Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 17 Sumarlesari vikunnar Líkt og síðustu ár gengst Bókasafn Akraness fyr- ir sumarlestri fyrir börn. „Ekkert býr barnið betur undir lífið en góð lestr- arfærni og fæst hún ekki nema með ástundun,“ segja starfsmenn bóka- safnsins við Dalbraut á Akranesi og hvetja börn- in til að skrá sig til sum- arlesturs. Vikulega verður valinn heppinn sumarles- ari og rætt við hann hér í Skessuhorni. Í þetta skiptið er það Kinga Bohdan sem er sumarlesari vikunnar. Hvað heitir þú og hvað ertu gam- all/gömul. Ég heiti Kinga Bohdan og ég er 6 ára, að verða 7. Hvaða bók varstu/ertu að lesa? Ég var að lesa ævintýri á pólsku. Næst ætla ég að lesa um Huldu Völu dýravin. Hvernig var/er hún? Þetta var mjög skemmti- leg bók. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst skemmtilegast að lesa um dýr. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Í stofunni og í herberginu mínu. Áttu þér uppáhalds bók? Allar bæk- ur eru uppáhalds bækur! Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búin að ákveða það. sem nú er Hvalfjarðarsveit. Har- aldur bróðir minn er bóndi þar nú,“ segir hún. Jón Jóel segist eiga ættir að rekja í Dali. „Ég ólst upp hjá henni ömmu minni í Hvamms- sveit í Dölum. Ég var þar í ein átta ár. Með aldrinum fór maður að fá meiri áhuga fyrir upprunanum og þá beindist athyglin vestur,“ svarar Jón Jóel. Eiginkona hans greinir frá því að þau hafi byrjað sína starfsemi með Út og vestur einmitt í Döl- unum. „Það er heilmikið af falleg- um stöðum þar. Sagan er líka mjög lifandi í Dölunum. Gönguleiðir þarna eru vannýtt auðlind. Dalirnir hafa frábæra náttúru en líka magn- aða sögu. Breiðafjörður og um- hverfi hans með Snæfellsnesi eru líka svæði sem eiga mjög mikið inni í ferðaþjónustu.“ Tækifæri í siglinga- sögunni Þuríður Maggý minntist á siglingar sem færir ferðaþjónustu þeirra hjóna út á sjó. Til að geta boðið viðskipta- vinum sínum upp á slíkt keyptu þau færeyskan trébát sem heitir Óli Sóf- us. Þegar báturinn er ekki í notkun liggur hann við bryggju í Stykkis- hólmi. „Við byrjuðum með þenn- an bát í fyrra. Það að vera með slíka útgerð og eiga svona bát er ekk- ert smá mál. Ég keypti bátinn frá Vestmannaeyjum af manni sem var hálfur Færeyingur og hafði eignast hann í gegnum fjölskyldu sína þar. Báturinn hafði aldrei verið skráð- ur á Íslandi fyrr en ég fór að spá í að nota hann í ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að báturinn var fyrir ofan sex metra mörkin til að teljast smá- bátur. Hann er átta metra langur. Þetta þýddi að ég þurfti nánast að uppfylla kröfur eins og þetta væri togari. Hjá Siglingastofnun stóðu menn og veltu bátnum mikið fyr- ir sér þó hann sé af gerð sem búin er að vera til í margar aldir. Það er eitthvað meiriháttar mikið að hjá okkur. Allar þessar flóknu reglur eru örugglega búnar að gera sitt til að drepa niður alla frístundabátaút- gerð hér á landi en þetta hafðist þó loks í gegn að fá öll tilskilin leyfi,“ segir Jón Jóel. Hann segist sjá ákveðin tækifæri í ferðaþjónustu sem byggi á sigl- ingahefð með trébátum. Slíkt teng- ist öðrum þræði sögunni. Vestlend- ingar hafi ætíð nýtt sér farleiðir á sjó. Um það megi finna ótal dæmi. Eitt það frægasta sé þegar Vestlend- ingar sigldu á sínum tíma til Græn- lands og þaðan áfram til Ameríku. „Það komu Norðmenn siglandi á skútu í Breiðafjörð og inn í Stykk- ishólm nú í júní vegna áhuga síns á sögunni af Eiríki rauða. Þeir hyggj- ast koma aftur á næsta ári og sigla þá inn í Búðardal. Það væri kjör- ið tækifæri til að prófa þessa leið. Í framtíðinni væri kannski hægt að bjóða upp úr siglingar úr Búðardal út í eyjar á Breiðafirði þar sem far- ið yrði á söguslóðir siglandi á svip- uðum farkostum og fólk gerði fyrr á öldum.