Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Side 2

Skessuhorn - 15.07.2015, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20152 Hjálp barst fyrr en sagt var BORGARNES: Í Skessuhorni 1. júlí síðastliðinn var sagt frá slysi sem varð við Ánahlíð í Borgarnesi þegar grjót féll úr hlíð og lenti ofan á tveimur börnum. Í blaðinu var rætt við konu sem varð vitni að slysinu, hringdi á Neyðarlín- una og var hjá börnunum þar til hjálp barst. Sagði hún í viðtal- inu að tekið hafi 10 mínútur frá því hún hringdi og þar til sjúkra- bíll, læknir og allir viðbragðsaðil- ar voru komnir. Þessi frásögn var ekki nákvæm. Þarna hefði þurft að standa að fyrsti viðbragðsaðili kom á staðinn innan við tveim- ur mínútum eftir óhappið. Fyrst á staðinn til að veita aðstoð var sjúkraflutningamaður sem þurfti stutt að fara þar sem viðkomandi var staddur í næsta húsi. Ekki leið þannig meira en hálf önnur mín- úta þar til umræddur sjúkraflutn- ingamaður, Þorgerður Bjarna- dóttir, var komin á slysstað og gat aðstoðað konuna við að ná grjótinu ofan af öðru barninu. Sjúkrabíll og aukin aðstoð barst síðan skömmu síðar. Þetta leið- réttist hér með og hlutaðeigandi beðnir afsökunar. –mm Annríki hjá lögreglu VESTURLAND: Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, flest án teljandi meiðsla. Þar af var eitt óhapp þar sem ökumað- ur bifhjóls lenti á hnefastórum steini á veginum undir Búlands- höfða og missti stjórn á hjólinu í framhaldinu og lenti útaf veg- inum. Maðurinn slapp óbrot- inn, að því talið var, en var nokk- uð marinn og bólginn. Lögregl- unni bárustu alls níu tilkynningar þar sem ekið hafði verið á kind- ur eða lömb víðs vegar í umdæm- inu. Þrír ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna og einn ökumaður var tek- inn ölvaður við akstur í umdæmi LVL í vikunni. Hjá einum þeirra fundust ætluð kannabisefni til eigin nota og sterar en hjá öðr- um ökumanni fundust neyslu- tól og tvær jónur. Hraðamynda- véladeild LVL skráði kærur á um 900 ökumenn sem höfðu ekið of hratt fram hjá hraðamyndavél- unum sem eru staðsettar í um- dæminu og utan þess. Þá tók lög- reglan skráningarmerkin af fimm bifreiðum sem ekki höfðu ver- ið færðar til aðalskoðunar á rétt- um tíma. Þar að auki voru fölsuð skráningarnúmer fjarlægð af einu ökuktæki og má viðkomandi eig- andi búast við að fá á sig kæru um skjalafals í framhaldinu. –mm Sveitamarkaður ráðgerður í Nesi BORGARFJ: Framfarafélag Borgfirðinga gengst fyrir öðrum sveitamarkaði sumarsins í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal laugardaginn 25. júlí næstkom- andi klukkan 13-17. Sem fyrr býðst áhugasömu sölufólki að koma með varning sinn og bjóða til sölu. Panta þarf söluborð með því að senda tölvupóst á kgum@ simnet.is. Þetta er fjórða árið sem sveitamarkaðir eru settir upp í Reykholtsdal. Hafa þeir allt- af fengið mjög góða aðsókn og er búist við miklum fjölda, enda mun Reykholtshátíð standa sem hæst þessa daga. -mm Hundadagar hófust í gær, þriðjudaginn 13. júlí. Dagarnir eru oft nefndir í sömu andrá og Jørgen nokkur Jørgensen, sjálfur Jörund- ur hundadagakonungur. Eftir að hafa logið sig inn á sápukaupmanninn Samuel Phelps árið 1809, siglt með honum til Íslands og handtekið Trampe greifa var hann hér „hæstráðandi til sjós og lands“ um nokkurra vikna skeið. Á þessari örstuttu valdatíð sinni á Íslandi afrekaði Jörundur nákvæmlega ekki neitt eins og þeir muna sem séð hafa leikritið Þið munið hann Jörund eftir bræð- urna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Norðaustan- og austan 3-8 m/s verður á fimmtudag. Skýjað en úrkomulítið norðan- og austanlands, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7- 17 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi. Snýr í norðan- átt 3-8 m/s á föstudag. Léttskýjað suðvest- an- og vestanlands, hiti 12-18 stig. Skýjað og smáskúrir fyrir norðan og austan, hiti 5- 10 stig. Norðanátt 5-13 m/s frá laugardegi og fram á mánudag. Bjartviðri sunnan lands, skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, bætir í úrkomu fyrir norðan og austan á sunnudag og mánudag. Hiti 4-15 stig, hlýjast sunnan heiða. