmtu- dögum klukkan 18. „Við erum búin að hittast einu sinni. Mætingin var ekki alveg nógu góð en ég ætla að prufa tvo eða þrjá hittinga í viðbót, ég er ekki búinn að gefast upp enn,“ segir Bjarni Þór vongóður. Hann segir það ekki koma á óvart að fáir hafi mætt í fyrsta sinn og hann búist við því að þetta muni stækka með tímanum. „Þetta er vinsælt ann- ars staðar og margir í hópunum. Hugmyndin er að setjast niður og byrja á því að spjalla og hafa gam- an. Svo veit maður aldrei hvert það leiðir, kannski verður svo eitthvað meira gert í framtíðinni. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta, það eru all- ir velkomnir,“ segir Bjarni Þór að endingu. grþ Talsverð fjölgun umsókna er í grunnnám við Háskólann á Bifröst, en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Nemendum sem sækja um háskólanám á Bif- röst hefur fjölgað á hverju ári und- anfarin tvö ár. Fjölgunin núna er mest í viðskiptalögfræði en sú ný- breytni verður tekin upp á komandi skólaári að boðið verður upp á við- skiptalögfræði í fjarnámi og einnig sem sérstök námsbraut með vinnu. Einnig hefja tvær nýjar námsbraut- ir á félagsvísindasviði göngu sína í haust, þ.e. BA í byltingafræði og BA í miðlun og almannatengslum. Fengu báðar nýju námsbrautirn- ar góðar viðtökur. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að umsókn- artölur í meistaranám voru mjög góðar og eftirspurn eftir framhalds- námi á sviði viðskipta og stjórnun- ar er mikil. „Að þessu sinni voru flestar umsóknir í MS í forystu og stjórnun sem hóf göngu sína haust- ið 2014 og hlaut þá strax gríðarlega góðar móttökur og höfðu aldrei fleiri skráð sig í meistaranám á einu skólaári. MA í menningarstjórnun var með næstflestar umsóknir en sú námsbraut er að hefja sitt ellefta starfsár við Háskólann á Bifröst.“ Auk fjölgunar umsókna að Bif- röst kemur fram í frétt skólans að bakgrunnur nemenda er einnig sterkari en á undanförnum árum. Eru nemendur með betri einkunn- ir og grunn úr framhaldsskólum að sækja um háskólanám. „Sókn Há- skólans á Bifröst heldur áfram,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rekt or Háskólans á Bifröst. „Við erum ánægð með umsóknirnar og okk- ur virðist sem svo að umsækjend- ur séu nú með betri bakgrunn en áður. Við hlökkum því til skóla- starfsins næsta vetur.“ mm Stórstreymi var um síðastliðna helgi. Líkt og venja er skilaði straumurinn einhverjum fiski en þó ekki eins miklu og búist hafði verið við. Ekki er þó öll von úti enn, því hann getur komið nokkrum dög- um eftir stóra strauminn. Að sögn Ara Hermóðs Jafetssonar byrjaði veiðin rólega í Langá á Mýrum en hann telur ána þó vera að koma til. „Ég held að þetta sé allt að koma í Langá, síðasti dagurinn gaf 19 laxa,“ sagði Ari Hermóður í sam- tali við fréttaritara Skessuhorns nú um helgina. Þverá er enn efsta lax- veiðiáin, með 330 laxa. Næst á eftir henni kemur Norðurá með 310. „Það hefur gengið vel hjá okk- ur, bæði í Norðurá og Haffjarðar- ánni,“ sagði Einar Sigfússon í sam- tali við Skessuhorn, en Haffjarðará- in hafði um helgina gefið 115 laxa. Við Flókadalsá hitti fréttaritari veiðimenn sem sögðu 70 laxa vera komna á land. Þá hafi Hítará ver- ið búin að gefa 44 laxa og Grímsá 30. Gunnar Helgason leikari var við veiðar í Laxá í Leirársveit í lið- inni viku. Hann sagði heldur rólegt yfir ánni og er nokkuð til í því hjá honum. gb Tíu prósenta fjölgun í grunnnám á Bifröst Þverá hefur gefið vel í sumar. Hér er svipmynd úr Kjarará úr safni Skessuhorns. Þverá ennþá efsta laxveiðiáin Bjarni Þór Stefánsson er forsprakki hópsins í Borgarnesi. Stofnaði hóp í Borgarnesi til að kynnast nýju fólki Guðmunda Wiium og eiginmaður hennar Sigurður Höskuldsson keyptu nýverið húsnæði á Ólafs- braut 19 í Ólafsvík. Hafa þau hjón gert miklar endurbætur innan- stokks með hjálp góðra vina eins og Sigurður orðaði það. Undanfar- in ár hefur Blómaverk verið í leigu- húsnæði. Á laugardaginn var svo nýja húnæðið opnað formlega og komu um hundrað manns til þess að kíkja á nýju búðina. Nutu gestir og gangandi glæsilegra veitinga auk þess sem S-bandið, sem Sigurð- ur eiginmaður Guðmundu spilar í, hélt tónleika úti við. „Við ákváðum að taka þetta með trompi og kaupa eigið hús- næði undir reksturinn,“ sagði Guð- munda, sem hefur verið viðloðandi Blómaverk síðan 2002 að 15 mán- uðum undanskyldum. „Við höf- um húnæðið sem er 110 fermetr- ar að stærð, tvískipt. Ég er með 50 fm undir rekstur Blómaverks og svo köllum við hinn hlutann Klaka- höllina, en það hefur Sigurður æf- ingaaðstöðu fyrir Klakabandið sem hann hefur spilað í í ártugi auk þess sem að semja eigin lög. Ég mun hafa reksturinn með sama sniði og ég var með, en bæti við nokkrum nýjum vörutegundum,“ sagði Guð- munda. Nýr geisladiskur Huldubarna Sigurður Höskuldsson hefur því haft í nógu að snúast að undan- förnu. Auk þess að vinna að end- urbótum á húsnæðinu hefur hann ásamt fjórum systkinum sínum ný- verið gefið út sinn fjórða geisla- disk sem ber nafnið „Heimabær.“ Á honum eru tólf lög eftir Sigurð en textar eru eftir Jón Hjartarson. Björgvin Gíslason og Ásgeir Óm- arsson sáu um undirleik ásamt því að sjá um útsetningar en Sigurð- ur sjálfur sá um útsetningar á söng. Þórdís Claussen hannaði umslagið og ljósmyndir tók Sigurjón Bjarn- arson. Sigurður hefur í hyggju að safna myndum af hljómsveitalífinu í Ólafsvík og koma upp sýningu um tónlistarlífið sem var og er mjög öflugt í Ólafsvík. „Þessa hugmynd er ég búinn að ganga með í lang- an tíma og nú hef ég aðstöðu til þess að gera þetta að veruleika. Ef fólk á gamlar hljómsveitarmyndir þá vildi ég endilega fá þær lánaðar og skanna þær inn,“ segir Sigurð- ur. Það má koma myndum í Blóma- verk til Guðmundu, segir sjókokk- urinn og tónlistarmaðurinn Siggi Hösk að lokum. af Blómaverk í Ólafsvík flutt í eigið húsnæði S-bandið; Sigurður og Sveinn Elinbergsynir og Sigurður Höskuldsson á tónleikum í tilefni opnunar Blómaverks. Sigurður og Guðmunda í nýju búðinni með nýja disk Huldubarna á milli sín.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.