Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 21
ung. En þegar aldurssamsetningin
breytist þá held ég að þetta muni
ekki fúnkera,“ segir Sigurbjörg.
Þjóðin ber enn merki
stríðsins
Milli 70 og 80% kambódísku
þjóðarinnar er fædd eftir að borg-
arastríðinu lauk árið 1979. Blaða-
manni lék forvitni á að vita hvort
þær hefðu orðið varar áhrif borg-
arastríðsins á fólk í dag. „Þegar
við komum til höfuðborgarinn-
ar Phnom Penh heimsóttum við
meðal annars Killing Fields, safn
um fjöldamorðin sem voru fram-
in í borgarastríðinu. Þar má sjá
mannabein, höfuðkúpur og fleira
og stórt tré sem fólk var bundið við
og drepið. Við vorum með leið-
sögumann á ferð okkar um höf-
uðborgina en hann kom ekki með
okkur á safnið. Hann var búinn að
vinna lengi sem leiðsögumaður en
hafði aldrei komið þangað, hann
treysti sér einfaldlega ekki. Ég
myndi skjóta á að hann væri fædd-
ur kringum 1965, svo hann hefur
upplifað þetta sem barn á sínum
tíma. Þegar fólk var að segja okk-
ur frá þessu sá maður á því hvað
því fannst þetta allt saman erfitt,“
segir hún og bætir því við að heim-
sóknin til Killing Fields hafi verið
mjög átakanleg. „Hún situr aðeins
í manni, lýsingarnar á aðstæðun-
um voru hrikalegar og mér finnst
óhugnalegt að hugsa til þess hvað
það er stutt síðan þetta var.”
Heimsóknin til Killing Fields
var hluti af menningarviku hóps-
ins. „Fyrsta vikan þarna úti fór í
að læra aðeins um þjóðina, menn-
inguna, tungumálið og söguna.
Við lærðum að elda kambódískan
mat, fengum khmer-nudd, hefð-
bundin kambódískt nudd. Það var
mjög skrítið, nuddararnir löbb-
uðu á okkur og fleira,“ segir Sigur-
björg og brosir. „Þarna hittum við
munk og fengum að ræða við hann
um allt sem tengist trúarbrögðum.
Kambódíumenn eru teravada-
búddistar og þjóðin er mjög trú-
uð. Þarna gifta sig til dæmis allir
frekar ungir en foreldrarnir þurfa
auðvitað að samþykkja það. Þeir
trúa heitt og trúa því að í næsta
lífi verði þeim refsað fyrir mis-
gjörðir sínar í þessu,“ bætir hún
við. „Strákar mega verða búddh-
ar en mega hætta hvenær sem er ef
þeir vilja og eignast fjölskyldu. Við
hittum einn 75 ára sem var nýorð-
inn munkur. Hann var búinn að
koma upp öllum börnunum sínum
og sagðist hafa ákveðið að gerast
munkur til að nýtast í eitthvað.“
Munkarnir fræddu hópinn um það
meinlætalíf sem þeir eiga að lifa.
„Þeir borða til dæmis ekkert eft-
ir hádegi nema það sem þeim er
gefið. Þann mat sem þeim er gef-
ið verða þeir að borða. Þannig
á Búddha sjálfur einmitt að hafa
dáið. Honum var gefinn eitrað-
ur matur og hann mátti ekki neita
honum,“ segir Sigurbjörg og bætir
því við að sú mynd sem við þekkj-
um af Búddha af styttum og mynd-
um sé ekki hinn eini sanni Búddha.
Sá sé mun fíngerðari, kvenlegri og
oft sýndur með nokkuð stór eyru.
Hópurinn heimsótti einnig Ang-
kor Wat, frægasta hof Kambódíu-
manna og fleiri sögufræga staði
fyrstu vikuna, sem og silkiverk-
smiðju þar sem fylgst var með öllu
framleiðsluferlinu. Allt frá því hrá-
efnið er fengið frá silkiormunum
og þar til það er ofið.
