Skessuhorn - 15.07.2015, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201524
Hvanneyrarhátíð var haldin á laugardaginn. Margt var um
manninn enda fjölbreytt hátíðardagskrá og margt skemmti-
legt að sjá. Dagskráin hófst á námskeiði í fornslætti um morg-
uninn en formleg dagskrá hófst með setningu hátíðarinn-
ar á kirkjutröppunum upp úr hádegi. Eftir stutt ávarp Björns
Þorsteinssonar rektors Landbúnaðarháskólans tók Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til máls og afhenti
formlega staðfestingu um heildarfriðlýsingu Hvanneyrartorf-
unnar, með byggingum og öðrum mannvistarminjum. Þessi
friðlýsing markar tímamót í sögu hús- og minjaverndar á
Íslandi því þetta er jafnframt í fyrsta skipti hér á landi sem
heildarfriðlýsing ákveðinnar byggðar á sér stað. Friðlýsing-
in nær til níu bygginga og margvíslegra minja um landbún-
aðarkennslu.
Á hátíðinni var haldið upp á 70 ára afmæli Farmall á Ís-
landi. Í tilefni af því var slegið með gamalli Farmall vél og
gafst gestum kostur á að skoða slíkar vélar ásamt einni nýrri
CASE-FARMALL sem Kraftvélar sýndu. Fornbílasýning var
í boði Fornbílafélags Borgarfjarðar, kaffisala í boði Kven-
félagsins 19. júní, markaður, æsispennandi keppni í pönnu-
kökubakstri og gróðurgreiningu, leiðsögn um Hvanneyrar-
torfuna og margt fleira var í boði á hátíðinni. Eftir að form-
legri dagskrá var lokið stigu strákarnir í hljómsveitinni Vetur-
hús á svið í hlöðu Halldórsfjóss og spiluðu fyrir gesti. arg
Hvanneyrarhátíð og friðlýsing Hvanneyrartorfunnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti formlega skjal til vitnis um friðlýsingu Hvanneyrartorfunnar. Eftir
það var honum afhentur bakki með mat úr héraði. Kolfinna Jóhannesdóttir fékk einnig fallega gjöf. Ljósm. hg.
Pétur Jónsson slær hér með gömlum Farmal. Ljósm. arg.
Gestir gátu fræðst um hin ýmsu tæki í Landbúnaðarsafninu. Hér er Bjarni Guð-
mundsson að sýna einum gestanna forláta hamar. Ljósm. arg.
Einn áhugasamur um gömul tæki. Ljósm. arg. Húsdýrin mættu með afkvæmi sín. Ljósm. arg.
Æsispennandi keppni í pönnukökubakstri. Ljósm. arg.
Þær stóðu vaktina í kaffisölu 19. júní í fyrrum húsakynnum
Landbúnaðarsafnsins. F.v. Dagný, Rósa, Odda og Anna
Guðrún. Ljósm. bhs.
Markaður var í íþróttahúsinu. Ljósm. arg.
Málin rædd yfir kaffibolla. Ljósm. bhs.
Feðginin Bryndís og Geir Waage.
Ljósm. bhs.
Ungar blómarósir og ferfættir vinir þeirra. Ljósm. bhs.
Börnum var boðið í ferð á heyvagni. Ljósm. arg.