Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 25
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Starf byggingar- og skipulagsfulltrúa
Stykkishólmsbæjar er laust til umsóknar
Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa. Um er að ræða
mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Miðað er við að viðkomandi vinni náið með byggingar–
1.september n.k. Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 24. júlí nk.
Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og byggingarefndar.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum
á sviði byggingarmála.
• Umsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
•
ákvæðum 8. og 25. grein mannvirkjalaga nr.160/2010 og uppfylli kröfur
7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
•
•
•
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið sturla@stykkisholmur.is
eigi síðar en 24. júlí nk
hæfni kröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í um-
síma 433-8100 eða tölvupósti: sturla@stykkisholmur.is.
Stykkishólmi, 2. júlí 2015
Undirbúa vinnslu á
sjávarþörungum
Það síðastnefnda dregur samtalið að
áhugaverum hugmyndum um ný-
sköpun í atvinnulífi Stykkishólms.
„Á hafnarsvæði Skipavíkur er stefnt
að iðnaðarstarfsemi sem kæmi þá til
viðbótar við þau umsvif sem þar eru
fyrir. Írskir aðilar sem reka kalk-
þörungaverksmiðjuna í Bíldudal
ætla sér að hefja þörungavinnslu
úr Breiðafirði í samstarfi við félag
í eigu Matís og reisa til þess verk-
smiðju hér. Þetta eru ekki kalkþör-
ungar úr botninum eins og í Arn-
arfirði heldur ætla þeir hér að slá
stórþarann og nýta blöðruþangið.
Nú eru þessir aðilar í viðræðum við
Hafrannsóknastofnun, Umhverfis-
stofnun og Atvinnuvegaráðuneyt-
ið og aðra aðila sem þurfa að gefa
þeim leyfi til að slá og nýta þang-
ið og þarann. Það þarf meðal ann-
ars að meta hve mikið má taka. Úr
þessu ætla þeir að vinna eins kon-
ar þörungaþykkni til að byrja með.
Þörungaþykknið yrði fyrsta kastið
flutt út og nýtt sem áburður á akra.
Síðan er rætt um að nýta þörung-
ana í fæðubótarefni, húðkrem og í
lyfjaframleiðslu. Þarna eru á ferð-
inni aðilar sem hafa mikla þekkingu
og reynslu í nýtingu á þörungum.
Írarnir eru, eins og að framan er
getið um í samstarfi við Matís sem
hefur sýnt þessu mikinn áhuga og
við leggjum allt okkar traust á vís-
indamennina sem stýra rannsókn-
um hjá Matís og þekkja auðlindina.
Við hér í Stykkishólmi erum nátt-
úrulega í miðjunni á þessari auð-
lind sem þarinn er. Unnið er full-
um fetum að undirbúningi en ljóst
er að hér er um að ræða mikla fram-
kvæmd sem kallar á vandaðan und-
irbúning. Meðal annars er unnið að
hönnun þeirra bygginga sem nauð-
synlegt er að reisa undir þessa starf-
semi auk þess sem bæta þarf hafn-
araðstöðu við Skipavík. Þegar þör-
ungavinnslan fer af stað þá þurfum
við að setja niður stálþil, gera land-
fyllingar og auka viðlegurými þar.
Stykkishólmsbær hefur verið að
skoða þetta allt í samstarfi við At-
vinnuráðgjöf Vesturlands. Við þurf-
um á svona uppbygginu að halda til
þess að fjölga atvinnutækifærum og
auka tekjur bæjarsjóðs og hafnar-
sjóðs með því að nýta auðlindirn-
ar í nágrenninu. Frá því að hörpu-
skelveiðarnar hrundu 2003 þá hef-
ur íbúum fækkað. Hér bjuggu tæp-
lega 1.400 manns þegar flest var
en eru 1.100 í dag. Við verðum að
fjölga íbúum og afla tekna til þess
að standa undir þeirri miklu upp-
byggingu í opinberri þjónustu sem
hér var byggð upp á meðan tekjur
af skelveiðum voru sem mestar.“
Sturla nefnir einnig fleira sem
heyrir til nýsköpunar í auðlinda-
nýtingu við Stykkishólm. „Ég sat
nú nýverið aðalfund fyrirtækisins
Sjávarorku. Það er í eigu Lands-
virkjunar, Rarik, Skipavíkur, Stykk-
ishólmsbæjar og nokkurra ein-
staklinga. Sjávarorka er að skoða
möguleika á að virkja sjávarföllin í
Breiðafirði til raforkuframleiðslu.
