Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201528
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Pabbi minn bjó fyrstu fimm ár ævi
sinnar með sjö systkinum í báru-
járnsklæddu timburhúsi sem var á
stærð við bílskúr, eins og þeir ger-
ast í dag. Yngstu börnin áttu að-
eins eitt sett af fötum. Á þvotta-
dögum voru þau háttuð upp í rúm.
Á meðan þvoði amma af þeim föt-
in á þvottabretti. Allt vatn var sótt
í bæjarlækinn. Matur var eldaður
á prímuseldavél. Árið 1951 reistu
þau sér holsteinshús með rennandi
vatni. Með seinni tíð bötnuðu svo
lífsgæðin og þægindin jukust smátt
og smátt.
Það er magnað til þess að hugsa
hvað kjör okkar Íslendinga hafa
gjörbreyst á ekki lengri tíma. Á ævi
eins manns eru aðstæður allar aðr-
ar. Maður getur ekki verið annað
en verið þakklátur fyrir þau lífsgæði
sem við hjónin getum boðið barna-
börnum þessa manns í dag.
Rökin vegin og metin
Þann 28. maí síðastliðinn mætti
ég á fund í Tónbergi um málefni
HB Granda á Breiðinni á Akra-
nesi. Megin umræðuefni fundar-
ins var hvort hausaþurrkunarverk-
smiðja ætti heima í byggð, ef nýj-
ustu tækni og verkferlum væri beitt
til að minnka ólyktina. Ég ákvað
fyrir fundinn að mæta með opinn
huga. Ég vildi hlusta á og taka til-
lit til sjónarmiða HB Granda. Mér
heyrðist á öllu að flest ykkar bæj-
arfulltrúanna hefðuð þá ekki enn
tekið afstöðu til málsins og vær-
uð því þarna í sömu erindagjörð-
um og ég, að mynda ykkur skoð-
un. Ég hef komist að niðurstöðu
fyrir sjálfan mig og mig langar að
deila henni með ykkur ef það skyldi
hjálpa ykkur að taka ákvörðun fyrir
ykkur sjálf.
Það sem mér þótti standa upp úr
erindi og svörum Guðjóns Jóns-
sonar, ráðgjafa hjá VSÓ, er að lykt-
armengun frá fyrirhugaðri breyttri
og stækkaðri verksmiðju er ennþá
sveipuð töluverðri óvissu. Það er
reyndar hægt að gefa sér þær for-
sendur að lyktarmengun muni
minnka töluvert. En um leið full-
yrti Guðjón að aldrei verði hægt að
koma alveg í veg fyrir hana. Þá er
heldur ekki hægt að henda reiður á
hversu mikil eða lítil hún verður.
Það kom fram í máli Guðjóns að
Ísland er í fararbroddi þegar kemur
að því að fást við lyktarmengun frá
svona verksmiðjum. Þekkingin er
þannig best hérlendis og því varla
hægt að sækja neinar fyrirmynd-
ir erlendis frá. Þessi vísindi eru því
greinilega ennþá ung og ekki kom-
in það mikil reynsla á þau að hægt
sé að fullyrða neitt um hvort ný
hausaþurrkunarverksmiðja, með
allri sinni tækni og bættum ferlum,
muni skapa sátt í sínu umhverfi eða
ekki.
Lítið haldbært
að byggja á
Ein helstu vandkvæði sem Guðjón
og aðrir vísindamenn á þessu sviði
standa frammi fyrir eru þau að erf-
itt er að finna haldbæra mælikvarða
til að styðjast við. Það er mjög erfitt
að mæla lykt því hún er svo huglæg.
Það sem einum finnst vera vond
lykt eða mikil finnst öðrum kannski
bærileg eða lítil lykt. Ekki er held-
ur alveg hægt að styðjast við fjölda
kvartana frá bæjarbúum sem mæli-
gildi. Sem bæjarfulltrúar hljótið þið
að hafa reynslu af því að langflest
fólk kvartar ekki, sama hvert um-
kvörtunarefnið er. Flestir kjósa að
bölva í hljóði. Það fólk er þó líkleg-
ast alveg jafn óánægt og þeir örfáau
sem koma kvörtun á framfæri.
Annars konar iðnaður á sjaldn-
ast við þennan vanda að glíma. Ef
t.d. álverksmiðja hyggst auka fram-
leiðslu um ákveðið mörg tönn þá
er vitað, með töluverðri vissu, um
hversu mörg tonn mengunin eykst.
Þar með er hægt að grípa inn í með
fullnægjandi mengunarvarnir áður
en framleiðslan er aukin. Að þessu
leyti hefur HB Grandi núna frek-
ar lítið að byggja á. Það sem verra
er, niðurstöðurnar verða ekki ljósar
fyrr en fólk verður hugsanlega fyrir
barðinu á þeim.
