Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Síða 18

Skessuhorn - 15.07.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201518 Árið 2008 keyptu hjónin Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir fyr- irtækið Helluskeifur og fluttu það frá Hellu á Rangárvöllum vestur í Stykkishólm. „Við sáum fyrirtækið auglýst til sölu með öllum tækjum og tólum í Bændablaðinu. Við ruk- um suður að skoða þetta og vor- um búin að kaupa örfáum dög- um síðar. Tækin voru flutt hingað í Stykkishólm, sett upp og fram- leiðsla hafin. Hér hefur hún verið síðan,“ sögðu þau Agnar og Svala þegar við hittum þau í Stykkis- hólmi í liðinni viku. Efnahagshrunið varð til gæfu Nú hafa þau hjónin smíðað skeifur í ein sjö ár. Framleiðslan fer fram í gömlu fiskvinnsluhúsi sem stendur við Reitarveg við Landeyjarsund í Stykkishólmi. Fyrrum hýsti bygg- ingin fyrirtækið Rækjunes sem var rækju- og skelvinnsla. Í dag á Skipavík húsið og þau Agnar og Svala leigja aðstöðu í kjallara þess fyrir skeifnaframleiðsluna. Fram- leiðsla á hestaskeifum á Íslandi hvílir að sjálfsögðu á ævaforn- um merg enda komu hestar hing- að með fyrstu landnámsmönnun- um og hafa þurft skeifur allar göt- ur síðan. „Hluti af vélunum sem við notum enn í dag voru fluttar inn notaðar árið 1973. Þá hefur allavega verið hafin svona fjölda- framleiðsla á skeifum hér á landi,“ segir Agnar aðspurður um hvenær verksmiðjuframleiðsla hafi hafist á skeifum á Íslandi. „Við keyptum fyrirtækið Hellu- skeifur rétt um efnahagshrunið mikla sem varð þarna um haust- ið 2008. Það varð okkur eiginlega til gæfu vegna þess að í hruninu fóru allir að kaupa íslenska fram- leiðslu í miklu meiri mæli en áður. Hestar þurfa skeifur og eftirspurn- in jókst mjög mikið. Þetta kom sér vel fyrir okkur. Þau sem voru með framleiðsluna á Hellu höfðu misst markaðshlutdeildina niður vegna veikinda en þarna kom hún sjálf- krafa til baka við efnahagshrun- ið. Salan fór á strax á flug og þetta hefur gengið vel síðan. Við erum að framleiða um 40.000 skeifur á ári. Við einbeitum okkur að skeif- unum og framleiðum ekkert ann- að,“ segja þau. Atvinnuhestar á ís- lenskum járnum Þrátt fyrir flutninginn vestur í Stykkishólm þá hélt fyrirtækið nafninu Helluskeifur enda er nafn- ið sjálft vörumerki þess. Rétt fyr- ir spjallið við þau hjón átti blaða- maður Skessuhorns þess kost að fylgjast með þeim við framleiðsl- una. Það er mjög gaman að sjá hvernig skeifurnar eru búnar til. Járnstangir eru klipptar niður og glóhitaðar í sérstökum ofnið áður en þeim er skellt í vélar sem sjá um að sníða skeifurnar til og beygja þær. Þaulvön og samhent hjónin standa við vélarnar og sjá til þess að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig. „Skeifnaframleiðslan er reyndar hlutastarf hjá okkur. Við vinnum þetta í törnum. Líklega er þetta eitt ársverk í heildina en við erum tvö í þessu. Mesti erill- inn er frá apríl og fram í ágúst. Svo kemur rólegur tími. Síðan kem- ur önnur framleiðslutörn frá end- uðum nóvember og fram í febrú- ar. Við erum einu innlendur fram- leiðendurnir á skeifum og höfum á að giska fjórðungs markaðshlut- deild. Allt hitt er innflutt.“ Þau segja að það gangi vel að keppa við erlenda framleiðslu í verðum. Innfluttar skeifur koma frá Hollandi, Þýskalandi, Kína og fleiri löndum. „Þær kínversku eru ódýrastar en það er í þessu eins og mörgu öðru að verð og gæði fara oftast saman. Við erum með sterk- asta járnið í okkar skeifum. Okkar viðskiptavinir eru mikið þeir sem nota hesta í atvinnuskyni svo sem í ferðaþjónustunni. Hestaleigur og þess háttar. Hestarnir hjá þeim eru í langferðum, oft um hálend- ið, og þrufa endingargóðar skeifur. Bændur versla líka mikið við okkur. Við eigum mjög trygga viðskipta- vini. Hins vegar seljum við ekki mikið á höfuðborgasvæðið. Þar er meira um innfluttar skeifur,“ seg- ir Agnar. Hættu við sölu Þau segja að eitt skilji þó á milli íslensku skeifnanna og þeirra er- lendu. „Við erum ekki með svo- kallaðan uppslátt á skeifunum sem nokkuð mikið er um í dag. Þá er járn á skeifunum sem nær upp á hófinn að framanverðu. Það er tískan í dag að vera með svoleið- is. Við höfum kannað að fara út í framleiðslu á slíkum skeifum en það er bara of dýrt til að slík fjár- festing borgi sig. Það er líka áhætta fylgjandi þessu. Uppslátturinn er hálfgert tískufyrirbrigði og gæti hæglega horfið jafn skjótt og hann ruddi sér til rúms.