Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 23 Keppnin um rauðhærðasta Íslend- inginn er fastur liður í bæjarhátíð- inni Írskum dögum á Akranesi sem fóru fram um liðna helgi. Í ár var einnig valinn efnilegasti rauðhær- ðasti Íslendingurinn og var það Vigdís Birna sem hreppti þann tit- il. Í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn tóku 29 keppend- ur þátt. Var það Laufey Heiða Reynisdóttir, 17 ára Strandamað- ur, sem stóð uppi sem sigurveg- ari. Að launum hlaut hún ferð fyr- ir tvo til Írlands með Gaman ferð- um. „Ég ætlaði alltaf að taka þátt þegar ég var lítil en þorði það ekki, ég var svo hrædd við að standa á sviðinu,“ sagði Laufey í samtali við Skessuhorn eftir að úrslit lágu fyr- ir. „En núna ákvað ég að slá til og þá gerðist þetta,“ bætir hún við, glöð í bragði. Laufey er frá Miðdalsgröf við Steingrímsfjörð og var á leið í sumarbústað með vinkonum sín- um um helgina en kom við á Akra- nesi til að taka þátt í keppninni. „Fjölskyldan var að fara á Írska daga og við vinkonurnar ætluð- um að vera áfram. En við vorum svo spenntar eftir keppnina að við ákváðum að fara bara í bústaðinn og fagna,“ segir hún. Aðspurð um hvernig hún und- irbjó sig fyrir keppnina segir Lauf- ey undirbúninginn hafa verið frekar einfaldan. „Vinkona mín greiddi mér og ég setti olíu í hárið til að fá smá gljáa og svo það stæði ekki allt út í loftið,“ segir Laufey og hlær við. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar nafnið mitt var kallað upp þá var ég ekki að trúa því. Ég vissi ekkert þegar mér var rétt- ur míkrafónninn. Ég held að það hafi ekkert heyrst hvað ég sagði eftir keppnina því ég var svo geð- veikt spennt,“ segir Laufey að lokum. kgk/ Ljósm. Guðni Hannesson. Laufey Heiða er rauðhærðasti Íslendingurinn Laufey Heiða Reynisdóttir (fyrir miðju) fagnaði sigri í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn sem fram fór á Írskum dögum um helgina. Alls tóku 29 þátt í keppninni í ár. Á Írskum dögum á Akranesi hefur skapast mikil hefð fyrir því að íbúar gatna taki sig saman og haldi götug- rill að föstudagskvöldi. Víðast hvar er grillað undir berum himni en sums staðar leigja íbúar tjöld í sam- einingu. Á Grenigrund hafa íbú- ar hins vegar tekið höndum saman og reist grillskála til að geta grillað í skjóli fyrir veðri og vindum, þegar svo ber undir. „Þetta var ákveðið fyrir þrem- ur árum. Það var svo vont veð- ur, rigning og tjaldið var alltaf að fjúka,“ sagði Gísli Jónsson, íbúi á Grenigrund, þegar blaðamaður Skessuhorns spurði hann um for- sögu málsins. „Fyrsta skóflustung- an að skálanum var tekin á Írskum dögum í fyrra eftir að byggingaleyfi hafði fengist. Gísli Oddsson á mik- inn heiður skilið fyrir að standa í að fá leyfið,“ bætir Gísli við. Að sögn Gísla hafa íbúar unnið að skálanum í sameiningu, smátt og smátt síðan í fyrra. „Við höfum borgað smotterí í sjóð einu sinni á ári, til að kaupa kol og grill og svo- leiðis. Alltaf hefur verið góð þátt- taka,“ segir hann og bætir því við að í upphafi hafi allir íbúar götunnar þurft að samþykkja byggingu skál- ans. Götugrillið á Grenigrundinni var fjölmennt í ár. Gísli telur að um 200 manns hafi verið viðstadd- ir vígslu nýja skálans áður en grillið hófst. „Þetta var alveg meiriháttar flott. Það hefur alltaf fjölgað ár frá ári, þetta er heitasta hverfið,“ segir hann léttur í bragði. Skálinn er þó ekki alveg tilbúinn því enn á eftir að smíða þakið. „Við strengdum segl- dúk yfir skálann til að koma þessu í gagnið, svo hægt væri að vígja hús- ið. Þakið verður svo smíðað fyrir næstu Írsku daga.“ En stendur til að nýta húsið við fleiri tilefni en götugrill á bæjarhá- tíðinni? „Það má að sjálfsögðu vera með eitthvað húllumhæ þarna. Öll- um er frjálst að nota þetta. Skál- inn er náttúrulega inni á okkar leiksvæði en ef einhver vill fara og grilla með börnunum sínum þá er það velkomið. Fólk gæti til dæmis farið og haldið afmæli þarna, þetta á eftir að verða mjög vinsælt og er alveg meiriháttar gaman. Skaginn er að koma sterkur inn,“ segir Gísli að lokum. kgk/ Ljósm. ki. Grillað með glans á Grenigrund Skálinn er um 36m2 og var strax tekinn í notkun. Bráðabirgðaþak er á skálanum en að sögn Gísla Jónssonar verður búið að smíða þakið fyrir næstu Írsku daga. Grillskálinn var vígður við upphaf götugrillsins á Írskum dögum síðastliðinn föstudag. Bærinn var þétt setinn fólki og iðaði af lífi. Fjölmenni var saman komið í Garðalundi á sunnudeginum þar sem leikhópurinn Lotta sýndi Litlu gulu hænuna. Krakkarnir fylgdust spenntir með leik- ritinu um Litlu gulu hænuna. Eldri borgarar héldu götugrill á Höfðagrundinni þar sem þeir skemmtu sér saman og nutu grillmatarins. Matthías Matthíasson og Magni Ás- geirsson stjórnuðu brekkusöng. Gestir á brekkusöng voru ekki feimnir við að brosa fyrir myndavélina. Hópur sem kallar sig Mafíuna var mættur á brekkusönginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.