Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201522
Það var fallegt og stillt veður á
sunnudagskvöldið þegar þessi
mynd var tekin. Við sólarlag um
miðnættið náðu geislar sígandi sól-
ar að mynda þennan fallega regn-
boga yfir byggðinni á Akranesi í
sama mund og fólk var að ganga til
náða. Myndina tók Finnur Andrés-
son ljósmyndari.
mm
Anna Jónsdóttir sópran er á ferð
um Ísland með tónleika sem bera
nafnið „Upp og niður og þar í
miðju.“ Fimmtudaginn 16. júlí er
komið að áttundu tónleikunum í
tónleikaröðinni. Þeir verða haldn-
ir í Stefánshelli í Borgarfirði klukk-
an 20. Þar mun Anna syngja ís-
lensk þjóðlög án undirleiks og
eins og andinn blæs henni í brjóst,
eins mun hún segja frá þjóðlögun-
um, þeirra sögu og hennar teng-
ingu við þau. Að þessu sinni fær
Anna góðan gest, Páll Guðmunds-
son frá Húsafelli ætlar að auðga
viðburðinn með nærveru sinni og
sínu framlagi. Hann mun leika með
á steinhörpu sem hann hefur sjálf-
ur hannað. Einnig munu Anna og
Páll flytja tvö lög eftir Pál, við tvö
sléttubönd eftir Pál Guðmundsson
frá Hjálmsstöðum, afa Páls á Húsa-
felli. Þau verða einnig sungin aftur-
ábak eins og sléttuböndin kalla á.
Aðgangur er ókeypis en tekið verð-
ur við frjálsum framlögum.
arg
Um síðustu helgi var vígsluathöfn
haldin við bæinn Saxhól á Snæfells-
nesi þegar nýtt skilti, sem reist hef-
ur verið við tóftir bæjarins, var af-
hjúpað. Á skiltinu má lesa upplýs-
ingar um sögu bæjarins og ábúend-
ur. Það voru afkomendur hjónanna
Þórarins Þórarinssonar og Jens-
ínu Jóhannesdóttur, sem voru ábú-
endur á Saxhóli frá 1904-1932, sem
reistu skiltið í samvinnu við Snæ-
fellsnesþjóðgarð.
Af Þórarni Þórarinssyni og Jens-
ínu Jóhannsdóttur á Saxhóli
Þórarinn Þórarinsson og Jensína
Jóhannsdóttir hófu búskap í Ólafs-
vík, en fluttu að Ytri Knarrartungu
í Breiðuvík árið 1892. Að Stóra
Kambi í Breiðuvík voru þau komin
um aldamótin og voru þar til 1904
er þau fluttu að Saxhóli. Þórar-
inn var fæddur á Rauðamel í Eyja-
hreppi, 2. desember 1855. Jensína
var fædd á Elliða í Staðarsveit 22.
september 1858. Fyrstu fimm börn
þeirra fæddust í Ólafsvík. Aðeins
þrjú þeirra lifðu til fullorðinsára.
Þau voru Jóhann Kristján, Júlíus
Alexander og Pétrún Sigurbjörg.
Áður höfðu þau eignast Jóhann
Kristján og Kristensu Ágústínu, en
þau dóu á fyrsta og öðru ári. Í Ytri
Knarrartungu fæddust síðan Guð-
mundur, Guðrún Ágústa, Ágúst
Sigurjón og Skarphéðinn Óli.
Jensína átti bróður, sem var
Ágúst, er bjó í Fagurhóli í Ólafs-
vík. Það má hins vegar segja í þessu
sambandi að barnadauðinn hafi
höggvið stórt skarð í þann hóp sem
hefði getað orðið, því aðeins þau
tvö lifðu af sjö. Þórarinn átti hins
vegar sextán systkini, þar af einn
hálfbróður. Af þeim lifðu auk hans
sex til fullorðinsára. Jón, sem starf-
aði sem járnsmiður í Reykjavík og
var langafi Friðriks Ólafssonar
skákmeistara. Jón fór ungur í fóstur
að bænum Dalsmynni í Eyjahreppi
og ólst þar upp. Fjórir bræðranna,
þeir Árni, Sigurður, Magnús og
Kári, fóru til Vesturheims og sett-
ust þar að. Það er því fjölmenn-
ur hópur skyldfólks í Kanada og
Bandaríkjunum. Eina systirin sem
náði fullorðinsaldri var Sólrún, sem
var vinnukona hjá foreldrum sín-
um á Vaðstakksheiði. Hún drukkn-
aði rúmlega tvítug við Stykkishólm
haustið 1872, er hún var á heimleið
ásamt fleira fólki úr kaupamennsku
vestur í Dölum. Benóný Þórarins-
son, hálfbróðir þeirra var bóndi í
Staðarsveit.