Tannheilsa landsmanna
mjög slæm
Hluti af hjálparstarfsvinnunni
var dagsheimsókn í grunnskóla í
Samraong. Skólinn telur 270 nem-
endur og er nánast eingöngu rek-
inn af sjálfboðaliðum og allt inn-
anstokks gefið af sjálfboðalið-
um frá fjölmörgum löndum. All-
ir kennarar við skólann vinna þar
í sjálfboðastarfi. Námið er tví-
skipt, enska fyrir hádegi, almenn-
ur skóli eftir hádegi og öfugt eft-
ir hópum. Þarna fræddi hópurinn
krakkana um tannheilsu og allt al-
mennt hreinlæti auk þess að færa
þeim tannbursta og tannkrem að
gjöf. „Tannheilsan hjá krökkunum
þarna er hræðileg. Við sáum börn
niður í fjögurra ára með nánast
svartar tennur. Þeim þykir tann-
hirða kannski ekki skipta máli.
Þarna var líka fullorðið fólk með
mjög slæmar tennur. Fjölskyld-
an sem við vorum hjá virtist hafa
það frekar gott en var samt með
mjög slæmar tennur. Þetta virðist
því ekki endilega vera tengt stöðu
fólks í samfélaginu,“ segir Sigur-
björg. „En þetta var fyrst og fremst
fræðsla og ítrekanir til krakkanna.
Til dæmis að fræða þau um að þau
þyrftu að geyma burstana á hrein-
um stað og ekki deila honum með
neinum,“ bætir hún við.
Fólk bjargar sér með
það sem það hefur
En hvað er það sem Sigurbjörg
tekur með sér að ferðinni lokinni?
„Ég upplifði náttúrulega hvað
það er óréttlátt hversu miklu máli
skiptir hvar maður fæðist í heim-
inum. Sumir fæðast einhvers stað-
ar þar sem þeir eiga enga mögu-
leika á að vinna sig upp og öðl-
ast betra líf, það er alltaf það sem
situr eftir þegar maður heimsækir
svona staði,“ segir hún. „Til dæm-
is sagði sá sem rekur hjálparsam-
tökin sem við ferðuðumst í gegn-
um að hann hefði valið sér það
starf svo hann gæti lært af fólki
frá öðrum stöðum í heiminum,
því hann vissi að hann gæti aldrei
ferðast til þessara staða sjálfur.
Fólk í Kambódíu getur ekki gert
sér vonir um að ferðast mikið
lengra en til Tælands. Það að geta
fengið að ferðast um heiminn eru
ákveðin forréttindi sem við getum
verið þakklát fyrir.”
En það eru ekki bara neikvæð-
ir hlutir sem sitja eftir. „Það er
ánægjulegt að sjá að þarna eru
færir læknar og fólk með þekk-
ingu sem bjargar sér þrátt fyr-
ir að hafa ekki góð tæki. Það var
líka ánægjulegt að sjá hvað það er
mikil samstaða innan fjölskyld-
unnar þarna úti. Ef einhver leggst
inn eru bara allir mætti til að að-
stoða,“ segir hún.
kgk
Sumarbústaðalóð til sölu
Kjarri vaxin sumarbústaðalóð í Jötnagarðsási
í landi Munaðarness (skammt norðan við
sjoppuna Baulu). Rafmagn, heitt og kalt vatn
við lóðarmörk.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 842-2001.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Allt í gleri
ÚTI OG INNI
M
ynd: Josefine Unterhauser
Glerkassi á Killing Fields safninu í Phnom Penh með höfuðkúpum fórnarlamba
borgarastyrjaldarinnar.
Hópurinn fyrir framan sjúkrahúsið í Samraong ásamt hluta starfsfólksins. Hlutfall
karlkyns hjúkrunarfræðinga er hátt í Kambódíu og margir læra hjúkrunarfræði í
herskólanum
Heimsókn í grunnskóla rekinn af Greenway hjálparsamtökunum. Þar fræddi hóp-
urinn nemendur um tannhirðu og almennt hreinlæti. Að lokum voru börnunum
gefnir tannburstar og tannkrem.
„Killing tree“ á Killing Fields safninu
í Phnom Penh þar sem börn voru
pyntuð í borgarastríðinu.