Ekkert í tali frummælendanna á
fundinum gaf í skyn að skrefin sem
HB Grandi hyggst stíga með nýju
húsnæði, bættum verkferlum og
auknum mengunarvörnum muni
sannarlega duga til að skapa sátt
um starfsemina. Kannski tekst það.
Kannski tekst það ekki. Eitt er þó
fullvisst. Svo ég vitni beint í loka-
orð í glærusýningu Guðjóns, en
þar stendur: „Ekki er hægt að reisa
vinnslu sem þessa þannig að hún
verði lyktarlaus“.
Ég býð mig ekki fram
Laugafiskur, og nú í seinni tíð HB
Grandi, hafa í tólf ár komist upp
með að gera árangurslausar tilraun-
ir til þess að minnka ólyktina. Það
hafa fyrirtækin án vafa gert í góðri
trú og í von um góðan árangur. Það
hefur því miður ekki tekist hingað
til. En tilraunastarfsemin er ekki
vandamálið. Vandamálið er að „til-
raunadýrin“ erum við íbúarnir.
Ég hef hingað til ekki verið
spurður um hvort ég og fjölskylda
mín viljum taka þátt í þessari til-
raunastarfsemi. Við erum ekki rott-
ur og ég tel lágmarks kurteisi að við
séum hér eftir spurð hvort við vilj-
um bjóða okkur fram sem viðfangs-
efni í þessar tilraunir.
Ég segi að á meðan einhver starf-
semi er í tilraunafasa hvað meng-
un varðar þá á hún einfaldlega ekki
heima í mannabyggð. Alveg sama
af hvaða tagi sú starfsemi er. HB
Grandi getur fyrir mína parta reist
hausaverksmiðju á næstu lóð við
mig ef þeir geta sannfært mig um
að ekki hljótist mengun af starfsem-
inni. En þangað til vildi ég gjarn-
an að þeir gerðu tilraunir með það
annars staðar.
Komum okkur inn
í nútímann
Tímarnir hafa breyst gríðarlega
mikið síðustu áratugi, eins og talað
var um hér í upphafi. Fáir myndu
í dag láta bjóða sér híbýli án renn-
andi vatns eða þvottavélar. Að sama
skapi sættir fólk sig illa við óþef af
úldnum fiskúrgangi í nútíma heim-
ilum. Það er liðin tíð að hægt sé að
þagga slíkt niður með niðurlægj-
andi kommentum á borð við „hva,
þolirðu ekki smá peningalykt, vesa-
lingurinn?“ Mengun er eitthvað
sem við sættum okkur ekki lengur
við.
Ég vinn hjá fyrirtæki sem er líka
í mengandi iðnaði. En það fyrir-
tæki, Norðurál, hefur alltaf sýnt
mikla samfélagslega ábyrgð í þessu
tilliti. Allar mælingar sýna að fyr-
irtækið hefur ekki bara staðist lág-
mörk í mengunarvörnum og snyrti-
mennsku gagnvart umhverfinu,
heldur gott betur. Ég get ekki ver-
ið annað en stoltur þegar ég geng
um þessa flottu verksmiðju. Það er
því miður ekki sömu sögu að segja
þegar ég geng um bæinn minn. Það
væri óskandi að Akranesbær og HB
Grandi gætu sett sér svipuð viðmið
og metnað í umhverfismálum og
Norðurál.
Lýsi hf. flytur vanda-
málið burt
Íbúar Þorlákshafnar hafa mátt þola
sömu lyktarmengun frá hausa-
þurrkun Lýsis hf. í bænum undan-
farin ár. Samkvæmt frétt á vef Hafn-
arfrétta 1. júlí sl. hefur Lýsi hf. eytt
tugum milljóna í mengunarvarnar-
búnað á liðnum árum. Það hefur
ekki dugað til að stemma stigu við
lyktarmenguninni og „hefur líkleg-
ast engin önnur hausaverksmiðja á
landinu lagt sig jafn mikið fram og
fjárfest jafn miklu í þeim tilgangi
að minnka lykt frá starfsemi sinni“,
segir á vefnum.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri
Lýsis hf., sagði þetta í samtali við
Hafnarfréttir: „Augljóst er að við
höfum ekki náð tilætluðum árangri
með aðgerðum okkur í óhagstæð-
um vindáttum og því fáir varan-
legir kostir eftir aðrir en að flytja
starfsemina út fyrir bæinn. Því höf-
um við tekið ákvörðun um flutning
og höfum undanfarna mánuði ver-
ið í viðræðum við bæjaryfirvöld um
heppilega staðsetningu sem örugg-
lega veldur ekki lyktarmengun í
bænum“.
Það væri óskandi að HB Grandi
hf. og Akraneskaupstaður gætu sett
sér svipuð viðmið og metnað í um-
hverfismálum og Lýsi hf. og Sveit-
arfélagið Ölfus.
Virðingarfyllst,
Kjartan S. Þorsteinsson
Höf. er íbúi á Neðri-Skaga
Pennagrein
Tilraunir á mannfólki
Opið bréf til bæjarfulltrúa Akranesbæjar