Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 11
BEIÐNI UM
UPPLÝSINGAR (RFI)
LJÓSLEIÐARATENGING
BYGGÐAKJARNA: DRANGSNES,
RIF, KÓPASKER OG RAUFARHÖFN
Fjórir byggðakjarnar á meginlandi Íslands með yfir 50 íbúa eru
í dag án ljósleiðaratengingar. Það takmarkar framboð og gæði
fjarskiptaþjónustu sem bitnar á búsetugæðum og atvinnulífi. Ljós-
leiðaratenging byggðakjarna við stofnnet fjarskipta á Íslandi er eitt
af markmiðum fjarskiptaáætlunar.
Auglýst er eftir:
A. Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðara-
tengingu við Dangsnes, Rif, Kópasker eða Raufarhöfn á næstu
þremur árum.
B. Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og reka
til framtíðar ljósleiðartengingu við Drangsnes, Rif, Kópasker eða
Raufarhöfn með opinberum stuðningi, komi til þess að enginn ætli að
gera það án opinbers stuðnings.
Fjarskiptasjóður hyggst styrkja verkefnið, gerist þess þörf.
Aðilar sem óska eftir opinberum stuðningi skulu uppfylla tilteknar
kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu
og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o.fl.
Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til Ríkiskaupa á
netfangið utbod@rikiskaup.is fyrir kl. 12:00 þann 17.07.2015.
Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk
upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á.
Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum/skýringum og skulu slíka
fyrirspurnir sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Nemendagarðar Hólaskóla ses.
Starf umsjónarmanns fasteigna stofnunar innar á
Hólum í Hjaltadal er laust til umsóknar.
Á Hólum er fjölskylduvænt samfélag þar sem staðsettur er leikskóli,
grunnskóli og háskóli. Staðurinn er rómaður fyrir staðviðri, fallega náttúru
og fjölbreitt útivistarsvæði.
• Eftirlit og umsjón með fasteignum Nemendagarða
Hólaskóla
• Umsjón með fjármálum og daglegum rekstri
• Áætlanagerð, öflun leigjenda og samskipti við
bókhaldsþjónustu og endurskoðun auk annarra
samstarfsaðila
• Viðhald á húsnæði, búnaði og úttekt íbúða
• Almenn þrif á húsnæði og umhirða lóða
• Önnur þau verkefni sem til falla
• Samstarf og samvinna við staðarumsjónarmann
Háskólans á Hólum
Rekstramenntun og/eða reynsla af rekstri fasteigna eða sambæri legum
störfum. Geta og vilji til að sjá um viðhald og þrif. Hæfni í mannlegum
samskiptum og frumkvæði í starfi. Góð enskukunnátta.
Um er að ræða 100% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem
fyrst. Krafist er búsetu á Hólum í Hjaltadal.
Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2015.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, virka daga frá kl.
09.00 – 16.00 í síma 899 3093
Senda skal umsóknir á netfangið sigurbjorg@holar.is eða:
Nemendagarðar Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki.
„Hátíðin hefur verið árleg, allt-
af haldin í kringum Hinn íslenska
safnadag. En nú er búið að færa
hann svo það eru fleiri en Land-
búnaðarsafnið sem koma að hátíð-
inni að þessu sinni,“ sagði Bjarni
Guðmundsson, ábyrgðarmaður
Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri,
í samtali við Skessuhorn. Bjarni
er einn af skipuleggjendum hátíð-
arinnar sem fram fer laugardag-
inn 11. júlí næstkomandi og þegar
blaðamaður spurði út í nafn henn-
ar hló Bjarni við og kvað hátíðina í
raun ekki heita neitt sérstakt. Þetta
væri bara staðarhátíð á Hvanneyri,
dagamunur í sveit sem hann kæmi
að því að skipuleggja ásamt vel
völdum hópi heimamanna.
„Landbúnaðarsafnið verður opið
sem og Ullarselið. Við hér í safn-
inu höldum upp á 70 ára afmæli
Farmal-dráttarvélarinnar á Íslandi
með minningarstund þar sem sleg-
ið verður með einum 70 ára göml-
um,“ segir Bjarni. „Auk þess mun
umboðsaðili Farmal í heiminum
sýna okkur þann allra nýjasta,“ bæt-
ir hann við.
Landbúnaðarsafnið efnir til ör-
námskeiðs um fornslátt að morgni
dags og er það liður í hátíðinni.
Námskeiðið er að sögn Bjarna
óðum að fyllast. „Þar verður þátt-
takendum kennt að slá með orfi og
ljá,“ segir hann.
Tvær litlar leirlistasýning-
ar standa gestum opnar á meðan
hátíðinni stendur. Elísabet Har-
aldsdóttir mun sýna á kaffihúsinu
Skemmunni og sýning Ólafar Erlu
Bjarnadóttur verður í Landbúnað-
arsafninu. „Síðan verður markað-
ur í bænum þar og Guðrún Bjarna-
dóttir mun kynna jurtalitun. Þarna
verður ýmislegt til afþreyingar fyr-
ir gesti og gangandi. Kvenfélags-
kaffi auk þess sem Skemman verður
opin,“ segir Bjarni.
Að kvöldinu verður blásið til
hljómleika í hlöðu Halldórsfjóss
þar sem hljómsveitin Veturhús mun
leika blöndu af eigin efni og ábreið-
um. „Þetta byggist á því að maður
sé manns gaman,“ segir Bjarni.
