Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201510
Almennt hefur upplifun gesta eftir
heimsókn í nýju ísgöngin í Lang-
jökli verið mjög jákvæð, en þau
voru formlega opnuð fyrir mánuði,
5. júní. Ferðamenn sem og ferða-
skipuleggjendur hafa lofað þessa
nýjung í afþreyingu hér á landi.
Í ljósi þessa var frétt sem Frétta-
blaðið og Vísir.is birtu síðastliðinn
föstudag nokkuð á skjön við upp-
lifun flestra sem þangað hafa kom-
ið. Þar er haft eftir Karli Ólafs-
syni hjá ferðaskrifstofunni Nordic
Luxury að upplifun gesta fyrirtæk-
isins væri slík að það ætlaði ekki að
skipuleggja fleiri ferðir á jökulinn.
Borið er við bráðnun í jöklinum og
slæmum aðbúnaði.
Í kjölfar þessarar fréttar var á mbl.
is á föstudaginn haft eftir forsvars-
mönnum tveggja stórra ferðaskrif-
stofa að þessi ummæli Karls Ólafs-
sonar kæmu þeim mjög á óvart.
Þórir Garðarsson hjá Iceland Exc-
ursions/Grey Line, sem er með
daglegar ferðir að ísgöngunum,
segir til dæmis í samtali við blaða-
mann mbl.is að upplifun viðskipta-
vina þeirra sé þvert á móti góð eft-
ir heimsóknir á jökulinn. „Ég skil
ekkert í þessari frétt [Fréttablaðs-
ins]. Við hjá Gray Line höfum far-
ið með mikinn fjölda ferðamanna
þarna síðan í júní og það var al-
menn ánægja hjá þeim með ferð-
irnar,“ sagði Þórir Garðarsson.
Því má við það bæta að blaða-
menn Skessuhorns, sem verið hafa
á ferð í Húsafelli, hafa á liðnum
vikum rætt við nokkra gesti sem
nýkomnir hafa verið úr ferð í ís-
göng Into the glacier á Langjökli.
Þeir hafa undantekningarlaust
verið afar ánægðir með heimsókn
í ísgöngin. Því virðist sem frétt
Fréttablaðsins og Vísis.is á föstu-
daginn með fyrirsögninni „Ferð-
arþjónustufyrirtæki að gefast upp
á ísgöngunum“ sé stórlega orðum
aukin. Í það minnsta ætla helstu
ferðaskrifstofur að halda áfram að
bjóða upp á ferðir þangað.
Þegar hitastig hækkar að sumri
er eðlilegt að ís bráðni í gangnam-
unnanum. Sú var einnig raunin
þegar Kristleifur Þorsteinsson frá
Húsafelli gróf göng í Langjökul-
inn sumarið 1995 og gerði þannig
fyrstur manna tilraun til ísganga-
gerðar hér á landi. Ferðaskipu-
leggjendur og þeir sem selja ferð-
ir í ísgöng af þessu tagi þurfa að
benda gestum á að það sé hluti af
upplifuninni að ganga í gegnum
bráðnandi ís á leið inn í göngin
þar sem hitastigið úti bræðir ísinn
næst innganginum. Hvorki farar-
stjórar né gestir þeirra eiga þar af
leiðandi að koma á blankskónum
og illa klæddir!
mm
Tveir óþekktir menn komu mót-
mælum sínum á framfæri á þriðju-
dagskvöld þegar hvalveiðiskipið
Hvalur 9 kom að bryggju í Hval-
firði með fyrstu langreyðina. Þeir
höfðu sett kajak á flot í grennd
við hvalstöðina, réru að skipinu
þegar það lagðist upp að og köst-
uðu rauðum neyðarblysum í sjó-
inn. Þegar langreyðurin var dreg-
in að landi stökk síðan annar mað-
urinn upp á hvalinn sem flaut í yf-
irborðinu undir drættinum og stóð
þar í nokkrar mínútur meðan hval-
urinn færðist nær landi. Hann fór
svo aftur í kajakinn. Hvalmenn létu
þessa mótmælendur algerlega af-
skiptalausa. Þetta virtist allt vera
kvikmyndað úr brekkunni ofan við
hvalstöðina þar sem áhorfendur
standa jafnan og fylgjast með hval-
skurði. Jafnframt var dróni sendur
á loft sem sveimaði yfir hvalskurð-
arplaninu og virtist mynda það úr
lofti.
Af öllu þessu varð nokkuð sjón-
arspil og töluverð mengun þar sem
súr reykur fyllti vit manna á Hval
9. Á eftir flutu útbrunnin blysin á
sjónum eins og hvert annað rusl
og mengaði væntanlega strend-
ur Hvalfjarðar því ekkert benti
til að mótmælendurnir væru að
hafa fyrir því að hreinsa upp eft-
ir sig. Þrátt fyrir þessar aðgerðir
voru engir mótmælendur sjáanleg-
ir með borða í brekkunni fyrir ofan
hvalstöðina eins og verið hefur við
upphaf síðustu vertíða.