Það hefur verið sagt að á Sax-
hóli ríkti glaðværð og vinnusemi.
Bærinn var í þjóðbraut þegar far-
ið var með ströndinni og því oft
gestkvæmt. Þórarinn stundaði sjó-
sókn með búskapnum og þrátt fyr-
ir að víða væri erfitt, voru þau hjón-
in frekar veitendur en þiggjend-
ur. Gestrisni þeirra var viðbrugðið.
Þórarinn var hreppstjóri og sýslu-
nefndarmaður um áratugaskeið og
naut mikillar virðingar undir Jökli.
Einn af nágrönnum þeirra var
Karvel Ögmundsson, skipstjóri,
síðar útgerðarmaður og heiðurs-
borgari í Njarðvíkum. Í ævisögu
sinni, „Sjómannsævi,“ segir hann
frá þessum nágrönnum á Saxhóli.
Þar fannst honum gaman að koma
sem lítill strákur. Í fyrsta lagi vegna
þess hve systurnar voru fallegar
en ekki síst vegna þess hve gam-
an þær höfðu af að syngja og segja
sögur. Þær kunnu kynstrin öll af
ljóðum, vísun og lögum, sem þær
sungu hvenær sem færi gafst. Sér-
staklega þótti Pétrún syngja vel.
Þessi eðlisþáttur er ennþá talsvert
ríkjandi í ættinni. Í bók Karvels er
lýsing á Þórarni, þar segir „Þórar-
inn var hörkuduglegur. Hann var
tæplega meðalmaður á hæð, snar
í öllum hreyfingum, kappsamur
við öll störf, ræðinn og skemmti-
legur.“ Þessi lýsing gæti reyndar
átt mjög vel við bræður hans sem
fluttu til Kanada, en til eru frásagn-
ir af þeim.
Börn þeirra Þórarins og Jensínu
dreifðust víða. Strákarnir stund-
uðu flestir sjómennsku til að byrja
með. Júlíus, Jóhann og Guðmund-
ur stunduðu sjó, meðan Ágúst og
Skarphéðinn voru meira fyrir bú-
skapinn. Jóhann bjó á Hellissandi,
en fórst ungur stýrimaður með mót-
orbátnum Rask frá Ísafirði haust-
ið 1924. Eiginkona Jóhanns var
Katrín Þorvarðardóttir frá Skuld á
Hellissandi. Júlíus settist einnig að
á Hellissandi. Hann var lengi for-
maður verkalýðsfélagsins á staðn-
um. Eiginkona Júlíusar var Sig-
ríður Katrín Guðmundsdóttir frá
Þorvaldarbúð á Hellissandi. Guð-
mundur flutti til Akraness og síðan
til Reykjavíkur. Hann átti Þórhildi
Kristjánsdóttur frá Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi. Ágúst tók við búinu
á Saxhóli og fluttist síðan árið
1942 suður að Svarfhóli í Mikla-
holtshreppi, þar sem hann bjó þar
til hann lést, rúmlega fimmtugur.
Hann var kvæntur Sigurlaugu Sig-
urgeirsdóttur frá Svarfhóli. Skarp-
héðinn varð bóndi í Syðri Tungu í
Staðarsveit, en fluttist síðan suður
og lauk starfsævinni sem húsvörð-
ur í Breiðagerðisskólanum. Hann
var kvæntur Elínu Sigurðardóttur
frá Syðri Tungu. Systurnar bjuggu
lengi undir Jökli. Pétrún bjó fyrst á
Hellissandi, síðan að Hellu í Bervík
og loks á Ingjaldshóli. Hún flutti
til Akraness árið 1949 og 1956 til
Reykjavíkur. Hún var gift Ósk-
ari Jósef Gíslasyni úr Eyrarsveit.