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Þegar þú ferð í útilegu - hvar sefur þú?“ Flestir sögðust einfaldlega ekki fara í útilegu, eða 31,72% þeirra sem svöruðu. Næstflestir, eða 17,01% sögðust gista í fellihýsi. „Í tjaldi“ sögðu 15,4% og 8,74% kváðust sofa í tjald- vagni. „Í húsbíl“ sofa 7,13%, 5,75% sögðu það breytilegt, 3,68% kváðust sofa í hjól- hýsi, 3,22% í bílnum og 3,22% undir berum himni. Athygli vekur að 5,29% þeirra sem svöruðu sögðust einfaldlega ekki sofa í úti- legum, en slíkt þekkist einna helst á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Í næstu viku er spurt: Hver slær garðinn þinn? Hótel Húsafell tekur á móti fyrstu gestunum í dag en fyrir 12 mánuðum síðan var ekkert á lóðinni þar sem hótelið er nú risið. Iðnað- armenn og aðrir sem komið hafa að bygg- ingu Hótels Húsafells undanfarið ár, við oft og tíðum erfiðar veðuraðstæður í vetur, eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Íbúar á svokölluðum köldum svæð- um sem ekki búa við hitaveitu, svo sem á utanverðu Snæfellsnesi, geta átt von á því að rafmagnsreikningar þeirra vegna húshitunar lækki um 25 – 30% á næsta ári, fær Skessu- horn upplýst hjá Benedikt Guð- mundssyni verkefnastjóra hjá Orkustofnun. „Það má segja að fólk þarna sé í dag að borga 7 til 8 krón- ur fyrir kílówattsstundina. Nú gæti það lækkað í 5 – 6 krónur því kostn- aður vegna flutnings og dreifingar á rafmagni verður felldur niður,“ segir Benedikt. Skýringin á þessu er sú að Alþingi hafði það sem eitt af sínum síðustu verkefnum áður en það fór í sumarleyfi, að samþykkja breytingar á lögum um niður- greiðslu húshitunarkostnaðar. Þær taka gildi á næsta ári. Reikna má með að þær verði að fullu komnar í gegn 1. apríl 2016. Full jöfnun tryggð Samtök sveitarfélaga á köld- um svæðum hafa lengi barist fyr- ir breytingum sem miða að því að lækka og jafna húshitunarkostnað á landinu. „Þetta eru frábær tíð- indi fyrir okkur. Loksins er komið til móts við okkur með flutninginn þannig að við getum jafnað hús- hitunarkostnaðinn,“ segir Kristinn Sigurður Ingi Jónsson sjávarút- vegsráðherra Framsóknarflokks- ins sendi í vikunni frá sér reglugerð sem heimilar veiðar með dragnót í Faxaflóa frá og með í dag 15. júlí. Þetta var breyting frá liðnum árum en þá hafa stjórnvöld leyft að drag- nótaveiðar í flóanum hefjist 1. sept- ember. Dragnótaveiðar í Faxaflóa hafa ávallt verið mjög umdeildar þar sem fjölmargir trillukarlar hafa gagnrýnt þær harðlega. Þeir hafa talið þær spilla lífríki, ekki síst lífs- skilyrðum fyrir sandsíli sem er lykil- fæða fyrir marga sjófugla og einnig mikilvægt í fæðu nytjafiska. Á vef Landssambands smá- bátasjómanna kemur fram að þrátt fyrir þetta hafi ríkt sátt um að veið- ar hæfust þó ekki fyrr en í byrjun september. Haft var eftir Þorvaldi Gunnlaugssyni formanni Smá- bátafélags Reykjavíkur að sjávarút- vegsráðherra kastaði með þessari ákvörðun stríðshanskanum í andlit trillukarla sem sótt hafa í Faxafló- ann yfir sumartímann. Ákvörðun um að opna flóann fyrir dragnót svo snemma sem 15. júlí myndi skaða smábátaútgerð við Faxaflóa og leiða til aflatregðu hjá strandveiðibát- um og þeim fjölmörgu sportveiði- mönnum sem róa í flóann á þessum tíma til að veiða sér í soðið. Síðdegis í gær, þriðjudag, bár- ust svo fregnir af því að sjávarút- vegsráðuneytið drægi ákvörðun sína um opnun fyrir dragnót í Faxa- flóa 15. júlí til baka. Þannig stend- ur óbreytt að byrja megi 1. septem- ber nema