Um miðnættisbil þetta sama
kvöld kom Hvalur 8 svo að landi
með aðra langreyði og hún var
dregin að landi án tíðinda. Þar með
hófst hvalvertíð 2015 í hvalstöð-
inni í Hvalfirði.
mþh/ Ljósm. Guðni Hannesson.
Hópur nemenda við Háskólann á
Bifröst hefur skilað af sér misseris-
verkefni þar sem skoðuð voru áhrif
núverandi stuðningskerfis ríkisins
við landbúnað á íslenskt samfélag.
Verkefnið hlaut verðlaun sem besta
misserisverkefnið. Í tilkynningu frá
Háskólanum á Bifröst segir m.a:
„Framkvæmd verkefnisins er yfir-
gripsmikil hagsmunaaðilagreining
með fjórtán viðtölum við sextán
aðila sem draga vel fram þau ólíku
sjónarmið sem tengjast viðfangs-
efninu. Staða neytandans er útskýrð
þar sem hann er að einhverju leyti
fórnarlamb sérhagsmuna. Niður-
stöður benda á þörf fyrir breyting-
ar, byggðar á upplýstri og málefna-
legri umræðu á jafnari grundvelli
um kosti frjálsra viðskipta, opin-
bers stuðningskerfis í landbúnaði
og sjónarmiða um gæði, fæðuör-
yggi og sjúkdómavarnir. Rannsókn-
in leiddi í ljós að núverandi fyrir-
komulag kemur niður á neytend-
um í formi hærra vöruverðs og tak-
markaðs vöruúrvals. Óhagkvæmum
framleiðendum sem annars yrðu
undir í náttúrulegri samkeppni er
gert kleift að halda áfram rekstri í
skjóli stuðningsins, en slíkt dregur
úr meðalskilvirkni atvinnugrein-
anna. Einnig dregur stuðningur-
inn úr hvata framleiðenda til hag-
ræðingar, vöruþróunar og nýsköp-
unar, ólíkt því sem tíðkast á frjáls-
um markaði. Stuðningurinn vernd-
ar þó ákveðin störf á landsbyggð-
inni og helst þannig í hendur við
byggðastefnu stjórnvalda.“
Þá segir að stuðningi ríkisins
til landbúnaðar megi skipta í tvo
meginflokka; beinar greiðslur til
framleiðenda annarsvegar og toll-
vernd í formi verðtolls og magn-
kvóta hinsvegar. Í greinargerðinni
er lögð áhersla á að framleiðslu-
tengdar beingreiðslur verði tekn-
ar til endurskoðunar með því hug-
arfari að flytja hluta þeirra yfir í
óframleiðslutengda styrki. Einnig
sé vert að taka til skoðunar lækkun
innflutningstolla á landbúnaðar-
vörum þar sem innlend framleiðsla
ýmist annar ekki eftirspurn eða var-
an er hreinlega ekki framleidd hér á
landi. Þannig megi stuðla að heil-
brigðari samkeppni, lægra vöru-
verði, fjölbreyttara vöruúrvali og
auknum heildarábata samfélagsins.
Eitt af markmiðum verkefnisins
var að kanna hvernig ólík sjónarmið
þeirra hagsmunaaðila sem hafa tek-
ið virkan þátt í umræðunni á opin-
berum vettvangi síðastliðin miss-
eri samræmast velferð neytenda. Í
fjölmiðlum hefur töluvert borið á
verslunarmönnum, innflytjendum,
talsmönnum bænda og opinberum
starfsmönnum sem rökræða ólík-
ar hliðar málsins; en mun sjaldnar
heyrist frá talsmönnum neytenda.
Mögulega er því um vannýtt tæki-
færi að ræða þar sem rödd neyt-
andans gæti haft meira vægi í um-
ræðunni. Þeir aðilar sem hafa talað
hvað hæst fyrir hagsmunum neyt-
enda á opinberum vettvangi eru að
mati hópsins ekki best til þess falln-
ir. mm
Ferðamenn almennt mjög ánægðir
eftir heimsókn í ísgöngin
Segja brýnt að endurskoða
stuðningskerfi landbúnaðar
Nýverið var kveikt á hinum alþjóðlega friðarkyndli í Langjökli og hlaupið með
hann ræst frá Langjökli. Ljósm. Apaguha Vesely.
Hópinn skipuðu Aðalheiður B. Sigurdórsdóttir, Guðjón F. Gunnarsson, Jóhannes
B. Pétursson, Snorri Guðmundsson og Svanberg Halldórsson. Leiðbeinandi þeirra
í verkefninu var Árni Sverrir Hafsteinsson.
Mótmæli þegar Hvalur 9
kom með fyrstu langreyðina
Maðurinn stóð á hvalnum á meðan hann var dreginn að landi.
Mennirnir tveir á kajaknum hentu úr reykblysum sem menguðu mjög og huldu
þilfar Hvals 9 þar sem menn stóðu við vinnu sína.
Vanar hendur tóku til við að skera hvalinn um leið og hann kom á plan og vinnsla
komin á fullt í hvalstöðinni.