Guðrún bjó lengi í Ártúni á Hell-
issandi, en fluttist til Reykjavíkur
1943. Hennar eiginmaður var Pét-
ur Maríus Guðlaugur Guðmunds-
son frá Brennu á Hellissandi.
Það er ekki úr vegi að segja örlít-
ið frá foreldrum þeirra hjóna. For-
eldrar Jensínu voru þau Kristín Jós-
epsdóttir og Jóhann Dagsson. Þau
voru ýmist í kaupamennsku eða bú-
skap, lengst af í Staðarsveit. Eft-
ir að Jóhann missti Kristínu 1877,
kvæntist hann aftur og bjó í Fag-
urhóli í Ólafsvík og þar bjó einnig
Ágúst sonur hans. Um Jóhann seg-
ir í ævisögu séra Árna Þórarinsson-
ar, „Hjá vondu fólki,” að hann hafi
verið orðljótasti maður á Snæfells-
nesi. Það er ekki laust við að þenn-
an hæfileika megi ennþá greina
hjá nokkrum afkomenda hans. Jó-
hann starfaði síðast sem vélsmiður í
Ólafsvík. Ágúst í Fagurhóli drukkn-
aði 5. apríl 1918, ásamt Eggerti
Thorberg syni sínum, en þeir voru
skipverjar hjá Kristófer Sigurðssyni
frá Kaldalæk í Ólafsvík.
Foreldrar Þórarins voru þau Þór-
arinn Árnason frá Rauðamel í Eyja-
hreppi og Gróa Jónsdóttir. Fað-
ir Gróu, Jón Andrésson frá Þór-
ólfsstöðum í Miðdölum, var frægur
maður á sinni tíð, því árið 1817, þá
tæplega þrítugur, var hann hand-
tekinn og ákærður fyrir peninga-
fals. Það var reyndar sagt að enginn
annar maður á landinu gæti smíðað
af öðrum eins hagleik. Af því máli
öllu er til langur bálkur. Aldrei ját-
aði Jón sök og var að lokum sýkn-
aður eftir löng og ströng réttarhöld.
En hann játaði aðeins að hafa smíð-
að einn pening, fyrir annað þrætti
hann og gaf sig ekki.
Eins og áður hefur komið fram
fluttu fjórir bræður Þórarins til
Vesturheims ásamt foreldrum sín-
um. Vitað er um bréfaskipti milli
Þórarins og Magnúsar og jafnvel
fleiri. Lögðu þeir að bróður sínum
að koma vestur og samkvæmt því
sem haft er eftir Guðrúnu, var haf-
in undirbúningur að vesturferð. Þá
er sagt að Þórarni hafi skyndilega
snúist hugur og allar slíkar áætlanir
voru blásnar af.
Börnin á Saxhóli
Jóhann Kristján Þórarinsson
1887-1924. Eignaðist þrjár dætur.
Júlíus Alexander Þórarinsson
1889-1964. Eignaðist tvær dætur
og þrjá syni.
Pétrún Sigurbjörg Þórarinsdótt-
ir 1891-1961. Eignaðist sjö dætur
og átta syni.
Guðmundur Þórarinsson
1893-1986. Eignaðist þrjár dætur
og einn son.
Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir
1894-1961. Eignaðist eina dóttur
og átta syni.
Ágúst Sigurjón Þórarinsson
1896-1950. Eignaðist fimm dætur
og einn son.
Skarphéðinn Óli Þórarinsson
1898-1978. Eignaðist þrjár dætur
og einn son.
Reykjavík 24. apríl 2015.
Friðjón Hallgrímsson
Tónleikar í Stefánshelli
Það er mikil upplifun að koma inn í
Stefánshelli.
Miðnæturregnbogi
Vígsluathöfn minningarskiltis við Saxhól
Afkomendur Þórarins og Jórunnar hjá skiltinu við vígsluathöfnina. Ljósm. af.