Frakkar, Rússar og fleiri þjóðir eru
þegar komnar vel á veg í að þróa
slíka orkuvinnslu. Þetta er fram-
tíðarmúsík sem gefur fyrirheit um
ýmsa möguleika hér hjá okkur.“
Ferðaþjónustan
í mikilli sókn
Heilt yfir þá gengur atvinnulífið
ágætlega í Stykkishólmi. „Það er
mikið að gera hjá Skipasmíðastöð-
inni Skipavík í þjónustu við útgerð-
ina, stóriðjuna á Grundartanga og í
byggingastarfsemi og það er stöðug
starfsemi hjá sjávarútvegsfyrirtækj-
unum. Tilraunaveiðar eru hafnar á
hörpudiski sem lofa góðu um fram-
tíðina hjá okkur þegar þær veiðar
fara af stað aftur af fullum krafti.
Grásleppuveiðar hafa gengið ágæt-
lega og strandveiðin svona upp og
ofan. Ferðaþjónustan hefur verið
að stórbæta stöðu sína. Bærinn er
að fá auknar tekjur af henni. Hérna
fjölgar gistirýmum. Ein nýjasta við-
bótin er gistiheimili kaþólsku kirkj-
unnar hér í Stykkishólmi. Sveitar-
félagið er að fá meiri tekjur af fast-
eignasköttum frá ferðaþjónustunni
sem er jákvætt. Hér er algengt að
íbúðahúsnæði sé að hluta nýtt til
heimagistingar. Sá partur af íbúð-
arhúsum er nú skilgreindur sem at-
vinnuhúsnæði og ber fasteignaskatt
í samræmi við það. Heimagisting-
in stendur nú jafnfætis hótelun-
um hvað þetta varðar. Á hinn bóg-
inn lækkuðum við aðeins útsvar-
ið. Þannig komum við til móts við
aðeins hærri fasteignaskatta. Við
erum líka að hvetja þá sem eiga hér
hús og búa hér stóran hluta árs en
eru með lögheimili annars staðar,
til þess að flytja lögheimili sín hing-
að og fá hagsbætur af lægra útsvari.
Þetta er liður í að endurskipuleggja
tekjustraumana og tryggja betur af-
komu bæjarins þegar til lengri tíma
er litið.“
Margir seglar
Eins og víðar á Snæfellsnesi þá er
ferðaþjónustan mikil lyftistöng.
„Það er mikil sókn í að nálgast
náttúruna utan af sjó. Við sjáum
það í því hvernig eyjasiglingar eru
að blómstra. Ferjan eykur þjón-
ustu við ferðamenn og vegna flutn-
inga yfir fjörðinn og í sumar byrj-
aði þjónusta við skemmtiferðaskip
sem leggjast við bryggju hér. Eyj-
arnar í Breiðafirði draga að sem
og Þjóðgarðurinn Snæfellsjök-
ull. Söfnin gegna mikilvægu hlut-
verki í ferðaþjónustunni. Eldfjalla-
safnið með Haraldi Sigurðssyni er
segull sem dregur að fólk úr öllum
áttum. Svo er hann með ferðir um
nesið þar sem hann segir frá jarð-
fræði Snæfellsness sem í raun hef-
ur fram að færa allt það merkileg-
asta í jarðfræði á Íslandi. Vatna-
safnið sem listakonan Roni Horn
stofnaði til í samstarfi við Stykkis-
hólmsbæ dregur líka heilmikið að
og ekki má gleyma Norska húsinu
sem hýsir Byggðasafn Snæfellinga.