“ Þrátt fyrir að rekstur Hellu- skeifna gangi vel þá hafa þau hjón hugleitt að selja fyrirtækið. „Já, við auglýstum þetta til sölu í fyrra- haust. Það var ekki vegna þess að við vildum losna út úr þessu held- ur töldum við okkur tilneydd. Ég fékk eitthvað dularfullt ofnæmi sem lýsti sér í sárum og blæð- ingum í höndum þegar ég var að handfjatla skeifurnar. Um tíma hélt ég að þetta væri bara búið, ég gæti þetta ekki meir. En svo batn- aði þetta allt í einu og ég kenni einskis í dag. Það er tilbúinn kaup- andi í dag en við bíðum og sjáum til fyrst ég er orðinn góður,“ seg- ir Agnar. Mörg járn í eldinum Þessi dugmiklu hjón eru með fleira en skeifnajárnin í eldinum. Þau reka einnig vaktþjónustu í Stykk- ishólmi, eru með frístundabúskap og sinna dreifingu héraðsfrétta- blaðsins Skessuhorns í bænum. „Vaktþjónustan hjá okkur er svona Securitas-fyrirkomulag. Við pöss- um upp á eina 50 staði í eigu fyr- irtækja og annað eins af íbúðar- húsum. Svo höfum við verið með 200 vetrarfóðraðar kindur. Reynd- ar ætlum við að minnka við okkur í því. Fækka í bústofninum og fara niður í 50 í haust. Við höfum haft þær hér rétt utan við bæinn. Nú erum við hins vegar búin að kaupa smá blett hér niður frá í Stykkis- hólmi. Þar ætlum við að reisa lít- ið fjárhús. Samkvæmt reglum má byggja hundrað fermetra hús und- ir slíkan frístundabúskap.“ Það er greinilegt að þau Agnar og Svala hafa áhuga á landbúnaði. Í spjall- inu við þau kemur brátt í ljós að þau eiga sér fortíð sem bændur. „Já, við bjuggum á Kóngsbakka í Helgafellssveit á árunum 1983 til 1991. Agnar er þaðan. En nú erum við búin með þann pakka allan og munum ekki gerast bændur aftur úr þessu,“ segir Svala. Upplifðu dularfulla fjárdauðann Við höldum áfram að spjalla um landbúnaðinn og landsins gagn og nauðsynjar. Talið berst að hin- um dularfulla sauðkindadauða sem henti marga bændur víðsveg- ar um land seint í vetur og í vor. Þau fóru ekki varhluta af því. „Við misstum 30 kindur. Þetta var ekki eins og maður hefur heyrt tilgát- ur um í fjölmiðlum, að það hefði verið rúið of snemma. Við tók- um ekki af, rúðum ekki. Og þó að heyin hafi verið léleg þá er það heldur ekki ástæðan. Helmingur- inn af kindunum sem átu það sama voru við mjög góða heilsu. Heyin hafa líka í gegnum tíðina oft ver- ið miklu verri en þau sem við vor- um með í vetur án þess að nein af- föll hafi orðið. Ærnar okkar ganga mikið úti á veturna. Við tókum inn í mars þegar það fór að sjá á nokkr- um kindum. Það var hakkaður ofan í þær fóðurbætir, þær fengu besta heyið og þær átu og meltu vel, fengu enga skitu eða neitt, en vesluðust samt upp. Fáar báru af þeim sem voru mjög lélegar og veiku kindurnar mjólkuðu ekki neitt og misstu lömbin. Svo er það svo skrítið að sumir lentu svaka- lega í þessu á meðan aðrir sluppu alveg. Þetta var beinlínis óhugnan- legt,“ segir Agnar. Það er greini- legt að þessi reynsla situr í honum enn þó nú sé komin sól og sumar, ærnar og lömbin í haga og allt svo hraust og heilbrigt að sjá. mþh Agnar og Svala eru einu hestaskeifnaframleiðendur Íslands Skósmiðir hestanna í Stykkishólmi Agnar tekur glóandi járnteina út úr ofninum sem síðan skulu beygjast í skeifur. Nýsmíðaðar skeifurnar safnast rauð- glóandi í gamla innkaupakörfu þar sem þær liggja og kólna. Svala leggur teinana í vél sem byrjar að forma þá í að verða hestaskeifur. Hjónin Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir smíða hestaskeifur, reka öryggis- þjónustu, sjá um að dreifa Skessuhorni í Stykkishólmi og eru síðan með sauð- fjárbúskap í frístundum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.