Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 75 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Ráðning“. Vinningshafi er: Pálína Sæ- dís Dúadóttir, Esjubraut 8, 300 Akranesi. mm Skyggn Sýni Þaut Pokar Samið Samdi Ras Börðu Svall Rödd Hæg- indi Stafur Út- slitinn Haka Sk.st. 23 Hlýju Spjarir Ái Spjall Tölur Sk.st. Dýr- gripur Gort Skrifar Gálaus Afrek 2 11 7 Rák Læti Sýl Dæma- laust Kona Rugl Vild Hraði 4 22 13 Nær- gætni Öku- maður Ástunda 8 18 Nískur Draup Kveikja Kopar Elskaði Korn 15 Víf Skrið- dýr Muldur Dropi Tertan Fyrir stundu Púkar Ys Stækk- uðu 20 Alúð Féll Píla Blaður 6 Rómur Erfiði Hratt Hreyf- ing Vesæl Suddi Hlóðir Upp- skorið Örn Sverta Hrekkir Dá Tangi Ílát Fúsk Hljóm Frelsi Átt 17 Bikkj- una 16 Útlim Leit Veskið 24 Bar- dagi Vein Varpa 1 Kropp Gelt Hafna Þegar Sátt 3 Getur Sleipur Grip 1000 Kerald Suða Spurn Ól Agnúi 12 Trúir Nær 10 19 Rám Ungviði 21 Nei Alltaf Étandi 14 Sund Reipi Rödd Veisla Sómi Gætni Út- ungun Gæði 9 Ókunn Til Kusk 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Næstkomandi laugardag, 11. júlí, verður matar- og antikmarkaður á Akratorgi og að þessu sinni verð- ur þema markaðarins tónlist. Þar mun Björn Lúðvíksson, eða Bjössi Lú eins og hann er oftast kallaður, standa fyrir tónlistamarkaði. Bjössi er mikill áhugamaður um tónlist og síðustu ár hefur hann lagt sig fram við að safna tónlist Skagamanna saman á einn stað. Á markaðnum verður hann með um 35 titla frá ýmsum hljómsveitum og tónlistar- mönnum frá Akranesi, bæði gam- alt og nýtt efni og allt ónotað. Eitt- hvað af þeirri tónlist sem Bjössi verður með er einungis hægt að fá á þessum markaði, t.d. geisladisk- urinn „To them we are only sha- dows“ með hljómsveitinni Worm is green. Sú plata var einungis seld á netinu en var gefin út á geisladiski fyrir þennan markað. Eins verður Bjössi með efni sem fæst ekki leng- ur í verslunum og er einungis til í takmörkuðu upplagi. Þetta er ann- að árið í röð sem Bjössi stendur fyr- ir svona markaði en í ár verður eitt- hvað meira úrval en í fyrra. arg Tvö skemmtiferðaskip komu sam- tímis til hafnar í Grundarfirði síð- astliðinn mánudag. Þetta voru Al- batros og Berlín. Með báðum skip- unum voru rúmlega 1.300 ferða- menn. Fóru þeir ýmist í göngu um Grundarfjarðarbæ eða í rútuferð um Snæfellsnes. sk Þyrlusveitir Landhelg- isgæslunnar stóðu í ströngu um helgina. Sí- fellt minna þær á mik- ilvægi þessa björgun- artækis sem þyrlur og áhafnir þeirra eru í stóru og strjálbýlu landi. Ein- ungis frá því síðdegis á laugardag og til kvölds fóru þyrlur LG í fjögur útköll. Upp úr klukkan 16 barst beiðni um þyrlu vegna vélhjólaslyss á Holtavörðuheiði. Stuttu eftir flugtak þyrlunnar var beðið um þyrlu vegna bráða- veikinda við Gullfoss og var þyrl- unni snúið þangað en áhöfn köll- uð út á aðra þyrlu til að fara í slys- ið á Holtavörðuheiði. Báðar þyrl- urnar lentu með sjúklingana um kl. 18:00 við Borgarspítalann. Maður- inn úr vélhjólaslysinu liggur alvar- lega slasaður á sjúkrahúsi. Um kl. 19:40 hafði flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna lítillar, eins hreyfils flugvélar sem var að missa olíuþrýst- ing um 300 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi. Einn maður var um borð. Báð- ar þyrluvaktir Gæslunnar voru kallaðar út. Önnur fór á þyrlu til móts við flugvél- ina en hin var í viðbragðs- töðu í Reykjavík. Samhæf- ingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og björgunar- skip Landsbjargar í Sand- gerði hélt úr höfn. Jafn- framt voru skip og bátar vestur af Reykjanesi kölluð upp og beðin um að vera til taks ef á þyrfti að halda. Þyrlan og flugvélin mættust um 100 sjómílur vestur af Reykjanesi og fylgdi þyrlan vélinni inn til Keflavíkur þar sem hún lenti um kl. 21:30. mm Nafn: Jón Ingi Ólafsson Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Þurranesi í Saurbæ, er í fjarbúð með Guðrúnu Elínu Herberts- dóttur sem býr í Garðabæ, svo er Ólafur Vignir sonur minn hjá mér aðra hverja helgi en meira á sumrin. Starfsheiti/fyrirtæki: Sauðfjár- bóndi. Áhugamál: Landbúnaður og allt sem honum tengist. Sunnudagurinn 5. júlí. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði rétt fyrir níu og hafði til morgunmat fyrir okkur feðga. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Blandaði saman Cheerios og Cocoa puffs og fékk mér svo rótsterkt kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Gekk til vinnu klukk- an 9:30. Fyrstu verk í vinnunni: Keyrði niður á tún og rifjaði túnið sem ég sló kvöldinu áður. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Rifjaði (oftast kallað að snúa) af miklum móð. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði hádegismat og klár- aði að setja saman nýju stjörnu- múgavélina. Hvað varstu að gera klukkan 14: Raka saman heyi. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Vinnudegi lauk laust fyrir klukkan 23:00, það síðasta sem ég gerði var að rúlla. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Kíkti aðeins í tölvuna og horfði á fótbolta í sjónvarpinu með Ólafi Vigni. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Einhver grýta sem mamma eldaði. Hvernig var kvöldið? Mér vannst vel að rúlla svo kvöldið var gott. Hvenær fórstu að sofa? Það er óvíst, við feðgar sofnuðum yfir fótboltanum. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Kom drengnum upp í rúm. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Að hafa náð sauðburð- arheyinu fullkomlega verkuðu, það var ákaflega ánægjulegt. Eitthvað að lokum? Verið dug- leg að borða lambakjöt. Dag ur í lífi... Sauðfjárbónda Bjössi Lú stendur fyrir tónlistarmarkaði á laugardaginn. Tónlistarmarkaður á Akranesi næsta laugardag Tvö skemmti- ferðaskip komu á mánudaginn Þyrlur Landhelgisgæslunnar í fjölbreyttum verkefnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.