Þá má nefna að margir heimsækja
bæinn til þess að nýta okkar ágæta
golfvöll. Það er því upp á ýmislegt
að bjóða hér í Stykkishólmi. Það
þarf svo að bæta úr í veitingarekstri
á Snæfellsnesi með því að hafa opið
sem víðast allt árið um kring. Þegar
það er komið þá kvíði ég ekki fram-
tíðinni. Snæfellsnes á mjög mikið
inni í ferðaþjónustunni og við eig-
um að undirbúa okkur í samræmi
við það.“
Vill veg um Teigsskóg
Í lok spjallsins og framhaldi af sam-
ræðu um ferðamálin komum við
aðeins inn á náttúrvernd. Snæfells-
nesið hefur fengið sérstaka um-
hverfisvottun. Nú hefur verið í
undirbúningi að Breiðafjörður fari
á heimsminjaskrá Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO). Sturla segir að sér lít-
ist að mörgu leyti vel á slíkt. „Ég
tók sjálfur þátt í því á sínum tíma
að móta löggjöf um vernd Breiða-
fjarðar og stofnun Þjóðgarðsins.
Við skráningu á heimsminjaskrá
er þó mikilvægt að gæta að því að
við fáum að nýta náttúruna áfram á
sjálfbæran hátt eftir sem áður. Það
verður að gera ráð fyrir því að hér
búi fólk í gróandi þjóðlífi. Við verð-
um að geta farið ferða okkar um og
við fjörðinn. Sem dæmi nefni ég
það að geta ekið hér norðan fjarð-
ar um Teigsskóg ef þar verður lagð-
ur vegur sem er sjálfsagt mál. Ég tel
það mikið hneyksli að menn hafi
verið að þverskallast við það,“ seg-
ir Sturla. Í framhaldinu rifjar hann
upp sögu. „Ég minnist þess að þeg-
ar við vorum að leggja drög að sam-
gönguáætlun árið 2003 lagði ég til
sem samgönguráðherra að svoköll-
uð B-leið yrði farin sem liggur m.a.
um Teigsskóg. Í aðdraganda þess
bað ég Einar Odd Kristjánsson
heitinn vin minn og flokksfélaga
hér í kjördæminu og á þingi að líta
á hugsanlegt vegstæði um skóginn.
Hann var mikill skógræktarmaður
og náttúrverndarsinni. Einar gekk
um svæðið við annan mann og lagði
mat sitt á það hvort Teigsskógurinn
væri svo merkilegt náttúrufyrirbæri
að ekki mætti leggja þar veg um til
að bæta samgöngur við Vestfirði.
Hann kom til baka úr þeirri ferð
og sagði við mig: „Sturla, þetta er
sjálfsagt mál að leggja veginn snot-
urlega þarna um þetta svæði. Það
mun bara verða til bóta.“ Skóg-
ræktarmaðurinn af Vestfjörðum
studdi þetta þannig heils hugar og
það styrkti mig í þeirri trú að þessi
vegur væri bara af hinu góða. Því
miður var skipulagið og umhverf-
ismatið vegna vegarins kært og fór
alla leið til Hæstaréttar sem komst
að þeirri niðurstöðu að ekki mætti
auka umferðaröryggi á kostnað
náttúrunnar. Þetta er sorgarsaga
og skemmdarverk þeirra sem hafa
stöðvað þessa nauðsynlegu fram-
kvæmd,“ segir Sturla. „Af þessu til-
efni hef ég oft sagt að það eru eng-
ir líklegri til að passa betur upp á
Breiðafjörðinn og umhverfi hans
en Breiðfirðingar sjálfir. Fólkið sem
býr hér við fjörðinn,“ segir bæjar-
stjórinn í Stykkishólmi að lokum.
mþh
Fólkið sem skipaði H-listann í Stykkishólmi í síðustu sveitarstjórnarkosningum í
maí 2014. Listinn vann hreinan meirihluta.
Sturla tekur við lyklunum að ráðhúsinu úr hendi forvera síns Lárusar Ástmars
Hannessonar.