“ Mikið skip væntanlegt til Íslands Þegar hér kemur við sögu í viðtal- inu segist Jón Jóel hafa fréttir að færa fyrir Vestlendinga sem tengist einmitt hinni gömlu siglingahefð. Í henni geti falist stórt tækifæri fyr- ir ferðaþjónustu á Vesturlandi sé rétt á málum haldið. „Á næsta ári er fyrirhugað að hingað á Vestur- land komi stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið og nú er sigl- andi. Það heitir Drekinn Haraldur hárfagri og er norskt. Næsta sum- ar stendur til að sigla skipinu yfir Norðursjó til Hjaltlandseyja og þaðan áfram til Íslands, Grænlands og Ameríku. Hér gæti ferðaþjón- usta á Vesturlandi átt tækifæri. Það mætti bjóða skipinu að koma hing- að að Snæfellsnesi og jafnvel inn í Breiðafjörðinn til að leggja áherslu á að það hafi verið fólk sem lagði frá Breiðafirði sem fór til Grænlands og fann í framhaldinu Norður-Am- eríku. Þessi ferð skipsins á eftir að vekja athygli út um allan heim. Hér eiga Vestlendingar tækifæri og ættu að gera hvað þeir geta til að tengjast þessu verkefni,“ segir Jón Jóel. Þau Jón Jóel og Þuríður Maggý hafa greinilega frá mörgu að segja en við látum hér staðar numið, í það minnsta að sinni. Ferðaþjónustan þeirra er bæði öðruvísi og áhuga- verð. mþh Þau hjón hafa alltaf verið mikið útivistarfólk. Merki fyrirtækisins skírskotar til vistvænnar ferðamennsku. Drekinn Haraldur Hárfagri er stærsta víkingaskip sem nú er til í heiminum. Næsta sumar mun það sigla frá Noregi yfir Atlantshaf til Vesturheims með viðkomu meðal annars á Íslandi og þá á Vesturlandi. Ísgöng ehf ( Into the Glacier ) óska eftir leiðsögumönnum til starfa Um er að ræða leiðsögn í daglegum ferðum félagsins. Einnig er óskað eftir hressum einstaklingum með meirapróf til að keyra gesti fyrirtækisins frá Húsafelli að Langjökli í 18 manna rútu. Ísgöngin í Langjökli opnuðu þann 1. júní síðastliðinn og eru skipulagðar ferðir í göngin þrisvar á dag. Mikil áhersla er lögð á gæði leiðsagnar. Hæfniskröfur • Leiðsögupróf ( kostur ) • Reynsla af ferðaþjónustu • Þekking á hálendi og jöklum Íslands ( kostur ) • Góð tungumálakunnátta ( enska ) • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Reynsla úr björgunarsveitum ( kostur ) Áhugasamir hafið samband: info@intotheglacier.is SK ES SU H O R N 2 01 5 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Stykkishólmsbær Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 Auglýst er laust til umsóknar starf ritara bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar. Starf ritara bæjarstjóra fellur undir stjórnsýslu, fjármál- og fjölskyldumál Stykkishólmsbæjar og heyrir undir bæjarstjóra og faglega stjórn og leiðsögn bæjarritara. Helstu verkefni Ritarastörf, umsjón með fundargerðum í stjórnsýslu, bréfaskriftir eftir bæjarráðs- og • bæjarstjórnarfundi auk annarra bréfaskrifta, innskráning mála í skjalavistunarkerfi, umsjón með fundarboðum, almenn ritaraverkefni og umsjón með verkefnaskráningu fyrir bæjarstjóra, reikningagerð fyrir alla starfsemi bæjarins samkvæmt nánara verkskipulagi hverju sinni, ýmiss bókhaldsvinna, umsjón með samþykkt reikninga og færsla þeirra yfir í gjaldkerakerfi. Umsjón með vefsíðu Stykkishólmsbæjar og samskipti við þá sem sinna • kynningarmálum. Önnur almenn störf samkvæmt nánari fyrirmælum bæjarstjóra.• Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsskólamenntun og/eða sérhæfð skrifstofu- eða viðskiptamenntun, • kunnátta og reynsla á sviði bókhalds og skjalagerðar er mikilvæg. Haldgóð þekking á Word og Excel er nauðsynleg.• Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í mannlegum samskiptum.• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Starfið er veitt frá 1. ágúst n.k. Launakjör eru samkvæmt samningum sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala og Snæfellsness. Allar upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri Sturla Böðvarsson sturla@stykkisholmur.is og bæjarritari Þór Örn Jónsson thor@stykkisholmus.is í síma 433-8100. Umsóknir skal senda til Bæjarstjórans í Stykkishólmi, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í netfangið sturla@stykkisholmur.is fyrir 15. júlí 2015. Stykkishólmi, 25.júní 2015 Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.