Vert er að geta þess að laust eftir
hádegi, klukkan 13:30 við Hvann-
eyrarkirkju, mun Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra með formlegum hætti frið-
lýsa gömlu bæjartorfuna á Hvann-
eyri ásamt minjum, flæðiengjum og
fitjum á bökkum Hvítár. Mun þetta
vera í fyrsta sinn sem húsaminjar og
menningarheildir eru friðlýstar.
kgk
Einar Pálsson var nýverið ráðinn
rekstrarstjóri Íslenska Gámafélags-
ins sem þjónar stóran hluta Vestur-
lands á sviði umhverfismála. Hann
opnaði heimili sitt fyrir blaða-
manni Skessuhorns og settist nið-
ur í smá spjall. „Ég er nú hér um
bil innfæddur Borgnesingur. Flutti
hingað fimm vikna gamall með for-
eldrum mínum og hef búið hér síð-
an, fyrir utan smá hliðarspor þeg-
ar ég fór til Reykjavíkur í nám. Ég
kláraði þar vélvirkjun en eftir það
hef ég tvisvar lokið námi á Bifröst,
í fyrra skiptið sem rekstarfræðing-
ur og svo lauk ég BS gráðu í við-
skiptafræði,“ segir Einar aðspurður
um hvað hann hefði verið að gera
í lífinu fram að þessu. Hann lauk
einnig MS gráðu í mannauðsstjór-
nun frá Háskóla Íslands árið 2013.
„Ég var lengi búinn að starfa við
fjármálatengda hluti og langaði að
prófa eitthvað nýtt sem tengdist þó
þeirri menntun sem ég hafði fyr-
ir, því varð mannauðsstjórnun fyr-
ir valinu.“
Stökk út í óvissuna
Einar hefur unnið nokkur störf
í gegnum tíðina, hann hefur t.d.
unnið í banka, sem vélvirki, bíl-
stjóri og nú síðast sem fjármála-
stjóri hjá Borgarbyggð. Hann
tók við stöðu rekstarstjóra hjá Ís-
lenska Gámafélaginu í byrjun síð-
asta mánaðar. „Ég hef ekki unnið
við neitt þessu líkt áður svo ég er
pínulítið að stökkva út í óvissuna
en það er líka mjög skemmtilegt,“
segir hann.
Einar hefur ekki mikið setið við
skrifborðið frá því hann byrjaði
í nýja starfinu. „Ég hef eiginlega
verið að prófa að vinna á öllum
sviðum starfseminnar. Við misst-
um starfsmann í veikindaleyfi svo
okkur vantar annan í afleysingar
en ég hef verið að sinna því sjálf-
ur. Ég hef t.d. verið að keyra rusla-
bílinn síðustu tvær vikur og þar á
undan var ég svona í einu og öðru.
Það er mjög gott að fá að kynn-
ast aðeins störfunum og prófa en
við fáum vonandi afleysingamann
sem fyrst,“ segir Einar og brosir.
Hann hefur þó ekki séð fyrir sér
neinar stórar breytingar í rekstri
Íslenska Gámafélagsins á Vestur-
landi en útilokar þó ekkert. „Með
nýju fólki koma alltaf nýjar venjur
og það er aldrei að vita hvað verður
gert. Ég hef bara verið í þessu starfi
í mánuð og hef enn ekki komist í
að skoða þetta en eins og staðan
er í dag sé ég ekki fyrir mér nein-
ar stórar breytingar. Það er þó allt-
af markmið rekstarstjóra að fylgja
gæðamarkmiðum fyrirtækisins auk
þess að afla fleiri viðskiptavina og
vonandi næ ég því,“ segir Einar um
áætlanir sínar innan fyrirtækisins.
„Sem dæmi má nefna að í Hval-
fjarðarsveit eru komnar tunnur fyr-
ir lífrænt sorp, það er eitthvað sem
ég sé sem framtíðarstefnu, að auka
enn sorpflokkun. Umhverfismál
hafa alltaf verið mikið áhugamál
hjá mér svo ég vil endilega hvetja
fólk til að vera duglegt að flokka,“
bætir hann við.
Vinnan gengur
fyrir í sumar
„Ég er mjög ánægður með starfið,
lít á það sem mitt framtíðarstarf.
Konan mín, Guðrún Jónsdótt-
ir, er forstöðumaður Safnahússins
í Borgarnesi svo við verðum lík-
lega áfram hér. Börnin eru þó eig-
inlega öll flutt til Reykjavíkur en
eru dugleg að koma til okkar,“ seg-
ir Einar. Í sumar ætlar hann að ein-
beita sér að nýja starfinu svo sum-
arfrí mun mæta afgangi hjá honum
þetta árið. „Maður byrjar ekkert á
því að taka sér löng frí þegar byrjað
er í nýju starfi. Ég ætla bara að ein-
beita mér að vinnunni en mun þó
taka einhver styttri frí,“ segir Einar
að lokum um það hver plönin eru
fyrir sumarið. arg
Einar Pálsson rekstrarstjóri.
Nýr rekstrarstjóri Íslenska
Gámafélagsins á Vesturlandi
Reykholtskirkja
Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
- L
jó
sm
. G
Ó
Messa sunnudaginn 12. júlí
6. sd. e. trin. kl. 14.00
Hvanneyrarhátíð á laugardaginn
Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri heldur upp á 70 ára afmæli Farmall á Íslandi næstkomandi laugardag og þorpið mun iða af
lífi yfir daginn. Ljósm. mm.