annað verði ákveðið. Jó- hann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu, sagði í samtali við Fiskifréttir að mistök hefðu ver- ið gerð innan ráðuneytisins. Út- gerð dragnótarbáts hafi óskað eft- ir því að hefja veiðar um miðjan júlí. Hafrannsóknastofnun hafi gef- ið umsögn og talið að ekkert mælti gegn því að byrja með dragnótina í flóanum svo snemma árs. Í fram- haldi af því var reglugerðin gefin út og auglýst í Stjórnartíðindum. „Það sem gerðist var að okkur láðist að leita samráðs vegna þessa sem m.a. má rekja til mikils annríkis. Þegar fréttist af reglugerðinni, sem átti að taka gildi á morgun, heyrðist hljóð úr horni. Við litum ekki á þetta sem stórmál og drógum hana einfaldlega til baka. Við ætlum að leita samráðs og ákveða framhaldið síðar. Þetta var dálítíll feill af okkar hálfu og við munum væntanlega skrifa drag- nótarmönnum bréf í þessari viku og óska eftir þeirra sjónarmiðum,“ segir Jóhann Guðmundsson við Fiskifréttir. Trillukarlar fá þó vart að sofa rólegir því skrifstofustjórinn segir ekki loku fyrir það skoti að sú breyting verði gerð að upphaf drag- nótaveiða í Faxaflóa verði færð til og veiðar hefjist þannig væntanlega nú í sumar. mþh Smábátur á handfæraveiðum í Faxaflóa með Snæfellsjökul í baksýn. Sjávarútvegsráðuneytið gerir mistök varðandi dragnótaveiðar í Faxaflóa Kjarabót fyrir íbúa á köldum svæðum Jónasson bæjarstóri í Snæfellsbæ. Hann er formaður Samtaka sveit- arfélaga á köldum svæðum. Talsverður munur er á orku- kostnaði eftir landssvæðum. Kostn- aður við húshitun er mun hærri hjá þeim íbúum sem ekki búa við hita- veitu og þurfa að notast við rafhit- un. Dreifikostnaður raforku er líka talsvert hærri í dreifbýli en þétt- býli. Á Vesturlandi hefur utanvert Snæfellsnes átt undir högg að sækja í þessum efnum en þar hefur ekki fundist heitt vatn. Ríkisvaldið hef- ur reynt að koma til móts við íbúa á köldum svæðum með lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnað- ar og jöfnun kostnaðar við dreif- ingu raforku. Með upptöku jöfn- unargjalds á raforku sem samþykkt voru á Alþingi 3. mars síðastliðinn er tryggð full jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra not- enda, í dreifbýli og þéttbýli, frá og með árinu 2016. Eftir stóð að tryggja að flutningur og dreifing á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu. Því var náð með lagabreytingunni nú á dögunum. Þverpólitísk samstaða Árið 2011 var skipaður starfshóp- ur með fulltrúum frá iðnaðarráðu- neytinu, fjármálaráðuneytinu, Sam- tökum sveitarfélaga á köldum svæð- um, RARIK og Orkubúi Vestfjarða. Kristinn Jónasson sat í honum fyrir hönd sveitarfélaganna. „Við lögð- um fram tillögur sem þingið tók svo upp og felldi inn í breytingar á lög- unum og samþykkti síðan. Það sem mér þykir einna best er að þetta var samþykkt samhljóða í þinginu utan að einn þingmaður sat hjá. Ég á eft- ir að finna út hver það var,“ segir Kristinn og hlær við. „En að öllu gamni slepptu þá vil ég vekja at- hygli á að það var þverpólitísk sam- staða um þetta mál. Þingmenn úr öllum kjördæmum í öllum flokk- um samþykktu þetta. Fyrir okkur sem búum á þessum köldu svæðum er þetta mikill sigur. Á hverju ein- asta ári hefur maður þurft að fara á fund ráðherra eða fjárlaganefndar til að reyna að fá samþykktar fjár- veitingar í niðurgreiðslur á raforku. Hér eftir gerist þetta sjálfkrafa þar sem búið er að binda þessa hluti í lög. Þau fyrir sunnan eru örugglega fegin að vera laus við þessar árlegu heimsóknir mínar.“ Hann bæt- ir því við að það eigi að vera sjálf- sagt sanngirnismál á Íslandi að ekki þurfi að skipta máli hvaða orkugjafa fólk notar þegar það velur sér bú- setu. mþh Nú verður ódýrara að kynda á köldum dögum í Ólafsvík og víðar á utanverðu Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.